Meiri búnaður og munaður í nýjum Sante Fe Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 15:16 Andlitslyftur Hyundai Santa Fe. Hyundai Hyundai umboð BL við Kauptún í Garðabæ frumsýnir nk. laugardag, 31. október milli kl. 12 og 16, nýjan og búnaðarmeiri Hyundai Santa Fe, fjórhjóladrifinn jeppling sem á sér langa og farsæla sögu meðal bíleigenda hér á landi og erlendis. Santa Fe í núverandi meginútliti var frumsýndur hér á landi haustið 2012 en í nýjum Santa Fe sem kynntur verður á laugardag hefur öryggisbúnaður verið aukinn ásamt því sem bætt hefur verið við ýmsu sem auka þægindi og munað farþega og ökumanns. Helsta ytri breyting á útliti Santa Fe er á framenda, þar sem komið er nýtt og flottara grill, ný Xenon aðalljós með LED dagljósum og afturljósum ásamt fallegum frágangslistum við þokuljós. Nýjar álfelgur eru einnig hluti af nýju útliti Santa Fe.200 hestafla díslivél og fjórhjóladrifAllar gerðir nýs Santa Fe eru nú búnar 200 hestafla 2,2 lítra 4 strokka díslivél við 6 þrepa sjálfskiptingu. Bílarnir eru einnig með sítengdu fjórhjóladrifi með læsingu á miðdrifi sem með einum takka getur dreift aflinu jafnt á milli fram- og afturhjóla. Tog nýju vélarinnar er meira en fyrri vélar en mestu munar þó að það skilar sér nú að fullu við umtalsvert lægri snúning en áður, eða við 1.750 sn/mín. Þetta gerir aksturinn bæði þægilegri og áreynsluminni við allar venjulegar aðstæður auk þess sem breytingin skilar sér í lægri eldsneytisnotkun, sem er aðeins um 6,6 l/100 km í blönduðum akstri samkvæmt tölum framleiðanda.Meiri íburður og öryggiNýr Santa Fe er fáanlegur í fjórum grunngerðum með mismunandi búnaðarstigi. Gerðirnar Classic og Comfort eru með tauáklæði á sætum og ríkulega búnar staðalbúnaði, svo sem bakkskynjurum og bakkmyndavél svo fátt eitt sé nefnt. Style er búinn leðuráklæði á sætum, 18” álfelgum, leiðsögukerfi með Íslandskorti og fullkomnu Infinity hljómflutningskerfi svo eitthvað sé nefnt. Dýrasta gerðin, Premium, er á 19“ álfelgum og auk áður nefnds búnaðar með glerþaki, hita í bæði fram- og aftursætum, loftkælingu í framsætum, sjálfvirka skottopnun, blindhornsviðvörun sem vaktar aðvífandi umferð sem kemur að blinda horninu aftan við bílinn og varar við þegar þess gerist þörf. Þá er Premium einnig búinn sjálfvirkum aðalljósum sem stjórnast af ljósnemum sem hækka eða lækka geisla aðalljósanna eftir birtustiginu hverju sinni. Einnig má nefna 220 volta raftengi í farangursrými og síðast en ekki síst 360° myndavélabúnaðinn sem fylgist með umhverfinu í kring og sýnir ökumanni á litaskjá í mælaborði. Kerfið birtir yfirlitsmynd af bílnum í umhverfi sínu til að gera ökumanni lífið létt þegar leggja þarf í stæði, og getur, ef ökumaður vill, lagt bílnum í stæðið fyrir hann. Hægt er að panta sérstaklega gagnvirkan hraðastilli (Smart Cruise Control) með Santa Fe sem heldur því fyrirframákveðna bili til næsta bíls á undan sem ökumaður velur. Einnig er hægt að fá sjálfvirkan neyðarhemlunarbúnað (AEB) sem er tengdur radar og myndavél á framenda bílsins sem aðvarar ökumann eða bregst við og hemlar sé þess þörf til að afstýra aftanákeyrslu sé þess kostur.Verð frá 7.090.00 krGrunngerð Santa Fe, Classic kostar 7.090.000 kr. Dýrasta gerðin, Premium, kostar kr. 9.090.000. