Andvana hnefaleikakeppni Sigríður Jónsdóttir skrifar 24. september 2015 12:00 Eysteinn og Valur Freyr í Ati. Leiklist Borgarleikhúsið, Nýja sviðið Höfundur: Mike Bartlett Þýðing: Kristín Eiríksdóttir Leikarar: Eysteinn Sigurðarson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Valur Freyr Einarsson Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd og búningar: Gretar Reynisson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Hallur Ingólfsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Á skrifstofu hjá ónefndu fyrirtæki bíða Thomas, Isobel og Tony eftir að örlagaríkur fundur hefjist en að honum loknum kemur í ljós hvaða tveir starfskraftar halda sínu starfi og hver verður rekinn. At eftir Mike Bartlett er fyrsta frumsýning Borgarleikhússins á þessu leikári en Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir. Mike Bartlett er rísandi stjarna í bresku leikhúsi sem tekur oftar en ekki pólitísk málefni líðandi stundar fyrir í sínum verkum. At á að vera rannsókn á grjóthörðum kapítalisma, gífurlegum metnaði og grunneðlishvöt mannskepnunnar til að lifa af. En ýmsir gallar, þó ekki síst á verkinu sjálfu, koma í veg fyrir að sýningin komist nokkurn tímann á fulla ferð. Kristín teflir fram tveimur nýútskrifuðum leikurum í sýningunni en Eysteinn Sigurðarson og Vala Kristín Eiríksdóttir stíga hér sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu. Bæði eru þau hæfileikarík, á því er lítill vafi, en þau skortir bæði litbrigði í leik sínum. Eysteinn er góður þegar hann finnur kómíkina en örvænting hans er einsleit. Vala Kristín verður betri eftir því sem á líður og lokaræðan hennar er fín, þegar tilfinningakuldi Isobel verður nístandi. Þorvaldur Davíð snýr aftur á fjalirnar í hlutverki hins óforbetranlega og hrokafulla Tonys, sem hikar ekki við beita öllum brögðum til að ná sínu fram. Þorvaldur Davíð nýtur sín þokkalega í hlutverki Tonys en því miður er karakterinn hreinlega ekki nægilega vel skrifaður. Hið sama má segja um allar persónur verksins en þær eru að auki alveg einstaklega óáhugaverðar. Verk eins og At er krefjandi fyrir leikara sem hafa nánast ekkert til að styðjast við nema leiktextann; fáa leikmuni, engin senuskipti og lágstemmdar ljósabreytingar. Valur Freyr kemur líkt og stormsveipur inn í verkið og nær ágætis tökum á hlutverki Carters. Hann hefur bara eitt markmið og enga miskunn, hann hefur ekki tíma fyrir slíkt. Líkamsbeiting hans er ógnandi, röddin lág og valdið skín af honum. En líkt og allar hinar persónur verksins er hann tvívíður og þreytandi. Í staðinn fyrir sandpytt nautaatsins standa persónurnar í hnefaleikahring, dansandi á tánum, tilbúnar að hörfa eða slá frá sér. Gretar Reynisson hefur búið til stílhreina leikmynd en vandamálið liggur í blönduðum myndlíkingum þar sem nautaat mætir hnefaleikum. Hugmyndirnar skolast fram og til baka en Kristín sem leikstjóri verksins hefði átt að taka miklu skýrari afstöðu til grunnhugmyndanna. Gretar sér einnig um búningana sem eru þokkalegir þó að fatnaður Carters sé sérkennilega gamaldags. At minnir stundum á Glengarry Glen Ross eftir David Mamet, en í stað þess að burðast með fortíðina á bakinu eru persónur Bartletts frekar eins og flatar táknmyndir, stundum virkar verkið eins og stílæfing. Ein persóna segir eitthvað og hin finnur leið til að snúa út úr, síðan er sami leikurinn endurtekinn í hið óendanlega, algjörlega gerilsneydd atburðarás. Fátt er um hvörf í verkinu og þannig gríðarlega erfitt að skrúfa upp spennu í framvindunni en lokaniðurstaðan er óhjákvæmileg og óspennandi. Þýðing Kristínar Eiríksdóttur er samt tær og skýr, laus við prjál en hnyttin. Gallinn liggur í orku sýningarinnar og verkinu sjálfu. Til að At gangi upp verður framsetningin að vera keyrð áfram af heiftarlegum krafti, grimmd og gáskafullum leik en allt kemur fyrir ekki. Nákvæm en aftengd leikstjórn Kristínar nær alls ekki að virkja kjarna verksins og þrátt fyrir ágæta frammistöðu leikaranna myndast alltof oft tómarúm í sýningunni sem má ekki gerast í leikriti sem er jafn stutt og At.Niðurstaða: Óspennandi leikrit um óáhugavert fólk, en Valur Freyr stendur þó upp úr. Leikhús Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist Borgarleikhúsið, Nýja sviðið Höfundur: Mike Bartlett Þýðing: Kristín Eiríksdóttir Leikarar: Eysteinn Sigurðarson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Valur Freyr Einarsson Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd og búningar: Gretar Reynisson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Hallur Ingólfsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Á skrifstofu hjá ónefndu fyrirtæki bíða Thomas, Isobel og Tony eftir að örlagaríkur fundur hefjist en að honum loknum kemur í ljós hvaða tveir starfskraftar halda sínu starfi og hver verður rekinn. At eftir Mike Bartlett er fyrsta frumsýning Borgarleikhússins á þessu leikári en Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir. Mike Bartlett er rísandi stjarna í bresku leikhúsi sem tekur oftar en ekki pólitísk málefni líðandi stundar fyrir í sínum verkum. At á að vera rannsókn á grjóthörðum kapítalisma, gífurlegum metnaði og grunneðlishvöt mannskepnunnar til að lifa af. En ýmsir gallar, þó ekki síst á verkinu sjálfu, koma í veg fyrir að sýningin komist nokkurn tímann á fulla ferð. Kristín teflir fram tveimur nýútskrifuðum leikurum í sýningunni en Eysteinn Sigurðarson og Vala Kristín Eiríksdóttir stíga hér sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu. Bæði eru þau hæfileikarík, á því er lítill vafi, en þau skortir bæði litbrigði í leik sínum. Eysteinn er góður þegar hann finnur kómíkina en örvænting hans er einsleit. Vala Kristín verður betri eftir því sem á líður og lokaræðan hennar er fín, þegar tilfinningakuldi Isobel verður nístandi. Þorvaldur Davíð snýr aftur á fjalirnar í hlutverki hins óforbetranlega og hrokafulla Tonys, sem hikar ekki við beita öllum brögðum til að ná sínu fram. Þorvaldur Davíð nýtur sín þokkalega í hlutverki Tonys en því miður er karakterinn hreinlega ekki nægilega vel skrifaður. Hið sama má segja um allar persónur verksins en þær eru að auki alveg einstaklega óáhugaverðar. Verk eins og At er krefjandi fyrir leikara sem hafa nánast ekkert til að styðjast við nema leiktextann; fáa leikmuni, engin senuskipti og lágstemmdar ljósabreytingar. Valur Freyr kemur líkt og stormsveipur inn í verkið og nær ágætis tökum á hlutverki Carters. Hann hefur bara eitt markmið og enga miskunn, hann hefur ekki tíma fyrir slíkt. Líkamsbeiting hans er ógnandi, röddin lág og valdið skín af honum. En líkt og allar hinar persónur verksins er hann tvívíður og þreytandi. Í staðinn fyrir sandpytt nautaatsins standa persónurnar í hnefaleikahring, dansandi á tánum, tilbúnar að hörfa eða slá frá sér. Gretar Reynisson hefur búið til stílhreina leikmynd en vandamálið liggur í blönduðum myndlíkingum þar sem nautaat mætir hnefaleikum. Hugmyndirnar skolast fram og til baka en Kristín sem leikstjóri verksins hefði átt að taka miklu skýrari afstöðu til grunnhugmyndanna. Gretar sér einnig um búningana sem eru þokkalegir þó að fatnaður Carters sé sérkennilega gamaldags. At minnir stundum á Glengarry Glen Ross eftir David Mamet, en í stað þess að burðast með fortíðina á bakinu eru persónur Bartletts frekar eins og flatar táknmyndir, stundum virkar verkið eins og stílæfing. Ein persóna segir eitthvað og hin finnur leið til að snúa út úr, síðan er sami leikurinn endurtekinn í hið óendanlega, algjörlega gerilsneydd atburðarás. Fátt er um hvörf í verkinu og þannig gríðarlega erfitt að skrúfa upp spennu í framvindunni en lokaniðurstaðan er óhjákvæmileg og óspennandi. Þýðing Kristínar Eiríksdóttur er samt tær og skýr, laus við prjál en hnyttin. Gallinn liggur í orku sýningarinnar og verkinu sjálfu. Til að At gangi upp verður framsetningin að vera keyrð áfram af heiftarlegum krafti, grimmd og gáskafullum leik en allt kemur fyrir ekki. Nákvæm en aftengd leikstjórn Kristínar nær alls ekki að virkja kjarna verksins og þrátt fyrir ágæta frammistöðu leikaranna myndast alltof oft tómarúm í sýningunni sem má ekki gerast í leikriti sem er jafn stutt og At.Niðurstaða: Óspennandi leikrit um óáhugavert fólk, en Valur Freyr stendur þó upp úr.
Leikhús Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira