BMW 7 á að taka fram S-Class Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2015 14:22 BMW segir að hin nýja 7-lína fyrirtækisins taki um margt fram Mercedes Benz S-Class. BMW mun formlega kynna nýja 7-línu þann 24. október. BMW vill meina að 7-línan verði mun eyðslugrennri, mengi minna og hafi lengri drægni með rafmótorum en samskonar gerð S-Class. BMW 740e Plug-In-Hybrid mengar 49 g/km af CO2 á meðan S-Class Plug-In-Hybrid mengar 65 g/km. S-Class kemst fyrstu 33 km á rafmagni eingöngu en BMW-inn 40 km. BMW 7 á að verða fyrsti bíllinn sem leggur sjálfur í stæði án þess að bílstjóri sé í bílnum. Þá munu handarhreyfingar bílstjóra duga til að stjórna ýmsu í bílnum, svo sem að hækka og lækka í tónlist, svara símtölum ofl. Bíllinn verður með nýja gerð laser-aðalljósa sem lýsa 600 metra fyrir framan bílinn. Í bílnum er þráðlaus nettenging og hlaða má Android farsíma þráðlaus. Eyðsla bílsins hefur minnkað allt að 20%, ekki síst vegna þess að ný kynslóð bílsins er 130 kg léttari þar sem koltrefjar eru nú notaðar að miklu leiti í yfirbyggingu bílsins. Ný kynslóð BMW- 7-línunnar er sú sjötta í röðinni en BMW hefur selt 370.000 eintök af síðustu kynslóð bílsins en ætlar að gera enn betur með þeirri nýju. Mest seldi BMW 67.200 7-línu bíla árið 2011. Það telst þó ekki mikið miðað við þau 100.000 eintök sem Mercedes Benz seldi í fyrra af S-Class bíl sínum. Bílar video Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent
BMW segir að hin nýja 7-lína fyrirtækisins taki um margt fram Mercedes Benz S-Class. BMW mun formlega kynna nýja 7-línu þann 24. október. BMW vill meina að 7-línan verði mun eyðslugrennri, mengi minna og hafi lengri drægni með rafmótorum en samskonar gerð S-Class. BMW 740e Plug-In-Hybrid mengar 49 g/km af CO2 á meðan S-Class Plug-In-Hybrid mengar 65 g/km. S-Class kemst fyrstu 33 km á rafmagni eingöngu en BMW-inn 40 km. BMW 7 á að verða fyrsti bíllinn sem leggur sjálfur í stæði án þess að bílstjóri sé í bílnum. Þá munu handarhreyfingar bílstjóra duga til að stjórna ýmsu í bílnum, svo sem að hækka og lækka í tónlist, svara símtölum ofl. Bíllinn verður með nýja gerð laser-aðalljósa sem lýsa 600 metra fyrir framan bílinn. Í bílnum er þráðlaus nettenging og hlaða má Android farsíma þráðlaus. Eyðsla bílsins hefur minnkað allt að 20%, ekki síst vegna þess að ný kynslóð bílsins er 130 kg léttari þar sem koltrefjar eru nú notaðar að miklu leiti í yfirbyggingu bílsins. Ný kynslóð BMW- 7-línunnar er sú sjötta í röðinni en BMW hefur selt 370.000 eintök af síðustu kynslóð bílsins en ætlar að gera enn betur með þeirri nýju. Mest seldi BMW 67.200 7-línu bíla árið 2011. Það telst þó ekki mikið miðað við þau 100.000 eintök sem Mercedes Benz seldi í fyrra af S-Class bíl sínum.
Bílar video Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent