Volkswagen svift Green Car of The Year Awards Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2015 10:45 VW Jetta við krýninguna árið 2009. Þeim hjá bílatímaritinu Green Car Journal var ekki beint skemmt með fréttunum af dísilvélasvindli Volkswagen og hefur tilkynnt að Volkswagen hafi verið svift þeim verðlaunum sem það hafði veitt þeim fyrir lítið mengandi og eyðslugranna bíla sína. Það voru Volkswagen Jetta TDI árið 2009 og Audi A3 TDI árið 2010 sem fengu þessi verðlaun, en nú hefur Volkswagen verið svift þeim. Þetta er í fyrsta skipti sem Green Car Journal hefur svipt bílaframleiðanda áður veittum verðlaunum. Ritstjóri þess sagði að þessi svipting ætti samt ekki að varpa rýrð á aðra þá sem framleitt hafa eyðslugranna og lítt mengandi dísilbíla og verið verðlaunaðir fyrir þá, en það væri bara ekki stætt á því að láta Volkswagen halda þessum titlum í ljósi þess svindls sem bjó að baki. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent
Þeim hjá bílatímaritinu Green Car Journal var ekki beint skemmt með fréttunum af dísilvélasvindli Volkswagen og hefur tilkynnt að Volkswagen hafi verið svift þeim verðlaunum sem það hafði veitt þeim fyrir lítið mengandi og eyðslugranna bíla sína. Það voru Volkswagen Jetta TDI árið 2009 og Audi A3 TDI árið 2010 sem fengu þessi verðlaun, en nú hefur Volkswagen verið svift þeim. Þetta er í fyrsta skipti sem Green Car Journal hefur svipt bílaframleiðanda áður veittum verðlaunum. Ritstjóri þess sagði að þessi svipting ætti samt ekki að varpa rýrð á aðra þá sem framleitt hafa eyðslugranna og lítt mengandi dísilbíla og verið verðlaunaðir fyrir þá, en það væri bara ekki stætt á því að láta Volkswagen halda þessum titlum í ljósi þess svindls sem bjó að baki.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent