Túnin víða svört af gæs Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2015 14:54 Þrátt fyrir að gæsaveiðitímabilið hafi hafist 20. ágúst eru margar skyttur sem bíða með að skjóta þangað til í byrjun október. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að gera það, t.d. er fuglinn orðinn mun feitari og stærri heldur en hann er í lok ágúst og flestum finnst það eki verra þegar það er verið að skjóta hátíðarmatinn. Tímabilið hefur farið vel af stað og þær skyttur sem við höfum haft spurnir af gera haustinu ágæt skil með þokkalegum aflabrögðum en menn hefðu þó kosið betri skilyrði í september þegar heiðagæsaveiðin stóð sem hæst. Nú er grágæs uppistaða aflans og er hún að hópast í tún og akra þessa dagana. Svo mikið er á sumum ökrum og túnum að gæsabreiðurnar eru taldar í þúsundum fugla. Bændur eru lítið hrifnir af því þegar gæsin mætir í svona hópum á túnin því hún getur farið afskaplega illa með þau og skyttur því auðfúsugestir víðast hvar. Það er þó nokkur vandi að komast að á bestu svæðunum þar sem bestu túnin og bestu akrarnir eru yfirleitt í útleigu en það er þó víða þar sem leigutakarnir selja staka daga á þessi svæði. Algengt verð pr. byssu er 25.000-45.000 eftir því hvaða þjónusta er í boði en víða er hægt að fá gistingu, gervigæsir og leiðsögn á 45.000-55.000 og það er kostnaður sem margir eru alveg til í að greiða til að komast að á þessum stykkjum. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði
Þrátt fyrir að gæsaveiðitímabilið hafi hafist 20. ágúst eru margar skyttur sem bíða með að skjóta þangað til í byrjun október. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að gera það, t.d. er fuglinn orðinn mun feitari og stærri heldur en hann er í lok ágúst og flestum finnst það eki verra þegar það er verið að skjóta hátíðarmatinn. Tímabilið hefur farið vel af stað og þær skyttur sem við höfum haft spurnir af gera haustinu ágæt skil með þokkalegum aflabrögðum en menn hefðu þó kosið betri skilyrði í september þegar heiðagæsaveiðin stóð sem hæst. Nú er grágæs uppistaða aflans og er hún að hópast í tún og akra þessa dagana. Svo mikið er á sumum ökrum og túnum að gæsabreiðurnar eru taldar í þúsundum fugla. Bændur eru lítið hrifnir af því þegar gæsin mætir í svona hópum á túnin því hún getur farið afskaplega illa með þau og skyttur því auðfúsugestir víðast hvar. Það er þó nokkur vandi að komast að á bestu svæðunum þar sem bestu túnin og bestu akrarnir eru yfirleitt í útleigu en það er þó víða þar sem leigutakarnir selja staka daga á þessi svæði. Algengt verð pr. byssu er 25.000-45.000 eftir því hvaða þjónusta er í boði en víða er hægt að fá gistingu, gervigæsir og leiðsögn á 45.000-55.000 og það er kostnaður sem margir eru alveg til í að greiða til að komast að á þessum stykkjum.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði