Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2015 14:52 Nico Rosberg blés lífi í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að ná ráspól. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. Mikil rigning var á brautinni þegar tímatakan hófst en ökumenn voru snöggir út enda óvíst hvort aðstæður myndu batna eða versna. Fyrsta lotan var stöðvuð með rauðum flöggum þegar Carlos Sainz missti stjórn á Toro Rosso bílnum og endaði malargryfjunni með viðkomu á varnarvegg. Það var því nóg að gera fyrir vélvirkja Toro Rosso liðsins að koma bíl Sainz í lag fyrir keppnina. Framendinn var illa farinn og framfjöðrunin brotin. Þegar tímatakan hófst á ný lá ökumönnum mikið á að setja tíma til að vera með öruggan tíma á töflunni. Brautin þornaði þó eftir því sem á leið. Mikil tilþrif litu dagsins ljós, ökumenn sýndu hvað í þeim bjó í erfiðum aðstæðum. Aðstæður bötnuðu og brautímar urðu sífellt hraðari.Daniel Ricciardo er þriðji á ráslínu og gæti gert Mercedes mönnum lífið erfitt í keppninni á eftir.Vísir/GettyÍ fyrstu lotu duttu út, Sauber og Manor ökumennirnir og Sainz á Toro Rosso. Rigningin jókst aftur í annarri lotu, beygja 10 reyndist ökumönnum sérstaklega erfið. Kimi Raikkonen, Hamilton, Sebastian Vettel og margir fleiri snérust þar í annarri lotu. Í annarri lotu duttu út McLaren og Lotus ökumennirnir og Valtteri Bottas á Williams. „Þetta eru ekki öruggar aðstæður, það ætti að stöðva tímatökuna,“ sagði Jenson Button eftir aðra lotuna. Þriðju lotu var frestað um 10 mínútur fyrst um sinn. Þirðju lotunni var svo aflýst. Keppnin verður líklega ræst fyrir aftan öryggisbíl, nema aðstæður batni. Heimsmeistarakeppnin er sprelllifandi með Rosberg á undan Hamilton á ráslínu. Vettel er þó með tíu sæta refsingunni 15. á ráslínu svo hann hefur verk að vinna. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á eftir á Stöð 2 Sport 3.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15 Sebastian Buemi vann í Kína Sebastian Buemi á Renault vann fyrstu keppni Formúlu E tímabilsins sem fór fram í Peking í morgun. Lucas di Grassi varð annar á Abt Schaeffler Audi og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. 24. október 2015 09:09 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. Mikil rigning var á brautinni þegar tímatakan hófst en ökumenn voru snöggir út enda óvíst hvort aðstæður myndu batna eða versna. Fyrsta lotan var stöðvuð með rauðum flöggum þegar Carlos Sainz missti stjórn á Toro Rosso bílnum og endaði malargryfjunni með viðkomu á varnarvegg. Það var því nóg að gera fyrir vélvirkja Toro Rosso liðsins að koma bíl Sainz í lag fyrir keppnina. Framendinn var illa farinn og framfjöðrunin brotin. Þegar tímatakan hófst á ný lá ökumönnum mikið á að setja tíma til að vera með öruggan tíma á töflunni. Brautin þornaði þó eftir því sem á leið. Mikil tilþrif litu dagsins ljós, ökumenn sýndu hvað í þeim bjó í erfiðum aðstæðum. Aðstæður bötnuðu og brautímar urðu sífellt hraðari.Daniel Ricciardo er þriðji á ráslínu og gæti gert Mercedes mönnum lífið erfitt í keppninni á eftir.Vísir/GettyÍ fyrstu lotu duttu út, Sauber og Manor ökumennirnir og Sainz á Toro Rosso. Rigningin jókst aftur í annarri lotu, beygja 10 reyndist ökumönnum sérstaklega erfið. Kimi Raikkonen, Hamilton, Sebastian Vettel og margir fleiri snérust þar í annarri lotu. Í annarri lotu duttu út McLaren og Lotus ökumennirnir og Valtteri Bottas á Williams. „Þetta eru ekki öruggar aðstæður, það ætti að stöðva tímatökuna,“ sagði Jenson Button eftir aðra lotuna. Þriðju lotu var frestað um 10 mínútur fyrst um sinn. Þirðju lotunni var svo aflýst. Keppnin verður líklega ræst fyrir aftan öryggisbíl, nema aðstæður batni. Heimsmeistarakeppnin er sprelllifandi með Rosberg á undan Hamilton á ráslínu. Vettel er þó með tíu sæta refsingunni 15. á ráslínu svo hann hefur verk að vinna. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á eftir á Stöð 2 Sport 3.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15 Sebastian Buemi vann í Kína Sebastian Buemi á Renault vann fyrstu keppni Formúlu E tímabilsins sem fór fram í Peking í morgun. Lucas di Grassi varð annar á Abt Schaeffler Audi og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. 24. október 2015 09:09 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21
Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15
Sebastian Buemi vann í Kína Sebastian Buemi á Renault vann fyrstu keppni Formúlu E tímabilsins sem fór fram í Peking í morgun. Lucas di Grassi varð annar á Abt Schaeffler Audi og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji. 24. október 2015 09:09
Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09