Jay Leno ekur Aston Martin DB10 Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 13:28 Fyrrum spjallþáttastjórnandinn Jay Leno er mikill áhugamaður um bíla og á gríðarlegt safn bíla. Hann er einn fárra heppinna sem fengið hefur að prófa Aston Martin DB10 sem var sérframleiddur fyrir nýjustu James Bond myndina Spectre sem sýningar hefjast brátt á. Í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann prófar bílinn hefur hann fengið til sín aðalhönnuð Aston Martin, Marek Reichman, sem fræðir hann og áhorfendur aðeins um bílinn. Þessi Aston Martin DB10 verður ekki bara frægur fyrir að vera aðalbíllinn í Spectre því hann á að gefa tóninn fyrir næstu nýja bíla Aston Martin og má búst við því að þeir muni erfa bæði útlínur hans og smíðagerð. Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent
Fyrrum spjallþáttastjórnandinn Jay Leno er mikill áhugamaður um bíla og á gríðarlegt safn bíla. Hann er einn fárra heppinna sem fengið hefur að prófa Aston Martin DB10 sem var sérframleiddur fyrir nýjustu James Bond myndina Spectre sem sýningar hefjast brátt á. Í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann prófar bílinn hefur hann fengið til sín aðalhönnuð Aston Martin, Marek Reichman, sem fræðir hann og áhorfendur aðeins um bílinn. Þessi Aston Martin DB10 verður ekki bara frægur fyrir að vera aðalbíllinn í Spectre því hann á að gefa tóninn fyrir næstu nýja bíla Aston Martin og má búst við því að þeir muni erfa bæði útlínur hans og smíðagerð.
Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent