Pavel: Get varla hreyft mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 13:00 Pavel Ermolinskij verður frá næstu vikurnar. vísir/þórdís Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu þegar það mætir Njarðvík í stórleik fjórðu umferðar í DHL-höllinni á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.15 þar á eftir verður Dominos-Körfuboltakvöld á dagskránni klukkan 21.30. Pavel meiddist í fjórða leikhluta þegar Íslandsmeistararnir lögðu Hauka á útivelli í síðustu umferð. Hann sótti inn í teiginn en eitthvað gaf sig í kálfanum með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara út af. „Það var sem sagt lítill vöðvi í kálfanum sem fór á mis. Læknarnir hafa ekki fundið rifu enn þá sem er gott en það blæðir inn á vöðvann,“ segir Pavel í samtali við Vísi. „Menn óttuðust að að væri rifa sem er ekki. Væri rifa þyrfti að bíða eftir að hún myndi gróa en nú þarf ég ekkert að bíða eftir því.“ „Í staðinn tek ég þetta bara á tilfinningunni og sé til hvernig mér líður. Það er engin ákveðin dagsetning komin á hvenær ég get snúið aftur. Þetta verða nokkrar vikur, en samkvæmt læknunum er misjafnt hvernig menn koma út úr þessu,“ segir Pavel.Pavel getur ekki spilað á móti Njarðvík annað kvöld.vísir/stefánÖðruvísi fyrir íþróttamenn Landsliðsmaðurinn segir þessi meiðsli geta haldið mönnum frá keppni í nokkra mánuði en hann býst ekki við að vera svo lengi frá. „Sumir taka þetta á örfáum vikum en aðrir eru frá í einhverja mánuði. Ég ætla ekki einu sinni að giska hvað ég verð nákvæmlega lengi frá en þetta verða einhverjar vikur,“ segir hann. „Mín tilfinning er að þetta sé ekki svo slæmt. Þetta er öðruvísi fyrir íþróttamenn eða venjulegt fólk sem er kannski bara í badminton einu sinni í viku. Ég ætti að vera fljótari að ná mér.“ „Þegar ekkert þarf að gróa snýst þetta bara um sársauka. Það er ekkert mál að ráða við sársaukann en ég byrja bara að gera eitthvað um leið og ég treysti mér. Ég get varla hreyft mig núna,“ segir Pavel. Pavel missir af tækifærinu að mæta félaga sínum úr landsliðinu, Hauki Helga Pálssyni, þegar KR tekur á móti Njarðvík á morgun.Haukur Helgi Pálsson er kominn heim.vísir/andri marinóVar í svipuðum sporum og Haukur Helgi Tveir EM-farar; Haukur Pálsson Helgi og Logi Gunnarsson, mæta með Ljónunum úr Njarðvík í DHL-höllina og etja þar kappi við aðra landsliðsmenn; Helga Má Magnússon, Ægi Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson. „Það hefði verið frábært að taka þátt í þessum leik og koma Hauki aðeins niður á jörðina,“ segir Pavel kíminn.Sjá einnig:Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Hann fagnar því að fá þennan frábæra leikmann í deildina og skilur hvers vegna hann er kominn heim. Haukur fékk nefnilega ráðleggingar frá Pavel í aðdraganda heimkomunnar. „Ég talaði nú við hann þegar hann var úti. Ég ætla ekki að segja að ég hafi hvatt hann til að koma heim en ég sagði honum að þetta yrði góð reynsla fyrir hann. Hér getur hann fengið smá „kick start“,“ segir Pavel. „Ég var í svipuðum sporum þegar ég kom heim í KR fyrir fimm árum og þekki þetta alveg. Það er fínt fyrir hann að koma heim núna og vera aðalmaðurinn eins og hann var hjá okkur á EM í sumar,“ segir Pavel Ermolinskij. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu þegar það mætir Njarðvík í stórleik fjórðu umferðar í DHL-höllinni á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.15 þar á eftir verður Dominos-Körfuboltakvöld á dagskránni klukkan 21.30. Pavel meiddist í fjórða leikhluta þegar Íslandsmeistararnir lögðu Hauka á útivelli í síðustu umferð. Hann sótti inn í teiginn en eitthvað gaf sig í kálfanum með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara út af. „Það var sem sagt lítill vöðvi í kálfanum sem fór á mis. Læknarnir hafa ekki fundið rifu enn þá sem er gott en það blæðir inn á vöðvann,“ segir Pavel í samtali við Vísi. „Menn óttuðust að að væri rifa sem er ekki. Væri rifa þyrfti að bíða eftir að hún myndi gróa en nú þarf ég ekkert að bíða eftir því.“ „Í staðinn tek ég þetta bara á tilfinningunni og sé til hvernig mér líður. Það er engin ákveðin dagsetning komin á hvenær ég get snúið aftur. Þetta verða nokkrar vikur, en samkvæmt læknunum er misjafnt hvernig menn koma út úr þessu,“ segir Pavel.Pavel getur ekki spilað á móti Njarðvík annað kvöld.vísir/stefánÖðruvísi fyrir íþróttamenn Landsliðsmaðurinn segir þessi meiðsli geta haldið mönnum frá keppni í nokkra mánuði en hann býst ekki við að vera svo lengi frá. „Sumir taka þetta á örfáum vikum en aðrir eru frá í einhverja mánuði. Ég ætla ekki einu sinni að giska hvað ég verð nákvæmlega lengi frá en þetta verða einhverjar vikur,“ segir hann. „Mín tilfinning er að þetta sé ekki svo slæmt. Þetta er öðruvísi fyrir íþróttamenn eða venjulegt fólk sem er kannski bara í badminton einu sinni í viku. Ég ætti að vera fljótari að ná mér.“ „Þegar ekkert þarf að gróa snýst þetta bara um sársauka. Það er ekkert mál að ráða við sársaukann en ég byrja bara að gera eitthvað um leið og ég treysti mér. Ég get varla hreyft mig núna,“ segir Pavel. Pavel missir af tækifærinu að mæta félaga sínum úr landsliðinu, Hauki Helga Pálssyni, þegar KR tekur á móti Njarðvík á morgun.Haukur Helgi Pálsson er kominn heim.vísir/andri marinóVar í svipuðum sporum og Haukur Helgi Tveir EM-farar; Haukur Pálsson Helgi og Logi Gunnarsson, mæta með Ljónunum úr Njarðvík í DHL-höllina og etja þar kappi við aðra landsliðsmenn; Helga Má Magnússon, Ægi Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson. „Það hefði verið frábært að taka þátt í þessum leik og koma Hauki aðeins niður á jörðina,“ segir Pavel kíminn.Sjá einnig:Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Hann fagnar því að fá þennan frábæra leikmann í deildina og skilur hvers vegna hann er kominn heim. Haukur fékk nefnilega ráðleggingar frá Pavel í aðdraganda heimkomunnar. „Ég talaði nú við hann þegar hann var úti. Ég ætla ekki að segja að ég hafi hvatt hann til að koma heim en ég sagði honum að þetta yrði góð reynsla fyrir hann. Hér getur hann fengið smá „kick start“,“ segir Pavel. „Ég var í svipuðum sporum þegar ég kom heim í KR fyrir fimm árum og þekki þetta alveg. Það er fínt fyrir hann að koma heim núna og vera aðalmaðurinn eins og hann var hjá okkur á EM í sumar,“ segir Pavel Ermolinskij.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00
Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30
Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03