Lærdómur af hneykslismáli Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. september 2015 07:00 Gera má ráð fyrir að enn eigi eftir að vinda upp á sig hneykslið sem tilraunir Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda heims, til að svindla á útblástursprófunum hafa valdið. Nú er orðið ljóst að tæpar ellefu milljónir bifreiða frá framleiðandanum og dótturfyrirtækjum hans eru búnar hugbúnaði sem blekkir mælitæki sem notuð eru við mælingar á útblæstri. Undir eru fólksbílar og sendibílar Volkswagen, auk bíla frá Audi, Skoda og Seat, sem nota allir sömu vélina. Þá eru uppi grunsemdir um að fleiri bílaframleiðendur kunni að hafa farið á svig við mælingar með svipuðum hætti, en það ætti að skýrast á næstu vikum. Hitt er svo annað mál að líklega er alltaf lítið að marka þær mælingar um útblástur og eyðslu sem fengnar eru í prófunum. Með þeim er fengin ákveðin vísitala til að styðjast við, en þeir sem ekið hafa bílum að ráði vita að himinn og haf er til dæmis á milli uppgefinna talna um eldsneytiseyðslu þeirra og þess sem þeir svo eyða í raun og veru. Leitun er að bíl sem á götu er með sömu losun og mælist í rannsóknarklefa. Bílar með svindlhugbúnaði eru ekki bráðhættulegir þótt nokkuð meira muni í uppgefnum mengunartölum og rauntölum heldur en venjulega gerist. Spurningin er hins vegar hvort þetta hneyksli hraði þróun sem þegar er hafin við að ýta dísilvélum smám saman út af markaðnum. Síðustu ár hefur nefnilega komið í ljós að mengun frá þessum vélum, svo sem sótagnamengun, er alvarlegri en talið hafði verið. Því kann að hafa verið misráðin áhersla stjórnvalda víða um heim að róa að því öllum árum að auka hlut dísilbíla í umferð. Hér hefur dísilbílum fjölgað um sem nemur 50 prósent á hverjum fimm árum frá aldamótum og eru nú yfir fjórðungur bíla í umferð. Framþróun í gerð bensínbíla gæti þýtt upprisu þeirra og svo eru margvíslegir valkostir aðrir tengdir rafmagni og öðrum orkugjöfum. Hver sú þróun verður þarf bara svolítið að koma í ljós. Lærdómurinn sem draga má af svindli Volkswagen snýr hins vegar fremur að því hversu mikilvægt er að gefa ekki stórfyrirtækjum lausan tauminn í heiminum. Í þessu furðulega máli endurspeglast að sú hætta er ætíð fyrir hendi að fyrirtæki stytti sér leið eða fari vísvitandi í kring um reglur til þess að auka arðsemi og réttlæta þá væntanlega í leiðinni ofurlaun og mögulegar bónusgreiðslur í hlutfalli við ?góðan árangur?. Hér og víðar í heiminum hafa kenningar um einföldun regluverks og afnám opinbers eftirlits átt heilmiklu fylgi að fagna, sér í lagi fyrir hrun fjármálakerfisins 2008. Eftir það hafa talsmenn slíkra hugmynda átt aðeins erfiðara uppdráttar. Dæmi Volkswagen er ágætis áminning um að fólk sést ekki alltaf fyrir í græðgi sinni eða vilja til að stytta sér leið. Til að koma í veg fyrir slys af völdum leti eða græðgi er líklega vissara að einhver vaki yfir því að hlutirnir séu í raun eins og þeir eiga að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Gera má ráð fyrir að enn eigi eftir að vinda upp á sig hneykslið sem tilraunir Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda heims, til að svindla á útblástursprófunum hafa valdið. Nú er orðið ljóst að tæpar ellefu milljónir bifreiða frá framleiðandanum og dótturfyrirtækjum hans eru búnar hugbúnaði sem blekkir mælitæki sem notuð eru við mælingar á útblæstri. Undir eru fólksbílar og sendibílar Volkswagen, auk bíla frá Audi, Skoda og Seat, sem nota allir sömu vélina. Þá eru uppi grunsemdir um að fleiri bílaframleiðendur kunni að hafa farið á svig við mælingar með svipuðum hætti, en það ætti að skýrast á næstu vikum. Hitt er svo annað mál að líklega er alltaf lítið að marka þær mælingar um útblástur og eyðslu sem fengnar eru í prófunum. Með þeim er fengin ákveðin vísitala til að styðjast við, en þeir sem ekið hafa bílum að ráði vita að himinn og haf er til dæmis á milli uppgefinna talna um eldsneytiseyðslu þeirra og þess sem þeir svo eyða í raun og veru. Leitun er að bíl sem á götu er með sömu losun og mælist í rannsóknarklefa. Bílar með svindlhugbúnaði eru ekki bráðhættulegir þótt nokkuð meira muni í uppgefnum mengunartölum og rauntölum heldur en venjulega gerist. Spurningin er hins vegar hvort þetta hneyksli hraði þróun sem þegar er hafin við að ýta dísilvélum smám saman út af markaðnum. Síðustu ár hefur nefnilega komið í ljós að mengun frá þessum vélum, svo sem sótagnamengun, er alvarlegri en talið hafði verið. Því kann að hafa verið misráðin áhersla stjórnvalda víða um heim að róa að því öllum árum að auka hlut dísilbíla í umferð. Hér hefur dísilbílum fjölgað um sem nemur 50 prósent á hverjum fimm árum frá aldamótum og eru nú yfir fjórðungur bíla í umferð. Framþróun í gerð bensínbíla gæti þýtt upprisu þeirra og svo eru margvíslegir valkostir aðrir tengdir rafmagni og öðrum orkugjöfum. Hver sú þróun verður þarf bara svolítið að koma í ljós. Lærdómurinn sem draga má af svindli Volkswagen snýr hins vegar fremur að því hversu mikilvægt er að gefa ekki stórfyrirtækjum lausan tauminn í heiminum. Í þessu furðulega máli endurspeglast að sú hætta er ætíð fyrir hendi að fyrirtæki stytti sér leið eða fari vísvitandi í kring um reglur til þess að auka arðsemi og réttlæta þá væntanlega í leiðinni ofurlaun og mögulegar bónusgreiðslur í hlutfalli við ?góðan árangur?. Hér og víðar í heiminum hafa kenningar um einföldun regluverks og afnám opinbers eftirlits átt heilmiklu fylgi að fagna, sér í lagi fyrir hrun fjármálakerfisins 2008. Eftir það hafa talsmenn slíkra hugmynda átt aðeins erfiðara uppdráttar. Dæmi Volkswagen er ágætis áminning um að fólk sést ekki alltaf fyrir í græðgi sinni eða vilja til að stytta sér leið. Til að koma í veg fyrir slys af völdum leti eða græðgi er líklega vissara að einhver vaki yfir því að hlutirnir séu í raun eins og þeir eiga að vera.