Hljómsveitin Simply Red treður upp í annað sinn í Laugardalshöll Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. október 2015 07:00 Mick Hucknall söngvari Simply Red hefur engu gleymt og mun væntanlega bregða fyrir sig betri fætinum á tónleikunum. Vísir/Getty Breska sálar- og popphljómsveitin Simply Red sækir Ísland heim í annað sinn þann 31. maí næstkomandi og spilar á tónleikum í Laugardalshöll. Sveitin spilaði hér á landi þann 16. júní árið 1986 ásamt hljómsveitinni Lloyd Cole & the Commotions á fyrra kvöldi Listapopps á Listahátíð en seinna kvöldið tróðu hljómsveitirnar Madness og Fine Young Cannibals upp. „Ég sá þá fyrir 30 árum í Laugardalshöll, þá voru þeir rétt að byrja feril sinn og það er gaman að geta séð þá þrjátíu árum síðar á sama stað eftir allar þessar plötur og smelli sem þeir hafa gefið út,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, sem flytur sveitina inn til landsins, glaður í bragði. „Þeir eru á stórum þrjátíu ára afmælistúr núna sem heitir Big Love. Hann hefst í Evrópu núna síðar í október og sveitin spilar meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Danmörku og það er allt meira og minna uppselt. Sveitin á dyggan aðdáendahóp og flott lög sem allir þekkja,“ segir Guðbjartur og bætir við: „Sem dæmi spilar sveitin í O2-höllinni í London í desember þrjú kvöld í röð og það er allt orðið uppselt þar þannig að það eru 60.000 manns að fara að sjá hana þar.“ Árið 2010 fór hljómsveitin í pásu en ákvað að fagna þrjátíu ára afmæli sínu með stæl og halda í tónleikaferð. Guðbjartur segir sitt uppáhaldslag með hljómsveitinni vera Holding Back the Years sem finna má á fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Picture Book, sem kom út árið 1985. Lagið náði fyrsta sæti á Billbord Hot 100 listanum og varð númer tvö á UK Singles Chart sama ár og er annað lag sveitarinnar sem náði sæti númer eitt í Bandaríkjunum en lagið samdi söngvari og aðalsprauta sveitarinnar, Mick Hucknall, þegar hann var sautján ára gamall. Hljómsveitin var upphaflega nefnd Red sem vísun í gælunafn söngvarans en hann skartaði áberandi rauðum lokkum en nafninu var breytt í Simply Red þegar hljómsveitin spilaði á tónleikastað í upphafi ferilsins og umboðsmaður staðarins átti í erfiðleikum með að ná utan um nafn sveitarinnar. Þá svaraði Hucknall að nafnið væri „Red, simply Red“. Einhvers misskilnings varð vart og var nafnið Simply Red prentað á auglýsingaplaköt fyrir tónleikana og festist í kjölfarið við sveitina. Hljómsveitin hefur á starfsævi sinni gefið út ellefu breiðskífur og selt yfir fimmtíu milljónir eintaka af plötum en meðal helstu smella hennar er til að mynda ábreiða af laginu If You Don't Know Me by Now. Mannaskipan hljómsveitarinnar hefur breyst talsvert á síðustu þrjátíu árum en forsprakki og söngvari sveitarinnar er eini upphaflegi meðlimur hennar. Auk söngvarans verður átta manna hljómsveit á sviðinu og meðal þeirra er hljómborðsleikarinn Ian Kirkham sem spilað hefur með sveitinni síðan árið 1986. Aðspurður segist Guðbjartur sjálfur þrælspenntur fyrir tónleikunum og lofar að sveitin taki alla sína helstu smelli og fleiri til á tónleikunum en miðasala hefst klukkan 10.00 þann 13. október á midi.is. Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Breska sálar- og popphljómsveitin Simply Red sækir Ísland heim í annað sinn þann 31. maí næstkomandi og spilar á tónleikum í Laugardalshöll. Sveitin spilaði hér á landi þann 16. júní árið 1986 ásamt hljómsveitinni Lloyd Cole & the Commotions á fyrra kvöldi Listapopps á Listahátíð en seinna kvöldið tróðu hljómsveitirnar Madness og Fine Young Cannibals upp. „Ég sá þá fyrir 30 árum í Laugardalshöll, þá voru þeir rétt að byrja feril sinn og það er gaman að geta séð þá þrjátíu árum síðar á sama stað eftir allar þessar plötur og smelli sem þeir hafa gefið út,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, sem flytur sveitina inn til landsins, glaður í bragði. „Þeir eru á stórum þrjátíu ára afmælistúr núna sem heitir Big Love. Hann hefst í Evrópu núna síðar í október og sveitin spilar meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Danmörku og það er allt meira og minna uppselt. Sveitin á dyggan aðdáendahóp og flott lög sem allir þekkja,“ segir Guðbjartur og bætir við: „Sem dæmi spilar sveitin í O2-höllinni í London í desember þrjú kvöld í röð og það er allt orðið uppselt þar þannig að það eru 60.000 manns að fara að sjá hana þar.“ Árið 2010 fór hljómsveitin í pásu en ákvað að fagna þrjátíu ára afmæli sínu með stæl og halda í tónleikaferð. Guðbjartur segir sitt uppáhaldslag með hljómsveitinni vera Holding Back the Years sem finna má á fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Picture Book, sem kom út árið 1985. Lagið náði fyrsta sæti á Billbord Hot 100 listanum og varð númer tvö á UK Singles Chart sama ár og er annað lag sveitarinnar sem náði sæti númer eitt í Bandaríkjunum en lagið samdi söngvari og aðalsprauta sveitarinnar, Mick Hucknall, þegar hann var sautján ára gamall. Hljómsveitin var upphaflega nefnd Red sem vísun í gælunafn söngvarans en hann skartaði áberandi rauðum lokkum en nafninu var breytt í Simply Red þegar hljómsveitin spilaði á tónleikastað í upphafi ferilsins og umboðsmaður staðarins átti í erfiðleikum með að ná utan um nafn sveitarinnar. Þá svaraði Hucknall að nafnið væri „Red, simply Red“. Einhvers misskilnings varð vart og var nafnið Simply Red prentað á auglýsingaplaköt fyrir tónleikana og festist í kjölfarið við sveitina. Hljómsveitin hefur á starfsævi sinni gefið út ellefu breiðskífur og selt yfir fimmtíu milljónir eintaka af plötum en meðal helstu smella hennar er til að mynda ábreiða af laginu If You Don't Know Me by Now. Mannaskipan hljómsveitarinnar hefur breyst talsvert á síðustu þrjátíu árum en forsprakki og söngvari sveitarinnar er eini upphaflegi meðlimur hennar. Auk söngvarans verður átta manna hljómsveit á sviðinu og meðal þeirra er hljómborðsleikarinn Ian Kirkham sem spilað hefur með sveitinni síðan árið 1986. Aðspurður segist Guðbjartur sjálfur þrælspenntur fyrir tónleikunum og lofar að sveitin taki alla sína helstu smelli og fleiri til á tónleikunum en miðasala hefst klukkan 10.00 þann 13. október á midi.is.
Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira