Minning um mannkyn – dánarorsök: hræsni Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. október 2015 07:00 Saga um hræsni I Málið hófst á brandara. Því lauk með harmleik. „Tim sat á sófanum og byrjaði að gráta,“ sagði Mary Collins, einn fremsti ónæmisfræðingur Breta. „Síðan fór ég að gráta. Við féllumst í faðma.“ Að segja að Tim Hunt sé ekki skemmtikraftur er, í ljósi nýliðinna atburða, vægt til orða tekið. Hann er lífefnafræðingur, nóbelsverðlaunahafi og í hópi virtustu vísindamanna Breta. Þar til í sumar var hann heiðursprófessor við University College London. Í júní var Tim beðinn um að halda stutta tölu á ráðstefnu í Seúl í Suður-Kóreu yfir hádegisverði fyrir konur sem starfa í vísindum og við vísindafjölmiðlun. „Ég var mjög stressaður og dálítið ringlaður þegar ég lét ummælin falla,“ sagði Tim við blaðamann Observer eftir atvikið sem umturnaði lífi hans og batt skyndilegan enda fræðistörf hans. Eiginkona Tims, fyrrnefnd Mary, ítrekaði við blaðamann að hún skildi vel að fólk tæki orðum hans illa. „Þetta voru auðvitað mjög heimskuleg ummæli. En hann er engin karlremba,“ bætti hún við. „Ég er femínisti og ég hefði aldrei púkkað upp á hann ef hann væri karlremba.“ En hvað var það sem olli svo miklu fjaðrafoki? Tim hugðist reyna að slá á létta strengi í Seúl. Orðrétt sagði hann: „Það er spaugilegt að annað eins karlrembusvín og ég sé beðinn um að tala yfir vísindakonum. Vandamál mitt þegar kemur að stelpum er eftirfarandi. Þrennt gerist þegar þær eru í rannsóknarstofunni: maður verður skotinn í þeim, þær verða skotnar í manni og þær fara að gráta þegar maður gagnrýnir þær. Kannski að við ættum að hafa sér rannsóknarstofur fyrir stráka og sér rannsóknarstofur fyrir stelpur?“ Á þessum punkti birti gestur í salnum ummæli Tim um konur sem gráta í rannsóknarstofum á Twitter. En Tim hafði ekki lokið máli sínu. „Að öllu gamni slepptu,“ hélt hann áfram. „Mér þykir mikið til um efnahagsþróunina hér í Kóreu. Vísindakonur áttu stóran þátt í henni. Vísindin þurfa á konum að halda og það er mikilvægt að þær leggi stund á vísindi þrátt fyrir allar hindranirnar í veginum og öll karlrembusvínin á borð við mig.“ Uppi varð fótur og fit. Hafði hinn virti vísindamaður Tim Hunt í alvörunni kallað konur ástsjúkar grenjuskjóður? Internetið logaði. Tim var í flugvél á leiðinni heim til Bretlands þegar yfirmenn University College London færðu eiginkonu hans skilaboð: Tim segir af sér eða hann verður rekinn. Tim Hunt sagði af sér. Þótt samstarfsmenn og nemendur stigu fram honum til varnar, bentu á að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og viðbrögð háskólans væru í kolröngu hlutfalli við afbrotið neitaði háskólinn að endurráða Hunt. Jafnrétti kynjanna skyldi sett á oddinn. En skólinn var meira fyrir að boða fagnaðarerindið en að fara eftir því sjálfur. Í upphafi síðasta mánaðar viðurkenndi hinn jafnréttiselskandi háskóli, University College London, að hann hefði gerst sekur um alvarlega kynjamismunun er konum sem störfuðu við útibú skólans í Qatar væru greiddar langtum lægri húsaleigubætur en karlkyns kollegum þeirra.Saga um hræsni II Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur löngum verið þekktur fyrir kankvíst bros og krossferðir gegn óhollustu. Nú hefur Jamie skorið upp herör gegn sykri. Nýlega var sýnd í bresku sjónvarpi heimildarmynd eftir Jamie þar sem fjallað var um skaðsemi sykurneyslu á heilsuna. Kom þar fram að einn tíundi af fjármagni breska heilbrigðiskerfisins færi í að meðhöndla sjúklinga vegna sykursýki sem oft mætti rekja til sykurneyslu og leiddi stundum til þess að aflima þyrfti sjúklinga. Hvatti Jamie til að settur yrði á sykurskattur og að matvælaframleiðendur og veitingastaðir greindu skýrt frá innihaldi matvæla sinna. Í ljós kom að vilji Jamie til breytinga var meiri í orði en á borði. Á matseðlum veitingastaða hans sem sýndu næringargildi rétta kom ekki fram hvert sykurinnihaldið var.Saga um hræsni III Í eitt andartak vorum við Íslendingar heitasta landið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór um síðustu helgi. Eða vorum við kannski svalasta landið? Hvort heldur sem var entist ástandið ekki lengi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ferðaðist til New York til að greina heiminum frá róttækum aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í ræðu sinni sagði hann að Ísland hefði „nýlega heitið því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030“. Það sem fundargestir sáu hins vegar ekki var að hann var með lygamerki á tánum.Saga um hræsni IV Þjóðkirkjan, hin ríkisrekna stofnun alltumlykjandi kærleika, vinnur nú að nýrri samheitaorðabók sem hér má sjá brot úr: „Samviska=fordómar, frelsi=mismunun, kærleikur=aðeins fyrir útvalda.“ Einnig hyggst kirkjan opna sjoppu sem afgreiðir ekki svertingja og bakarí bannað konum.Köttur úti í mýri Enginn þarf að verða hissa þegar hræsnin verður mannkyninu að falli og það ferst ósynt án útlima í stórflóði af eigin völdum með góðar fyrirætlanir í höfðinu, lygamerki á tánum – ef einhverjar eru – og með hjartað svo fullt af kristnum kærleik að enginn hjálpar neinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun
Saga um hræsni I Málið hófst á brandara. Því lauk með harmleik. „Tim sat á sófanum og byrjaði að gráta,“ sagði Mary Collins, einn fremsti ónæmisfræðingur Breta. „Síðan fór ég að gráta. Við féllumst í faðma.“ Að segja að Tim Hunt sé ekki skemmtikraftur er, í ljósi nýliðinna atburða, vægt til orða tekið. Hann er lífefnafræðingur, nóbelsverðlaunahafi og í hópi virtustu vísindamanna Breta. Þar til í sumar var hann heiðursprófessor við University College London. Í júní var Tim beðinn um að halda stutta tölu á ráðstefnu í Seúl í Suður-Kóreu yfir hádegisverði fyrir konur sem starfa í vísindum og við vísindafjölmiðlun. „Ég var mjög stressaður og dálítið ringlaður þegar ég lét ummælin falla,“ sagði Tim við blaðamann Observer eftir atvikið sem umturnaði lífi hans og batt skyndilegan enda fræðistörf hans. Eiginkona Tims, fyrrnefnd Mary, ítrekaði við blaðamann að hún skildi vel að fólk tæki orðum hans illa. „Þetta voru auðvitað mjög heimskuleg ummæli. En hann er engin karlremba,“ bætti hún við. „Ég er femínisti og ég hefði aldrei púkkað upp á hann ef hann væri karlremba.“ En hvað var það sem olli svo miklu fjaðrafoki? Tim hugðist reyna að slá á létta strengi í Seúl. Orðrétt sagði hann: „Það er spaugilegt að annað eins karlrembusvín og ég sé beðinn um að tala yfir vísindakonum. Vandamál mitt þegar kemur að stelpum er eftirfarandi. Þrennt gerist þegar þær eru í rannsóknarstofunni: maður verður skotinn í þeim, þær verða skotnar í manni og þær fara að gráta þegar maður gagnrýnir þær. Kannski að við ættum að hafa sér rannsóknarstofur fyrir stráka og sér rannsóknarstofur fyrir stelpur?“ Á þessum punkti birti gestur í salnum ummæli Tim um konur sem gráta í rannsóknarstofum á Twitter. En Tim hafði ekki lokið máli sínu. „Að öllu gamni slepptu,“ hélt hann áfram. „Mér þykir mikið til um efnahagsþróunina hér í Kóreu. Vísindakonur áttu stóran þátt í henni. Vísindin þurfa á konum að halda og það er mikilvægt að þær leggi stund á vísindi þrátt fyrir allar hindranirnar í veginum og öll karlrembusvínin á borð við mig.“ Uppi varð fótur og fit. Hafði hinn virti vísindamaður Tim Hunt í alvörunni kallað konur ástsjúkar grenjuskjóður? Internetið logaði. Tim var í flugvél á leiðinni heim til Bretlands þegar yfirmenn University College London færðu eiginkonu hans skilaboð: Tim segir af sér eða hann verður rekinn. Tim Hunt sagði af sér. Þótt samstarfsmenn og nemendur stigu fram honum til varnar, bentu á að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og viðbrögð háskólans væru í kolröngu hlutfalli við afbrotið neitaði háskólinn að endurráða Hunt. Jafnrétti kynjanna skyldi sett á oddinn. En skólinn var meira fyrir að boða fagnaðarerindið en að fara eftir því sjálfur. Í upphafi síðasta mánaðar viðurkenndi hinn jafnréttiselskandi háskóli, University College London, að hann hefði gerst sekur um alvarlega kynjamismunun er konum sem störfuðu við útibú skólans í Qatar væru greiddar langtum lægri húsaleigubætur en karlkyns kollegum þeirra.Saga um hræsni II Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur löngum verið þekktur fyrir kankvíst bros og krossferðir gegn óhollustu. Nú hefur Jamie skorið upp herör gegn sykri. Nýlega var sýnd í bresku sjónvarpi heimildarmynd eftir Jamie þar sem fjallað var um skaðsemi sykurneyslu á heilsuna. Kom þar fram að einn tíundi af fjármagni breska heilbrigðiskerfisins færi í að meðhöndla sjúklinga vegna sykursýki sem oft mætti rekja til sykurneyslu og leiddi stundum til þess að aflima þyrfti sjúklinga. Hvatti Jamie til að settur yrði á sykurskattur og að matvælaframleiðendur og veitingastaðir greindu skýrt frá innihaldi matvæla sinna. Í ljós kom að vilji Jamie til breytinga var meiri í orði en á borði. Á matseðlum veitingastaða hans sem sýndu næringargildi rétta kom ekki fram hvert sykurinnihaldið var.Saga um hræsni III Í eitt andartak vorum við Íslendingar heitasta landið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór um síðustu helgi. Eða vorum við kannski svalasta landið? Hvort heldur sem var entist ástandið ekki lengi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ferðaðist til New York til að greina heiminum frá róttækum aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í ræðu sinni sagði hann að Ísland hefði „nýlega heitið því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030“. Það sem fundargestir sáu hins vegar ekki var að hann var með lygamerki á tánum.Saga um hræsni IV Þjóðkirkjan, hin ríkisrekna stofnun alltumlykjandi kærleika, vinnur nú að nýrri samheitaorðabók sem hér má sjá brot úr: „Samviska=fordómar, frelsi=mismunun, kærleikur=aðeins fyrir útvalda.“ Einnig hyggst kirkjan opna sjoppu sem afgreiðir ekki svertingja og bakarí bannað konum.Köttur úti í mýri Enginn þarf að verða hissa þegar hræsnin verður mannkyninu að falli og það ferst ósynt án útlima í stórflóði af eigin völdum með góðar fyrirætlanir í höfðinu, lygamerki á tánum – ef einhverjar eru – og með hjartað svo fullt af kristnum kærleik að enginn hjálpar neinum.