Sala Audi jókst um 7% í september Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 11:01 Mikil sala á nýjum Audi Q7 jeppa hjálpaði til við góða sölu fyrirtækisins í september. Engu máli skipti fyrir sölu Audi bíla að nokkrir bílar fyrirtækisins hafi í nokkur ár verið með svindlhugbúnað frá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Kaupendur virðast kæra sig kollótta um það og kaupa áfram glæsta lúxusbíla Audi. Salan í september jókst um 7% og er söluaukning ársins hjá Audi nú 3,8% og alls hafa selst 1,35 milljón bílar. Í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna á þriðja fjórðungi ársins er söluaukning Audi góð sagði sölustjóri Audi, Luca de Meo, en hann mun brátt taka yfir sem forstjóri Seat, eins af undirmerkjum Volkswagen. Audi mun kynna 15 nýja eða endurbætta bíla fram að miðju næsta ári og það ætti ef eitthvað er enn að auka sölu á Audi bílum. Salan í Kína hjá Audi jókst um 2,9% og hýfði það heildarsöluna þar í landi næstum upp að sömu tölu á árinu og í fyrra, en söluminnkunin er samt 0,3% í Kína. Athygli vekur að salan í Bandaríkjunum jókst um 16% þrátt fyrir að dísilvélasvindlið hafi uppgötvast þar í landi. Salan í Evrópu jókst um 8,8% í september. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent
Engu máli skipti fyrir sölu Audi bíla að nokkrir bílar fyrirtækisins hafi í nokkur ár verið með svindlhugbúnað frá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Kaupendur virðast kæra sig kollótta um það og kaupa áfram glæsta lúxusbíla Audi. Salan í september jókst um 7% og er söluaukning ársins hjá Audi nú 3,8% og alls hafa selst 1,35 milljón bílar. Í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna á þriðja fjórðungi ársins er söluaukning Audi góð sagði sölustjóri Audi, Luca de Meo, en hann mun brátt taka yfir sem forstjóri Seat, eins af undirmerkjum Volkswagen. Audi mun kynna 15 nýja eða endurbætta bíla fram að miðju næsta ári og það ætti ef eitthvað er enn að auka sölu á Audi bílum. Salan í Kína hjá Audi jókst um 2,9% og hýfði það heildarsöluna þar í landi næstum upp að sömu tölu á árinu og í fyrra, en söluminnkunin er samt 0,3% í Kína. Athygli vekur að salan í Bandaríkjunum jókst um 16% þrátt fyrir að dísilvélasvindlið hafi uppgötvast þar í landi. Salan í Evrópu jókst um 8,8% í september.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent