Dauflegir túristatónleikar Jónas Sen skrifar 24. september 2015 12:30 Tónlist Íslensk tónlistarsaga í tali og tónum. Hannesarholt Sunnudaginn 20. september. Halldóra Eyjólfsdóttir söng, Júlíana Rún Indriðadóttir lék á píanó. Jón Leifs stofnaði STEF, þ.e. Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hann var alveg grjótharður. Einu sinni lenti hann í rimmu við rútubílstjóra sem var vanur því að hafa útvarpið í gangi á ferðum sínum. Engir samningar höfðu verið gerðir á milli STEFs og fyrirtækisins um opinberan tónlistarflutning. Jón var farþegi í rútunni og krafðist þess að bílstjórinn slökkti á útvarpinu. Bílstjórinn sendi honum fingurinn. Þá sparkaði Jón í útvarpið og braut það. Þetta var ein af sögunum sem píanóleikarinn Júlíana Rún Indriðadóttir sagði á fyrirlestri um íslenska tónlistarsögu í Hannesarholti á sunnudaginn. Fyrirlesturinn var skreyttur tóndæmum. Þau voru allt frá þjóðlögum á borð við Móðir mín í kví, kví til lagsins Kata er best eftir Tryggva M. Baldvinsson. Það var síðasta lagið á efnisskránni. Í langflestum lögunum söng Halldóra Eyjólfsdóttir mezzósópran. Upphaflega mun dagskráin hafa verið ætluð túristum, sem er auðvitað alveg ágætt, en það skýrir væntanlega af hverju efnisvalið var frekar þunnt. Þarna var allt afar aðgengilegt og auðmelt. Þetta var svona „best of“ tónleikar. Vissulega voru innan um lög eftir gamla módernista, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson, en ekkert krefjandi. Aðallega voru borin fram þessi venjulegu lög eftir Sigfús Einarsson (Draumalandið, hvað annað!), Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, o.s.frv. Nú hefði svona margþvæld efnisskrá verið ásættanleg ef flutningurinn hefði verið spennandi. En því var ekki að heilsa. Halldóra söng hreint en röddin sjálf var býsna hörkuleg. Blæbrigðin vantaði í röddina. Það hljómaði allt eins. Þegar hún söng hátt var það svo hvasst að það var óþægilegt. Júlíana spilaði hins vegar ágætlega, en hún tók engar áhættur. Útkoman var óttalega fyrirsjáanleg. Hvar var sveiflan í Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson? Þetta er djasslag, sem býður upp á persónulega útfærslu. En hér var bara farið eftir nótunum – ekkert kom á óvart. Það skorti alla dirfsku í túlkunina. Flest annað var sama marki brennt. Kata er best sem fyrr var nefnd var skelfilega stirð. Þetta er létt og fyndið lag, en hér var enginn húmor, enginn léttleiki. Íslensk tónlistarsaga á betra skilið.Niðurstaða: Íslensk tónlistarsaga var sögð á syfjulegum tónleikum þar sem fátt bar til tíðinda. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Íslensk tónlistarsaga í tali og tónum. Hannesarholt Sunnudaginn 20. september. Halldóra Eyjólfsdóttir söng, Júlíana Rún Indriðadóttir lék á píanó. Jón Leifs stofnaði STEF, þ.e. Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hann var alveg grjótharður. Einu sinni lenti hann í rimmu við rútubílstjóra sem var vanur því að hafa útvarpið í gangi á ferðum sínum. Engir samningar höfðu verið gerðir á milli STEFs og fyrirtækisins um opinberan tónlistarflutning. Jón var farþegi í rútunni og krafðist þess að bílstjórinn slökkti á útvarpinu. Bílstjórinn sendi honum fingurinn. Þá sparkaði Jón í útvarpið og braut það. Þetta var ein af sögunum sem píanóleikarinn Júlíana Rún Indriðadóttir sagði á fyrirlestri um íslenska tónlistarsögu í Hannesarholti á sunnudaginn. Fyrirlesturinn var skreyttur tóndæmum. Þau voru allt frá þjóðlögum á borð við Móðir mín í kví, kví til lagsins Kata er best eftir Tryggva M. Baldvinsson. Það var síðasta lagið á efnisskránni. Í langflestum lögunum söng Halldóra Eyjólfsdóttir mezzósópran. Upphaflega mun dagskráin hafa verið ætluð túristum, sem er auðvitað alveg ágætt, en það skýrir væntanlega af hverju efnisvalið var frekar þunnt. Þarna var allt afar aðgengilegt og auðmelt. Þetta var svona „best of“ tónleikar. Vissulega voru innan um lög eftir gamla módernista, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson, en ekkert krefjandi. Aðallega voru borin fram þessi venjulegu lög eftir Sigfús Einarsson (Draumalandið, hvað annað!), Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, o.s.frv. Nú hefði svona margþvæld efnisskrá verið ásættanleg ef flutningurinn hefði verið spennandi. En því var ekki að heilsa. Halldóra söng hreint en röddin sjálf var býsna hörkuleg. Blæbrigðin vantaði í röddina. Það hljómaði allt eins. Þegar hún söng hátt var það svo hvasst að það var óþægilegt. Júlíana spilaði hins vegar ágætlega, en hún tók engar áhættur. Útkoman var óttalega fyrirsjáanleg. Hvar var sveiflan í Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson? Þetta er djasslag, sem býður upp á persónulega útfærslu. En hér var bara farið eftir nótunum – ekkert kom á óvart. Það skorti alla dirfsku í túlkunina. Flest annað var sama marki brennt. Kata er best sem fyrr var nefnd var skelfilega stirð. Þetta er létt og fyndið lag, en hér var enginn húmor, enginn léttleiki. Íslensk tónlistarsaga á betra skilið.Niðurstaða: Íslensk tónlistarsaga var sögð á syfjulegum tónleikum þar sem fátt bar til tíðinda.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira