Rakarinn gæti verið betri Jónas Sen skrifar 21. október 2015 10:30 Rakarinn frá Sevilla Rossini Íslenska óperan í Hörpu laugardaginn 17. október. Beethoven hafði lítið álit á Rossini. Hann kallaði hann illmenni. Honum fannst hann yfirborðskenndur þó hann viðurkenndi að hann hefði hæfileika til að semja ljúfar og áheyrilegar laglínur. Óperan Rakarinn frá Sevilla var ekki merkileg að hans mati. Gagnrýni hans var á þessa leið: „Rossini hefði orðið mikið tónskáld ef kennarinn hans hefði rassskellt hann með reglulegu millibili.“ Rakarinn er gamanópera sem fjallar um tilraunir greifa nokkurs til að ná ástum ungrar konu, Rosinu að nafni. Hann nýtur hjálpar rakarans Figaro, sem öllu reddar, og saman berjast þeir gegn slóttugum tónlistarkennara, Don Basilio, og lækninum Bartolo. Sá síðarnefndi vill giftast Rosinu, sem er skjólstæðingur hans. Þetta er svo sem ekki merkilegur kveðskapur, og Beethoven hafði rétt fyrir sér að tónlistin er það ekki heldur. Engu að síður skartar óperan áheyrilegum melódíum og kraftmiklum hápunktum. Söguþráðurinn er léttur, og það má hafa gaman af honum. Til þess að óperan virki þarf húmorinn að vera í forgrunni. Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir kreisti sannarlega fram skondna tilburði hjá söngvurunum. En það dugði skammt. Því miður voru tvær þjónustustúlkur í bakgrunni partur af leikmyndinni allan tímann, þær fettu sig og brettu í alls konar undarlegum stellingum á meðan þær voru að skúra eða þurrka af. Þetta átti auðvitað að vera fyndið en varð snemma leiðigjarnt og býsna truflandi. Þarna hefði þurft alvöru dans, alvöru dansara. Leikmyndin sjálf, sem var eftir Steffen Aarfing, var líka óspennandi. Hún var eins og risastórt dúkkuhús. Maður varð fljótt þreyttur að horfa á hana. Í mótsögn við hana voru fremur íburðarmiklir búningar Maríu Th. Ólafsdóttur. En á óvart kom að þeir voru engan veginn í stíl við auglýsingaplakat sýningarinnar, sem sýnir rakara í nútímajakkafötum. Búningarnir á sýningunni voru frá fyrri tíð, og ekki nándar nærri eins smart og auglýsingin gaf til kynna. Þeir hefðu mátt vera meira sexí. Söngvararnir sjálfir stóðu sig samt flestir með mikilli prýði. Rakarinn var leikinn af Oddi Arnþóri Jónssyni, en hann sló eftirminnilega í gegn í Don Carlo í fyrra. Frammistaða hans olli ekki vonbrigðum nú. Óhætt er að segja að hann hafi átt sýninguna, hann var hreint út sagt magnaður. Röddin var dásamlega jöfn á öllum sviðum, hún var kraftmikil og fókuseruð; stöðug, en umfram allt unaðslega fögur. Leikurinn hjá Oddi var hins vegar dálítið stífur. Sennilega hentar honum ekki svona gamanhlutverk. Hann á betur heima í dramatískari rullu. Gissur Páll Gissurarson var í hlutverki greifans, og söng fallega, einstaklega músíkalskt. Sumir efri tónarnir voru örlítið flöktandi, hver svo sem ástæðan var. En hann lék skemmtilega, því verður ekki neitað. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir var síðri. Hún er svo sannarlega flott listakona sem hefur gert ótal margt aðdáunarvert. En hér virtist hún ekki vera á réttum stað. Leikur hennar var sannfærandi en rödd hennar barst ekki nægilega vel í samanburði við hina söngvarana. Viðar Gunnarsson var fyndinn sem Don Basilio, en söngurinn var nokkuð flatur. Bjarni Thor Kristinsson var aftur á móti fínn í hlutverki Bartolos. Það sópaði að honum. Valgerður Guðnadóttir og Ágúst Ólafsson voru líka glæsileg í minni hlutverkum. Karlakór óperunnar skilaði sínu hlutverki með sóma og söng fagurlega. Hljómsveitin undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar var jafnframt frábær, þar var allt á sínum stað. Hver einasta nóta var hrein. Sambandið á milli hljóðfæraleikara og söngvara var með ágætum. Spilamennskan og heildarsöngurinn var fjörlegur og glettinn, akkúrat eins og Rossini á að hljóma. Það var bara ekki nóg. Sýnilegi hlutinn í óperu skiptir gríðarlegu máli líka og hann var einfaldlega ekki ásættanlegur hér.Niðurstaða:Söngvararnir voru flestir góðir, hljóðfæraleikurinn framúrskarandi. En sýningin í heild einkenndist af aulahúmor og leikmyndin var pínleg áhorfs. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Rakarinn frá Sevilla Rossini Íslenska óperan í Hörpu laugardaginn 17. október. Beethoven hafði lítið álit á Rossini. Hann kallaði hann illmenni. Honum fannst hann yfirborðskenndur þó hann viðurkenndi að hann hefði hæfileika til að semja ljúfar og áheyrilegar laglínur. Óperan Rakarinn frá Sevilla var ekki merkileg að hans mati. Gagnrýni hans var á þessa leið: „Rossini hefði orðið mikið tónskáld ef kennarinn hans hefði rassskellt hann með reglulegu millibili.“ Rakarinn er gamanópera sem fjallar um tilraunir greifa nokkurs til að ná ástum ungrar konu, Rosinu að nafni. Hann nýtur hjálpar rakarans Figaro, sem öllu reddar, og saman berjast þeir gegn slóttugum tónlistarkennara, Don Basilio, og lækninum Bartolo. Sá síðarnefndi vill giftast Rosinu, sem er skjólstæðingur hans. Þetta er svo sem ekki merkilegur kveðskapur, og Beethoven hafði rétt fyrir sér að tónlistin er það ekki heldur. Engu að síður skartar óperan áheyrilegum melódíum og kraftmiklum hápunktum. Söguþráðurinn er léttur, og það má hafa gaman af honum. Til þess að óperan virki þarf húmorinn að vera í forgrunni. Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir kreisti sannarlega fram skondna tilburði hjá söngvurunum. En það dugði skammt. Því miður voru tvær þjónustustúlkur í bakgrunni partur af leikmyndinni allan tímann, þær fettu sig og brettu í alls konar undarlegum stellingum á meðan þær voru að skúra eða þurrka af. Þetta átti auðvitað að vera fyndið en varð snemma leiðigjarnt og býsna truflandi. Þarna hefði þurft alvöru dans, alvöru dansara. Leikmyndin sjálf, sem var eftir Steffen Aarfing, var líka óspennandi. Hún var eins og risastórt dúkkuhús. Maður varð fljótt þreyttur að horfa á hana. Í mótsögn við hana voru fremur íburðarmiklir búningar Maríu Th. Ólafsdóttur. En á óvart kom að þeir voru engan veginn í stíl við auglýsingaplakat sýningarinnar, sem sýnir rakara í nútímajakkafötum. Búningarnir á sýningunni voru frá fyrri tíð, og ekki nándar nærri eins smart og auglýsingin gaf til kynna. Þeir hefðu mátt vera meira sexí. Söngvararnir sjálfir stóðu sig samt flestir með mikilli prýði. Rakarinn var leikinn af Oddi Arnþóri Jónssyni, en hann sló eftirminnilega í gegn í Don Carlo í fyrra. Frammistaða hans olli ekki vonbrigðum nú. Óhætt er að segja að hann hafi átt sýninguna, hann var hreint út sagt magnaður. Röddin var dásamlega jöfn á öllum sviðum, hún var kraftmikil og fókuseruð; stöðug, en umfram allt unaðslega fögur. Leikurinn hjá Oddi var hins vegar dálítið stífur. Sennilega hentar honum ekki svona gamanhlutverk. Hann á betur heima í dramatískari rullu. Gissur Páll Gissurarson var í hlutverki greifans, og söng fallega, einstaklega músíkalskt. Sumir efri tónarnir voru örlítið flöktandi, hver svo sem ástæðan var. En hann lék skemmtilega, því verður ekki neitað. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir var síðri. Hún er svo sannarlega flott listakona sem hefur gert ótal margt aðdáunarvert. En hér virtist hún ekki vera á réttum stað. Leikur hennar var sannfærandi en rödd hennar barst ekki nægilega vel í samanburði við hina söngvarana. Viðar Gunnarsson var fyndinn sem Don Basilio, en söngurinn var nokkuð flatur. Bjarni Thor Kristinsson var aftur á móti fínn í hlutverki Bartolos. Það sópaði að honum. Valgerður Guðnadóttir og Ágúst Ólafsson voru líka glæsileg í minni hlutverkum. Karlakór óperunnar skilaði sínu hlutverki með sóma og söng fagurlega. Hljómsveitin undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar var jafnframt frábær, þar var allt á sínum stað. Hver einasta nóta var hrein. Sambandið á milli hljóðfæraleikara og söngvara var með ágætum. Spilamennskan og heildarsöngurinn var fjörlegur og glettinn, akkúrat eins og Rossini á að hljóma. Það var bara ekki nóg. Sýnilegi hlutinn í óperu skiptir gríðarlegu máli líka og hann var einfaldlega ekki ásættanlegur hér.Niðurstaða:Söngvararnir voru flestir góðir, hljóðfæraleikurinn framúrskarandi. En sýningin í heild einkenndist af aulahúmor og leikmyndin var pínleg áhorfs.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira