Kaupendur Volkswagen bíla í Bandaríkjunum fengu 6,5 milljarða “umhverfis”-endurgreiðslu Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2015 16:05 Volkswagen Jetta í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum fær fólk sem kaupir umhverfisvæna bíla endurgreiðslu frá ríkinu og í því felst ákveðin umbun fyrir að velja slíka bíla umfram eyðsluháka. Allt í nafni umhverfisverndar. Mesta endurgreiðslu fá þeir sem kaupa rafmagnsbíla, allt að 5.000 dollurum. Þessar greiðslur eiga þó líka við bíla með hefbundnar brunavélar, bensín eða dísil, ef mengunargildi þeirra er lágt. Því fengu 39.500 kaupendur Volkswagen Jetta og Jetta Sportswagon með dísilvélar 1.300 dollara endurgreiðslu árið 2009. Nam því heildarupphæðin 51 milljón dollar, eða 6,5 milljörðum króna. Greiðslur þessar eru nú ryfjaðar upp vestanhafs í ljósi þess dísilbílasvindls sem Volkswagen hefur orðið sekt um og eiga til dæmis um einmitt þessa tilteknu bíla. Því gæti Volkswagen verið krafið um greiðslu á þessum endurgreiðslum af skattayfirvöldum í ljósi þess að bílar þeirra hafa nú verið mældir allt 40 sinnum meira mengandi en fyrst var haldið. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent
Í Bandaríkjunum fær fólk sem kaupir umhverfisvæna bíla endurgreiðslu frá ríkinu og í því felst ákveðin umbun fyrir að velja slíka bíla umfram eyðsluháka. Allt í nafni umhverfisverndar. Mesta endurgreiðslu fá þeir sem kaupa rafmagnsbíla, allt að 5.000 dollurum. Þessar greiðslur eiga þó líka við bíla með hefbundnar brunavélar, bensín eða dísil, ef mengunargildi þeirra er lágt. Því fengu 39.500 kaupendur Volkswagen Jetta og Jetta Sportswagon með dísilvélar 1.300 dollara endurgreiðslu árið 2009. Nam því heildarupphæðin 51 milljón dollar, eða 6,5 milljörðum króna. Greiðslur þessar eru nú ryfjaðar upp vestanhafs í ljósi þess dísilbílasvindls sem Volkswagen hefur orðið sekt um og eiga til dæmis um einmitt þessa tilteknu bíla. Því gæti Volkswagen verið krafið um greiðslu á þessum endurgreiðslum af skattayfirvöldum í ljósi þess að bílar þeirra hafa nú verið mældir allt 40 sinnum meira mengandi en fyrst var haldið.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent