Ísland í dag: „Beauty is pain“ Bjarki Ármannsson skrifar 26. október 2015 21:12 Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Sjá meira
Ísland í dag kannaði í þætti kvöldsins svokölluð „Waist Trainer“ lífstykki, sem njóta nokkurra vinsælda meðal ungra kvenna um þessar mundir, meðal annars á Íslandi. Lífstykkin herða verulega að og eru ekki með öllu hættulaus, í það minnsta ekki ef þau eru notuð of mikið. Þrátt fyrir það mæla fegurðardrottningar á borð við hina bandarísku Kim Kardashian óspart með græjunni. Lína Birgitta Sigurðardóttir bloggari segist fyrst og fremst nota lífstykkið í líkamsræktinni, þar sem það styður við bakið í æfingum á borð við hnébeygjur. „Plús það að líkamsstaðan verður mun fallegri af því að þú getur ekki verið hokin, eins og maður er svo oft,“ segir Lína. Hún segir allt gott í hófi og mælir með því að nota lífstykkin en ekki allan sólarhringinn, líkt og sumir geri. „Væntanlega fokkar þetta aðeins upp í andardrættinum á þér, en svo einhvernvegin venst þetta,“ segir hún. „Eins og einhver sagði, „Beauty is pain.““ Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, segir lýtalækninn sinn hafa mælt með notkun einhvers konar aðhaldsflíkur eftir að hún fór í svokallaða svuntuaðgerð hjá honum fyrir um tveimur mánuðum. Hún segir föt falla betur að líkamanum þegar hún klæðist stykkinu, þó hún telji það ekki nauðsynlegt. „Ég er ekki í þessu til að minnka mittið,“ segir Gerður. „Ég nota þetta bara sem svona aðhaldsflík. Þetta verkjar ekki og ég er ekki alveg að strekkja þetta utan um mig. Ég hef rými til að anda og hef ennþá matarlyst,“ segir hún og hlær. Í þættinum var einnig rætt við Höllu Fróðadóttur lýtalækni sem segir stykkin ekki breyta mittismálinu til frambúðar. „Þú færð þennan stundaglasvöxt á meðan þú ert í því, þetta er eins og hver annar aðhaldsfatnaður,“ segir Halla. „Ef þú ert með mjög stýft belti, þá getur þrýstingurinn verið það mikill á kviðinn og kviðarholið að þindin getur ekki starfað eins og hún á að gera. Þá nærðu ekki að anda almennilega og ef þú ert með allt of reyrt þá getur hreinlega liðið yfir þig.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Sjá meira