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Hyundai umboð BL við Kauptún í Garðabæ frumsýnir nk. laugardag, 31. október milli kl. 12 og 16, nýjan og búnaðarmeiri Hyundai Santa Fe, fjórhjóladrifinn jeppling sem á sér langa og farsæla sögu meðal bíleigenda hér á landi og erlendis. Santa Fe í núverandi meginútliti var frumsýndur hér á landi haustið 2012 en í nýjum Santa Fe sem kynntur verður á laugardag hefur öryggisbúnaður verið aukinn ásamt því sem bætt hefur verið við ýmsu sem auka þægindi og munað farþega og ökumanns. Helsta ytri breyting á útliti Santa Fe er á framenda, þar sem komið er nýtt og flottara grill, ný Xenon aðalljós með LED dagljósum og afturljósum ásamt fallegum frágangslistum við þokuljós. Nýjar álfelgur eru einnig hluti af nýju útliti Santa Fe.200 hestafla díslivél og fjórhjóladrifAllar gerðir nýs Santa Fe eru nú búnar 200 hestafla 2,2 lítra 4 strokka díslivél við 6 þrepa sjálfskiptingu. Bílarnir eru einnig með sítengdu fjórhjóladrifi með læsingu á miðdrifi sem með einum takka getur dreift aflinu jafnt á milli fram- og afturhjóla. Tog nýju vélarinnar er meira en fyrri vélar en mestu munar þó að það skilar sér nú að fullu við umtalsvert lægri snúning en áður, eða við 1.750 sn/mín. Þetta gerir aksturinn bæði þægilegri og áreynsluminni við allar venjulegar aðstæður auk þess sem breytingin skilar sér í lægri eldsneytisnotkun, sem er aðeins um 6,6 l/100 km í blönduðum akstri samkvæmt tölum framleiðanda.Meiri íburður og öryggiNýr Santa Fe er fáanlegur í fjórum grunngerðum með mismunandi búnaðarstigi. Gerðirnar Classic og Comfort eru með tauáklæði á sætum og ríkulega búnar staðalbúnaði, svo sem bakkskynjurum og bakkmyndavél svo fátt eitt sé nefnt. Style er búinn leðuráklæði á sætum, 18” álfelgum, leiðsögukerfi með Íslandskorti og fullkomnu Infinity hljómflutningskerfi svo eitthvað sé nefnt. Dýrasta gerðin, Premium, er á 19“ álfelgum og auk áður nefnds búnaðar með glerþaki, hita í bæði fram- og aftursætum, loftkælingu í framsætum, sjálfvirka skottopnun, blindhornsviðvörun sem vaktar aðvífandi umferð sem kemur að blinda horninu aftan við bílinn og varar við þegar þess gerist þörf. Þá er Premium einnig búinn sjálfvirkum aðalljósum sem stjórnast af ljósnemum sem hækka eða lækka geisla aðalljósanna eftir birtustiginu hverju sinni. Einnig má nefna 220 volta raftengi í farangursrými og síðast en ekki síst 360° myndavélabúnaðinn sem fylgist með umhverfinu í kring og sýnir ökumanni á litaskjá í mælaborði. Kerfið birtir yfirlitsmynd af bílnum í umhverfi sínu til að gera ökumanni lífið létt þegar leggja þarf í stæði, og getur, ef ökumaður vill, lagt bílnum í stæðið fyrir hann. Hægt er að panta sérstaklega gagnvirkan hraðastilli (Smart Cruise Control) með Santa Fe sem heldur því fyrirframákveðna bili til næsta bíls á undan sem ökumaður velur. Einnig er hægt að fá sjálfvirkan neyðarhemlunarbúnað (AEB) sem er tengdur radar og myndavél á framenda bílsins sem aðvarar ökumann eða bregst við og hemlar sé þess þörf til að afstýra aftanákeyrslu sé þess kostur.Verð frá 7.090.00 krGrunngerð Santa Fe, Classic kostar 7.090.000 kr. Dýrasta gerðin, Premium, kostar kr. 9.090.000.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent