Jaguar áformar rafmagnsjeppa Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 09:48 E-Page verður öllu minni en þessi F-Page jeppi. Autoblog Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent