Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Ritstjórn skrifar 16. október 2015 18:00 Eva og Cindy Glamour/Eva Þórunn „Hún spurði hvort ég væri í fríi og hvaðan ég væri. Henni fannst greinilega mjög merkilegt að ég væri frá Íslandi og sagði að ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hún hitti,“ segir Eva Þórunn Vignisdóttir sem fékk þann stórskemmtilega heiður að hitta ofurfyrirsætuna Cindy Crawford í gær. Eva er stödd í Los Angeles og labbaði framhjá bókaversluninni Barnes & Noble þegar hún sá fyrir tilviljun að Cindy yrði í versluninni um kvöldið að árita nýútkomna bók sína. „Ég að sjálfsögðu gerði mér aðra ferð þangað, en til þess að hitta hana þá þurfti ég að kaupa bókina og hún áritaði hana fyrir mig.“Cindy CrawfordEva segist ekki hafa verið sérstakur aðdáandi hennar, en alltaf þótt hún mjög flott og glæsileg. „Það kom mér eiginlega bara á óvart hvað hún er enn fallegri í eigin persónu. Hún er 47 ára gömul og stórglæsileg. Mér fannst líka frábært að sjá hvað hún gaf sér góðan tíma til að spjalla við alla og leyfa mydnatökur, ótrúlega almennileg. Cindy er fyrsta þekkta manneskjan sem hún hittir í slíku návígi, en hún er á leið á tónleika með Britney Spears á morgun í Las Vegas. „Þannig að það er aldrei að vita hvað gerist þar,“ segir hún létt. Glamour Fegurð Mest lesið Heimsókn til Söruh Jessicu Parker Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Stórir eyrnalokkar eru mikilvægustu fylgihlutirnir í vetur Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour Regnbogaförðun fyrir Gay Pride Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Emma Stone stutthærð á forsíðu Vogue Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour
„Hún spurði hvort ég væri í fríi og hvaðan ég væri. Henni fannst greinilega mjög merkilegt að ég væri frá Íslandi og sagði að ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hún hitti,“ segir Eva Þórunn Vignisdóttir sem fékk þann stórskemmtilega heiður að hitta ofurfyrirsætuna Cindy Crawford í gær. Eva er stödd í Los Angeles og labbaði framhjá bókaversluninni Barnes & Noble þegar hún sá fyrir tilviljun að Cindy yrði í versluninni um kvöldið að árita nýútkomna bók sína. „Ég að sjálfsögðu gerði mér aðra ferð þangað, en til þess að hitta hana þá þurfti ég að kaupa bókina og hún áritaði hana fyrir mig.“Cindy CrawfordEva segist ekki hafa verið sérstakur aðdáandi hennar, en alltaf þótt hún mjög flott og glæsileg. „Það kom mér eiginlega bara á óvart hvað hún er enn fallegri í eigin persónu. Hún er 47 ára gömul og stórglæsileg. Mér fannst líka frábært að sjá hvað hún gaf sér góðan tíma til að spjalla við alla og leyfa mydnatökur, ótrúlega almennileg. Cindy er fyrsta þekkta manneskjan sem hún hittir í slíku návígi, en hún er á leið á tónleika með Britney Spears á morgun í Las Vegas. „Þannig að það er aldrei að vita hvað gerist þar,“ segir hún létt.
Glamour Fegurð Mest lesið Heimsókn til Söruh Jessicu Parker Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Stórir eyrnalokkar eru mikilvægustu fylgihlutirnir í vetur Glamour Pallíettukjólar á MTV verðlaununum Glamour Regnbogaförðun fyrir Gay Pride Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Emma Stone stutthærð á forsíðu Vogue Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour