Meistaramánuðurinn framundan: Vinna í undirstöðunum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2015 16:30 Þorsteinn Kári Jónsson vísir Meistaramánuðurinn er eins og flestir vita sá mánuður ársins þar sem við lítum í eigin barm og skorum sjálf okkur á hólm í hverju því sem við viljum bæta okkur í eða tileinka okkur. Október er sá mánuður og í ár hafa stofnendur ákveðið að vinna aftur í undirstöðunum og einbeita sér að því að halda þeirra eigin Meistaramánuð. „Við skorum á alla að gera slíkt hið sama, setja sér markmið, fara út fyrir þægindarammann, hafa gaman af lífinu, vera góð við náungann og verða meistarar okkar eigin lífs. Það skal þó tekið fram að Meistaramánuðurinn er alls ekki að lognast útaf og munum við nota næstu misseri í að skipuleggja heimsyfirráð Meistaramánaðar,“ segir í tilkynningu frá Þorsteini Kára Jónssyni og Magnúsi Berg Magnússyni forsvarsmenn Meistaramánaðar. Meistaramánuður var fyrst haldinn árið 2008. Þá voru þátttakendur aðeins tveir en þátttakendafjöldi og umfang mánaðarins hefur vaxið ár frá ári og voru þátttakendur vel á annan tug þúsunda víðsvegar um heiminn árið 2014. Meistaramánuður fer fram ár hvert í október. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, hætta að drekka áfengi og fara fyrr á fætur en aðra daga. Meistaramánuðurinn er hugarfóstur Magnúsar Bergs Magnússonar, Þorsteins Kára Jónssonar og Jökuls Sólberg Auðunssonar. Skipuleggjendur eru hvorki líkamsræktarfrömuðir eða næringarfræðingar en hafa gaman af því að taka áskorunum og reyna bæta sig á öllum sviðum lífsins. Meistaramánuður er skrásett vörumerki í eigu upphafsmanna fjöldahreyfingarinnar. Meistaramánuður Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Meistaramánuðurinn er eins og flestir vita sá mánuður ársins þar sem við lítum í eigin barm og skorum sjálf okkur á hólm í hverju því sem við viljum bæta okkur í eða tileinka okkur. Október er sá mánuður og í ár hafa stofnendur ákveðið að vinna aftur í undirstöðunum og einbeita sér að því að halda þeirra eigin Meistaramánuð. „Við skorum á alla að gera slíkt hið sama, setja sér markmið, fara út fyrir þægindarammann, hafa gaman af lífinu, vera góð við náungann og verða meistarar okkar eigin lífs. Það skal þó tekið fram að Meistaramánuðurinn er alls ekki að lognast útaf og munum við nota næstu misseri í að skipuleggja heimsyfirráð Meistaramánaðar,“ segir í tilkynningu frá Þorsteini Kára Jónssyni og Magnúsi Berg Magnússyni forsvarsmenn Meistaramánaðar. Meistaramánuður var fyrst haldinn árið 2008. Þá voru þátttakendur aðeins tveir en þátttakendafjöldi og umfang mánaðarins hefur vaxið ár frá ári og voru þátttakendur vel á annan tug þúsunda víðsvegar um heiminn árið 2014. Meistaramánuður fer fram ár hvert í október. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, hætta að drekka áfengi og fara fyrr á fætur en aðra daga. Meistaramánuðurinn er hugarfóstur Magnúsar Bergs Magnússonar, Þorsteins Kára Jónssonar og Jökuls Sólberg Auðunssonar. Skipuleggjendur eru hvorki líkamsræktarfrömuðir eða næringarfræðingar en hafa gaman af því að taka áskorunum og reyna bæta sig á öllum sviðum lífsins. Meistaramánuður er skrásett vörumerki í eigu upphafsmanna fjöldahreyfingarinnar.
Meistaramánuður Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira