Öryggisnetið á að virka Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. október 2015 08:02 Fram fór umræða um málefni fatlaðra á Alþingi í gær. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti þar athygli á því að frá því sveitarfélög tóku við málaflokknum af ríkinu hefði verkefnið reynst mörgum þeirra þungt í skauti. Raunar svo mjög að hluti byggðasamlaga og sveitarfélaga ræði nú að skila málaflokknum til baka. Vakti hann athygli á því að í úttekt sem unnin var fyrir Byggðasamlag Vestfjarða kæmi fram að almennt virtust flest svæði í landinu glíma við um 10 til 13 prósenta halla í rekstri málaflokksins. „Á Vestfjörðum einum er hallinn um 40 prósent,“ sagði Haraldur. Ánægjulegt var að heyra að meðal þingmanna sem þátt tóku í umræðunni var einhugur um að þjónustu við fatlaða mætti ekki skerða þótt kostnaður við hana hafi aukist, svo sem vegna endurmats á þörfum fólks, aukinnar vitundar um þjónustu sem það á rétt á og upptöku notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA-þjónustu). Togstreita milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun og skipulag má ekki verða til þess að vekja ugg um þjónustubrest hjá þessum hópi fólks. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, minnti réttilega á að til umræðu væri þjónusta sem „fólk ætti rétt á“ og Ingibjörg Þórðardóttir, þingmaður VG, sagði það ekki mega gerast að fatlaðir og fjölskyldur þeirra upplifðu sig sem bagga á sveitarfélögunum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, minnti einnig á að hugmyndin á bak við yfirfærsluna hefði verið að fatlaðir gætu áfram flust milli landsvæða og tilviljun mætti ekki ráða því hvort fjármagn til þjónustu væri til staðar. „Því að við vitum í sjálfu sér aldrei hvar einstaklingar með mikla þjónustuþörf fæðast eða hvert þeir kjósa að flytja,“ áréttaði hann. Ljóst er að við svo búið má ekki standa, enda uppsafnaður halli hjá mörgum sveitarfélögum orðinn verulegur. Því var ágætt að heyra hjá Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, að viðræður stæðu yfir við sveitarfélögin um þjónustuna og að í forupplýsingum um væntanlega skýrslu um endurmat á yfirfærslunni kæmi fram „að fagleg og stjórnsýsluleg markmið yfirfærslunnar hafi í meginatriðum gengið eftir“. Krafan er að ríki og sveitarfélög finni út úr því hvernig reikningshaldi í kringum þetta er best fyrir komið þannig að sá þáttur trufli ekki umræðu um málaflokkinn. Þarna á öryggisnet samfélagsins að virka og fólk að fá þá þjónustu sem það á rétt á. Þá kom örlítið á óvart að í umræðunni stakk enginn upp á því að með aukinni sameiningu sveitarfélaga mætti ef til vill líka finna bolmagn og hagræðingu til þess að mæta þessum verkefnum og öðrum sem þau hafa tekið við af ríkinu, svo sem grunnskólanum. Núna eru sveitarfélögin rúmlega 70 talsins (voru yfir 200 fyrir 25 árum) og misvel í stakk búin til að bæta við sig verkefnum. Meira jafnræði meðal sveitarfélaga fæst með sameiningu þeirra. Líklega þurfa þau ekki að vera fleiri en sýslumannsembættin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fram fór umræða um málefni fatlaðra á Alþingi í gær. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti þar athygli á því að frá því sveitarfélög tóku við málaflokknum af ríkinu hefði verkefnið reynst mörgum þeirra þungt í skauti. Raunar svo mjög að hluti byggðasamlaga og sveitarfélaga ræði nú að skila málaflokknum til baka. Vakti hann athygli á því að í úttekt sem unnin var fyrir Byggðasamlag Vestfjarða kæmi fram að almennt virtust flest svæði í landinu glíma við um 10 til 13 prósenta halla í rekstri málaflokksins. „Á Vestfjörðum einum er hallinn um 40 prósent,“ sagði Haraldur. Ánægjulegt var að heyra að meðal þingmanna sem þátt tóku í umræðunni var einhugur um að þjónustu við fatlaða mætti ekki skerða þótt kostnaður við hana hafi aukist, svo sem vegna endurmats á þörfum fólks, aukinnar vitundar um þjónustu sem það á rétt á og upptöku notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA-þjónustu). Togstreita milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun og skipulag má ekki verða til þess að vekja ugg um þjónustubrest hjá þessum hópi fólks. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, minnti réttilega á að til umræðu væri þjónusta sem „fólk ætti rétt á“ og Ingibjörg Þórðardóttir, þingmaður VG, sagði það ekki mega gerast að fatlaðir og fjölskyldur þeirra upplifðu sig sem bagga á sveitarfélögunum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, minnti einnig á að hugmyndin á bak við yfirfærsluna hefði verið að fatlaðir gætu áfram flust milli landsvæða og tilviljun mætti ekki ráða því hvort fjármagn til þjónustu væri til staðar. „Því að við vitum í sjálfu sér aldrei hvar einstaklingar með mikla þjónustuþörf fæðast eða hvert þeir kjósa að flytja,“ áréttaði hann. Ljóst er að við svo búið má ekki standa, enda uppsafnaður halli hjá mörgum sveitarfélögum orðinn verulegur. Því var ágætt að heyra hjá Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, að viðræður stæðu yfir við sveitarfélögin um þjónustuna og að í forupplýsingum um væntanlega skýrslu um endurmat á yfirfærslunni kæmi fram „að fagleg og stjórnsýsluleg markmið yfirfærslunnar hafi í meginatriðum gengið eftir“. Krafan er að ríki og sveitarfélög finni út úr því hvernig reikningshaldi í kringum þetta er best fyrir komið þannig að sá þáttur trufli ekki umræðu um málaflokkinn. Þarna á öryggisnet samfélagsins að virka og fólk að fá þá þjónustu sem það á rétt á. Þá kom örlítið á óvart að í umræðunni stakk enginn upp á því að með aukinni sameiningu sveitarfélaga mætti ef til vill líka finna bolmagn og hagræðingu til þess að mæta þessum verkefnum og öðrum sem þau hafa tekið við af ríkinu, svo sem grunnskólanum. Núna eru sveitarfélögin rúmlega 70 talsins (voru yfir 200 fyrir 25 árum) og misvel í stakk búin til að bæta við sig verkefnum. Meira jafnræði meðal sveitarfélaga fæst með sameiningu þeirra. Líklega þurfa þau ekki að vera fleiri en sýslumannsembættin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun