Adele skellir á Silvíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2015 00:18 Loksins hefur fengist svar við því hver var á hinni línunni árið 2006. Vísir Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015 Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015
Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01
Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13