Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Magnús Guðmundsson skrifar 8. október 2015 10:30 Alma Ómarsdóttir sýnir í kvöld í Bíó Paradís heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Alma segir að henni hafi á sínum tíma verið brugðið við þá uppgötvun hvernig brotið var á mannréttindum ungra kvenna á stríðsárunum á Íslandi. Fréttablaðið/Pjetur Skömmu eftir hernámið í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. Stúlkur sem höfðu samneyti við setuliðið voru fordæmdar í dagblöðum og ráðamenn þjóðarinnar töluðu um að lauslæti og skækjulifnaður ógnaði íslensku þjóðerni og þjóðarsóma. Alma Ómarsdóttir skrifaði mastersritgerð sína í blaða- og fréttamennsku við HÍ og í framhaldinu ákvað hún að vinna að heimildarmynd um efnið. „Ég gerði mastersritgerðina mína um fjölmiðlaumfjöllun um ástandið. En svo flaug mér í hug að gera líka heimildarmynd um þetta efni svo ég fékk aðgang að skjölum, sem eru lokuð almenningi, en einungis fræðimenn fá aðgang að. Sem mastersnemi þá fékk ég að skoða þessi gögn sem eru flokkuð sem viðkvæm persónuleg gögn enda er að finna þarna yfirheyrslur yfir ungum stúlkum og konum þar sem þær eru að lýsa kynferðislegu ofbeldi og ýmiss konar misnotkun eða jafnvel bara persónulegum samskiptum. Þar af leiðandi eru þessi gögn lokuð almenningi. Þetta var mjög stór pakki af gögnum svo þetta tók ansi langan tíma enda um mörg hundruð kvenna í þessum gögnum.Kleppjárnsreykir. Hér voru stúlkur vistaðar fyrir þær sakir að hafa átt vingott við hermenn setuliðsins.Opinberar ofsóknir Þegar farið er að skoða þessa sögu þá koma í ljós alveg gríðarleg mannréttindabrot á þessum ungu konum og Alma segir að það sé sláandi hversu langt hafi verið gengið á persónufrelsi þeirra. „Þær eru teknar frá fjölskyldum sínum, vistaðar fjarri heimahögum, sendar í greindarpróf, læknisskoðanir og yfirheyrslur og allt var þetta mjög niðurlægjandi ferli. Þær áttu þess aldrei nokkurn kost að bera hönd fyrir höfuð sér. Ef þetta voru ungar stúlkur voru ekki einu sinni foreldrarnir látnir vita af því að það væri búið að taka börnin þeirra til yfirheyrslu. Þær höfðu engan verjanda eða talsmann – það var enginn til staðar fyrir þeirra hönd þannig að þessar ofsóknir fóru fram án þess að nokkuð væri að gert.“ Þessar ofsóknir kalla á spurningar varðandi það hver eða hverjir hafi staðið á bak við það að lögreglan fór fram gegn borgurunum með þessum hætti en eins og Alma bendir á þá er fólgin ákveðin kaldhæðni í því hver gekk harðast fram. „Það var fyrsta lögreglukonan á Íslandi, Jóhanna Knudsen, og það er sorglegt að fyrsta konan sem gegndi þessu starfi skyldi hafa beitt sér með svo grófum hætti gegn konum. En hún var náttúrulega ekkert ein í þessu því skipunin kom að ofan frá dómsmálaráðherra sem var þá einnig forsætisráðherra, Hermanni Jónassyni. Hann fór fram á að Jóhanna legðist í rannsóknir á því hvernig þessum málum væri háttað og þar virðist hún fá alveg frítt spil til þess að njósna um fólk og hún njósnaði um mörg hundruð konur. Lögreglan styður hana í því ferli öllu svo hún hafði afar sterkt bakland í þessum aðgerðum enda áhrifamenn í þjóðfélaginu sem stóðu á bak við þetta.“Enginn beðist afsökunar Það er athyglisvert sem Alma bendir á sem er að það hefur aldrei nokkur maður þurft að svara fyrir þessar ofsóknir á þessum tíma. „Það hefur aldrei verið svarað fyrir þetta. Það hefur aldrei neinn beðist afsökunar á þessu framferði yfirvalda eða lögreglunnar. Það hefur heldur aldrei neinn verið látinn svara fyrir þetta enda hefur þetta legið í þagnargildi og hefur aðeins verið að koma upp á yfirborðið á allra síðustu árum. Málið er að þetta fylgdi þessum konum og gerir jafnvel enn. Maður finnur það mjög sterklega að þetta hvílir mjög þungt á fjölskyldum þessara kvenna og svo þeim sjálfum auðvitað. Og það er mjög erfitt að fá fólk til þess að opna sig og tala um þessa tíma.“Nemendur við Kvikmyndaskóla Íslands aðstoðuðu Ölmu á eigin vegum við gerð myndarinnar.Alma segir að vissulega gæti það breytt miklu ef það kæmi opinber afsökunarbeiðni til þeirra sem urðu fyrir þessum ofsóknum og mannréttindabrotum. „Já, ég hef upplifað það frá ættingjum þeirra sem ég hef talað við og held að slíkt gæti verið mjög hreinsandi fyrir þessar konur. Þó svo að þær hafi átt í samskiptum við hermenn þá getur það varla talist glæpsamlegt en það var gert að glæp. Það er það sem var svo rangt við þetta. Yfirvöld breyttu barnaverndarlögum þannig að sjálfræðisaldurinn var færður til tvítugs og síðan átján ára til þess að geta tekið á þessum stúlkum. En vandinn var fyrst og fremst hvernig þeir notuðu lögin. Þeir notuðu lögin til þess að taka á stúlkunum sem sakamönnum. Þar sem þetta voru barnaverndarlög skyldi maður kannski ætla að þau hafi verið sett til þess að vernda börnin en ekki til þess að meðhöndla stúlkur og ungar konur sem sakamenn. Þær voru yfirheyrðar án forráðamanna, jafnvel fangelsaðar í hegningarhúsinu og síðan vistaðar uppi í sveit.“Erfitt efni Það er ekki hlaupið að því að gera heimildarkvikmynd um atburði sem hafa legið í svo miklu þagnargildi innan samfélagsins svo lengi. Alma þurfti því að leita sinna leiða til þess að vera með myndefni undir þeim sögum sem sagðar eru í myndinni. „Ég gat ekki haft gamalt almennt myndefni undir svona persónulegum sögum eins og ég er að lýsa í myndinni. Að auki er ekkert myndefni til sem varðar í raun þessa atburði. Þannig að ég fór þá leið að sviðsetja og naut þar fólks frá Kvikmyndaskóla Íslands sem hjálpaði mér mikið. En svo nota ég líka myndir af þessum skjölum sem eru svo upplýsandi því orðfærið í skjölunum segir svo mikið um það hvernig var litið niður á þessar stúlkur. Í opinberum skjölum eru þær kallaðar lauslætisdrósir og það er talað um hæli fyrir lauslátar stúlkur og þannig nota ég skjölin til þess að sýna það svart á hvítu hvernig þær voru niðurlægðar. Margar þessara kvenna giftust seinna hermönnum og komu aldrei aftur til Íslands en aðrar urðu eftir hér heima og ég segi sögu einnar þeirra sem varð eftir hér. Þetta sat í henni alla tíð að hafa verið sakamaður fyrir það að verða skotin í strák. Því þegar maður skoðar gögnin frá þessum tíma þá sér maður að þetta snerist bara um það hvort þú varst með hermanni. Ef þú varst fimmtán ára stelpa sem var að hitta íslenskan strák þá fékkstu frið en fimmtán ára stelpa sem var að hitta hermann var tekin úr umferð.“Alma var í viðtali hjá Íslandi í dag í gær þar sem hún ræddi ferlið á bakvið myndina Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Skömmu eftir hernámið í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. Stúlkur sem höfðu samneyti við setuliðið voru fordæmdar í dagblöðum og ráðamenn þjóðarinnar töluðu um að lauslæti og skækjulifnaður ógnaði íslensku þjóðerni og þjóðarsóma. Alma Ómarsdóttir skrifaði mastersritgerð sína í blaða- og fréttamennsku við HÍ og í framhaldinu ákvað hún að vinna að heimildarmynd um efnið. „Ég gerði mastersritgerðina mína um fjölmiðlaumfjöllun um ástandið. En svo flaug mér í hug að gera líka heimildarmynd um þetta efni svo ég fékk aðgang að skjölum, sem eru lokuð almenningi, en einungis fræðimenn fá aðgang að. Sem mastersnemi þá fékk ég að skoða þessi gögn sem eru flokkuð sem viðkvæm persónuleg gögn enda er að finna þarna yfirheyrslur yfir ungum stúlkum og konum þar sem þær eru að lýsa kynferðislegu ofbeldi og ýmiss konar misnotkun eða jafnvel bara persónulegum samskiptum. Þar af leiðandi eru þessi gögn lokuð almenningi. Þetta var mjög stór pakki af gögnum svo þetta tók ansi langan tíma enda um mörg hundruð kvenna í þessum gögnum.Kleppjárnsreykir. Hér voru stúlkur vistaðar fyrir þær sakir að hafa átt vingott við hermenn setuliðsins.Opinberar ofsóknir Þegar farið er að skoða þessa sögu þá koma í ljós alveg gríðarleg mannréttindabrot á þessum ungu konum og Alma segir að það sé sláandi hversu langt hafi verið gengið á persónufrelsi þeirra. „Þær eru teknar frá fjölskyldum sínum, vistaðar fjarri heimahögum, sendar í greindarpróf, læknisskoðanir og yfirheyrslur og allt var þetta mjög niðurlægjandi ferli. Þær áttu þess aldrei nokkurn kost að bera hönd fyrir höfuð sér. Ef þetta voru ungar stúlkur voru ekki einu sinni foreldrarnir látnir vita af því að það væri búið að taka börnin þeirra til yfirheyrslu. Þær höfðu engan verjanda eða talsmann – það var enginn til staðar fyrir þeirra hönd þannig að þessar ofsóknir fóru fram án þess að nokkuð væri að gert.“ Þessar ofsóknir kalla á spurningar varðandi það hver eða hverjir hafi staðið á bak við það að lögreglan fór fram gegn borgurunum með þessum hætti en eins og Alma bendir á þá er fólgin ákveðin kaldhæðni í því hver gekk harðast fram. „Það var fyrsta lögreglukonan á Íslandi, Jóhanna Knudsen, og það er sorglegt að fyrsta konan sem gegndi þessu starfi skyldi hafa beitt sér með svo grófum hætti gegn konum. En hún var náttúrulega ekkert ein í þessu því skipunin kom að ofan frá dómsmálaráðherra sem var þá einnig forsætisráðherra, Hermanni Jónassyni. Hann fór fram á að Jóhanna legðist í rannsóknir á því hvernig þessum málum væri háttað og þar virðist hún fá alveg frítt spil til þess að njósna um fólk og hún njósnaði um mörg hundruð konur. Lögreglan styður hana í því ferli öllu svo hún hafði afar sterkt bakland í þessum aðgerðum enda áhrifamenn í þjóðfélaginu sem stóðu á bak við þetta.“Enginn beðist afsökunar Það er athyglisvert sem Alma bendir á sem er að það hefur aldrei nokkur maður þurft að svara fyrir þessar ofsóknir á þessum tíma. „Það hefur aldrei verið svarað fyrir þetta. Það hefur aldrei neinn beðist afsökunar á þessu framferði yfirvalda eða lögreglunnar. Það hefur heldur aldrei neinn verið látinn svara fyrir þetta enda hefur þetta legið í þagnargildi og hefur aðeins verið að koma upp á yfirborðið á allra síðustu árum. Málið er að þetta fylgdi þessum konum og gerir jafnvel enn. Maður finnur það mjög sterklega að þetta hvílir mjög þungt á fjölskyldum þessara kvenna og svo þeim sjálfum auðvitað. Og það er mjög erfitt að fá fólk til þess að opna sig og tala um þessa tíma.“Nemendur við Kvikmyndaskóla Íslands aðstoðuðu Ölmu á eigin vegum við gerð myndarinnar.Alma segir að vissulega gæti það breytt miklu ef það kæmi opinber afsökunarbeiðni til þeirra sem urðu fyrir þessum ofsóknum og mannréttindabrotum. „Já, ég hef upplifað það frá ættingjum þeirra sem ég hef talað við og held að slíkt gæti verið mjög hreinsandi fyrir þessar konur. Þó svo að þær hafi átt í samskiptum við hermenn þá getur það varla talist glæpsamlegt en það var gert að glæp. Það er það sem var svo rangt við þetta. Yfirvöld breyttu barnaverndarlögum þannig að sjálfræðisaldurinn var færður til tvítugs og síðan átján ára til þess að geta tekið á þessum stúlkum. En vandinn var fyrst og fremst hvernig þeir notuðu lögin. Þeir notuðu lögin til þess að taka á stúlkunum sem sakamönnum. Þar sem þetta voru barnaverndarlög skyldi maður kannski ætla að þau hafi verið sett til þess að vernda börnin en ekki til þess að meðhöndla stúlkur og ungar konur sem sakamenn. Þær voru yfirheyrðar án forráðamanna, jafnvel fangelsaðar í hegningarhúsinu og síðan vistaðar uppi í sveit.“Erfitt efni Það er ekki hlaupið að því að gera heimildarkvikmynd um atburði sem hafa legið í svo miklu þagnargildi innan samfélagsins svo lengi. Alma þurfti því að leita sinna leiða til þess að vera með myndefni undir þeim sögum sem sagðar eru í myndinni. „Ég gat ekki haft gamalt almennt myndefni undir svona persónulegum sögum eins og ég er að lýsa í myndinni. Að auki er ekkert myndefni til sem varðar í raun þessa atburði. Þannig að ég fór þá leið að sviðsetja og naut þar fólks frá Kvikmyndaskóla Íslands sem hjálpaði mér mikið. En svo nota ég líka myndir af þessum skjölum sem eru svo upplýsandi því orðfærið í skjölunum segir svo mikið um það hvernig var litið niður á þessar stúlkur. Í opinberum skjölum eru þær kallaðar lauslætisdrósir og það er talað um hæli fyrir lauslátar stúlkur og þannig nota ég skjölin til þess að sýna það svart á hvítu hvernig þær voru niðurlægðar. Margar þessara kvenna giftust seinna hermönnum og komu aldrei aftur til Íslands en aðrar urðu eftir hér heima og ég segi sögu einnar þeirra sem varð eftir hér. Þetta sat í henni alla tíð að hafa verið sakamaður fyrir það að verða skotin í strák. Því þegar maður skoðar gögnin frá þessum tíma þá sér maður að þetta snerist bara um það hvort þú varst með hermanni. Ef þú varst fimmtán ára stelpa sem var að hitta íslenskan strák þá fékkstu frið en fimmtán ára stelpa sem var að hitta hermann var tekin úr umferð.“Alma var í viðtali hjá Íslandi í dag í gær þar sem hún ræddi ferlið á bakvið myndina
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira