Dans og hryllingur í Sundhöllinni í kvöld Viktoría Hermannsdóttir skrifar 26. september 2015 14:30 Hallfríður segir sundbíó vera einn vinsælasta viðburðinn á RIFF. Dansararnir Gígja Jónsdóttir, Viktor Leifsson og Tinna Guðlaug Ómarsdóttir sem eru bakvið Hallfríði á myndinni munu dansa á sýningunni. Fréttablaðið/Vilhelm Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér. RIFF Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér.
RIFF Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira