Vel heppnuð afmælisveisla Magga Eiríks Viktoría Hermannsdóttir skrifar 22. september 2015 11:00 Maggi Eiríks er hér ásamt sonum sínum á tónleikunum en það var afar falleg stund þegar hljómsveitin yfirgaf sviðið og feðgarnir tóku nokkur lög saman. Mynd/Mummi Lú Það var öllu tjaldað til í Hörpu um helgina þegar einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson, fagnaði sjötugsafmæli sínu með tvennum tónleikum á laugardag. Á tónleikunum voru fluttar margar af perlum Magga sem hafa verið samofnar þjóðinni um árabil. Þau Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Valdimar Guðmundsson, Ragnheiður Gröndal og KK sungu lög Magga af mikilli snilld auk hans sjálfs á tónleikunum. Þar að auki voru strengjasveit og hljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Tónleikarnir voru afar vel heppnaðir og vel útsettir. Lagavalið var gott, farið var yfir ferilinn og helstu lögin tekin. Á fyrri hluta tónleikanna fluttu tónlistarmennirnir lög Magga en eftir hlé kom hann fljótlega sjálfur á sviðið og var innilega fagnað af aðdáendum sem stóðu upp og hylltu afmælisbarnið. Tónleikarnir voru vel útfærðir, hver söngvari var stutt á sviðinu í senn og gaf það tónleikunum mikið líf. Það var skemmtilegt að heyra lögin Ómissandi fólk sem Ellen söng og Jesús Kristur og ég sungið af kvenmannsröddum en annars er erfitt að velja uppáhaldslag á tónleikunum því þau voru öll flutt af mikilli prýði. Það var svo afar falleg stund þegar hljómsveitin yfirgaf sviðið um stund og Maggi og synir hans tóku nokkur lög saman. Hafandi verið mikill aðdáandi lagasmíða Magga um árabil þá saknaði ég kannski hvað helst að sjá Ragnhildi Gísladóttur flytja lögin Draumaprinsinn og Hvað um mig og þig? en það kom þó ekki að svo mikilli sök því Ragnheiður Gröndal flutti þau af mikilli snilld. Ég hefði líka viljað hafa Þorparann inni í prógramminu en geri mér grein fyrir því að það er ekki auðvelt að velja úr lögum fyrir slíka tónleika þar sem eftir Magga liggja ótal perlur og misjafn er smekkur manna. Í heildina séð voru þetta stórkostlega vel heppnaðir tónleikar, einhverjir þeir bestu sem ég hef farið á. Vandað var til verka í alla staði, tónlistarmennirnir stóðu sig vel og flutningur þeirra nánast fullkominn.Niðurstaða: Frábær kvöldstund í Hörpu og ég er strax farin að hlakka til 75 ára afmælistónleika meistarans því af nægu er að taka í lagasafni Magga sem er einhver mesta þjóðargersemi okkar Íslendinga og ættu tónleikar með lögum hans að vera allavega árviss viðburður. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það var öllu tjaldað til í Hörpu um helgina þegar einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson, fagnaði sjötugsafmæli sínu með tvennum tónleikum á laugardag. Á tónleikunum voru fluttar margar af perlum Magga sem hafa verið samofnar þjóðinni um árabil. Þau Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Valdimar Guðmundsson, Ragnheiður Gröndal og KK sungu lög Magga af mikilli snilld auk hans sjálfs á tónleikunum. Þar að auki voru strengjasveit og hljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Tónleikarnir voru afar vel heppnaðir og vel útsettir. Lagavalið var gott, farið var yfir ferilinn og helstu lögin tekin. Á fyrri hluta tónleikanna fluttu tónlistarmennirnir lög Magga en eftir hlé kom hann fljótlega sjálfur á sviðið og var innilega fagnað af aðdáendum sem stóðu upp og hylltu afmælisbarnið. Tónleikarnir voru vel útfærðir, hver söngvari var stutt á sviðinu í senn og gaf það tónleikunum mikið líf. Það var skemmtilegt að heyra lögin Ómissandi fólk sem Ellen söng og Jesús Kristur og ég sungið af kvenmannsröddum en annars er erfitt að velja uppáhaldslag á tónleikunum því þau voru öll flutt af mikilli prýði. Það var svo afar falleg stund þegar hljómsveitin yfirgaf sviðið um stund og Maggi og synir hans tóku nokkur lög saman. Hafandi verið mikill aðdáandi lagasmíða Magga um árabil þá saknaði ég kannski hvað helst að sjá Ragnhildi Gísladóttur flytja lögin Draumaprinsinn og Hvað um mig og þig? en það kom þó ekki að svo mikilli sök því Ragnheiður Gröndal flutti þau af mikilli snilld. Ég hefði líka viljað hafa Þorparann inni í prógramminu en geri mér grein fyrir því að það er ekki auðvelt að velja úr lögum fyrir slíka tónleika þar sem eftir Magga liggja ótal perlur og misjafn er smekkur manna. Í heildina séð voru þetta stórkostlega vel heppnaðir tónleikar, einhverjir þeir bestu sem ég hef farið á. Vandað var til verka í alla staði, tónlistarmennirnir stóðu sig vel og flutningur þeirra nánast fullkominn.Niðurstaða: Frábær kvöldstund í Hörpu og ég er strax farin að hlakka til 75 ára afmælistónleika meistarans því af nægu er að taka í lagasafni Magga sem er einhver mesta þjóðargersemi okkar Íslendinga og ættu tónleikar með lögum hans að vera allavega árviss viðburður.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira