Íslenski boltinn

Fanndís best og Andrea efnilegust

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andrea og Fanndís með verðlaunin í dag.
Andrea og Fanndís með verðlaunin í dag. vísir/ksí
Fanndís Friðriksdóttir, framherji Breiðabliks, var kjörinn besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á lokahófi deildarinnar sem fór fram í húsakynnum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag.

Fanndís skoraði 19 mörk fyrir Breiðablik í sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í tíu ár, en þetta er jafnframt 16. Íslandsmeistaratitill félagsins.

Breiðablik sópaði að sér verðlaunum á hófinu enda varð liðið meistari án þess að tapa leik. Andrea Rán Hauksdóttir var kjörin efnilegust og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var kjörinn bestur.

Úrvalsliðið.vísir/ksí
Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, var kjörin heiðarlegasti leikmaðurinn og Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, var sú besta í ár. Stjarnan var svo kjörin heiðarlegasta liðið.

Guðmundur Ársæll Guðmundsson er dómari ársins í Pepsi-deild kvenna en Bríet Sunna Valdemarsdóttir besti dómarinn í umferðum 10-18.

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi, var kjörin besti leikmaður í umferðum 10-18, en hún var einnig í úrvalsliði seinni hlutans ásamt Guðmundu Brynju Óladóttur. Annars áttu Blikar flesta í liðinu.

Öll verðlaunin má sjá hér að neðan.

Leikmaður ársins:

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Efnilegasti leikmaður ársins:

Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki

Þjálfari ársins:

Þorsteinn Halldórsson, Breiðabliki

Heiðarlegasti leikmaður ársins:

Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Heiðarlegasta liðið:

Stjarnan

Stuðningsmannasveit ársins:

Kópacabana, Breiðabliki

Besti leikmaður umferða 10-18:

Dagný Brynjarsdóttir, Selfoss

Dómari ársins:

Guðmundur Ársæll Guðmundsson

Dómari umferða 10-18:

Bríet Sunna Valdemarsdóttir

Úrvalslið umferða 10-18:

Markvörður:

Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Varnarmenn:

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Breiðabliki

Guðrún Arnardóttir, Breiðabliki

Hallbera G. Gísladóttir, Breiðabliki

Miðjumenn:

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Dagný Brynjardóttir, Selfossi

Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Sóknarmenn:

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi

Klara Lindberg, Þór/KA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×