Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 12:54 Þessir tveir fá væntanlega reisupassann á morgun. Tveir af hæst settu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar fá að taka pokann sinn að sögn Automotive News Europe bílavefjarins. Þetta er þeir Wolfgang Hatz yfirmaður vélamála hjá Volkswagen samsteypunni og Ulrich Hackenberg þróunarstjóri Audi. Þessar upplýsingar er hafðar eftir ónefndum starfsmanni Volkswagen. Uppsagnirnar eiga að koma til framkvæmda á morgun og vafalaust verður þá tilkynnt um fleiri uppsagnir. Ekki hefur reynst unnt að staðfesta þessar fréttir hjá Volkswagen, Audi, né Porsche þar sem leynd hvílir yfir fyrirséðum uppsögnum. Hackenberg er 65 ára og Hatz 56 ára og eins og fyrr segir báðir verkfræðingar. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent
Tveir af hæst settu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar fá að taka pokann sinn að sögn Automotive News Europe bílavefjarins. Þetta er þeir Wolfgang Hatz yfirmaður vélamála hjá Volkswagen samsteypunni og Ulrich Hackenberg þróunarstjóri Audi. Þessar upplýsingar er hafðar eftir ónefndum starfsmanni Volkswagen. Uppsagnirnar eiga að koma til framkvæmda á morgun og vafalaust verður þá tilkynnt um fleiri uppsagnir. Ekki hefur reynst unnt að staðfesta þessar fréttir hjá Volkswagen, Audi, né Porsche þar sem leynd hvílir yfir fyrirséðum uppsögnum. Hackenberg er 65 ára og Hatz 56 ára og eins og fyrr segir báðir verkfræðingar.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent