Líf og fjör í Skírisskógi Sigríður Jónsdóttir skrifar 15. september 2015 09:45 Lára Jóhanna Jónsdóttir og Þórir Sæmundsson í hlutverkum sínum. Líf og fjör í Skírisskógi - Í hjarta Hróa hattar eftir David Farr VesturportLeikstjórn: Gísli Örn Garðarsson og Selma BjörnsdóttirLeikarar: Þórir Sæmundsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Sigurður Þór Óskarsson, Oddur Júlíusson, Baltasar Breki Samper, Björn Dan Karlsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Stefán Hallur Stefánsson, Jóhannes Níels Sigurðsson, Stefán Karl Stefánsson, Edda Arnljótsdóttir, Ágúst Örn Börgesson Wigum, Emil Adrian Devaney, Gabriel Bergman Guðmundsson, Agla Bríet Gísladóttir, Rakel María Gísladóttir og Selma Rún RúnarsdóttirLeikmynd: Börkur JónssonBúningar: Emma RyottLýsing: Ken Billington og Ed McCarthyBardagaatriði: Joe BostickÞýðing: Garðar GíslasonTónlist og hljómsveit: Salka Sól Eyfeld, Sigurður Ingi Einarsson, Aron Steinn Ásbjarnarson, Örn Ýmir Arason, Tómas JónssonÍ hjarta Hróa hattar er þriðja frumsýning Þjóðleikhússins á stuttum tíma og ekki annað hægt að segja en að þeirra leikár sé keyrt hressilega af stað en á laugardaginn var stóra svið hússins í sviðsljósinu. Goðsögnina um Hróa hött þekkja flestir en í sýningu Vesturports eru áherslurnar færðar frá honum til hefðarmeyjarinnar Maríönnu. Á meðan hertoginn af Jórvík berst í heilögu stríði í fjarlægum löndum híma dætur hans tvær, Maríanna og Henrietta, heima. Samkvæmt hefðum er þeirra hlutverk að finna sér eiginmann hið fyrsta en Maríanna hefur aðrar hugmyndir og flýr til að ganga í útlagahóp Hróa hattar sem í fyrstu rekur hana á brott en hægt og rólega fer hið kalda hjarta Hróa að bráðna. David Farr vísar oft í verk Williams Shakespeare, þar á meðal konur sem þykjast vera karlmenn, yngri systurina sem má ekki giftast fyrr en sú eldri finnur sér eiginmann og blikk í áttina til Draums á Jónsmessunótt. Handritið öðlast þannig óvænta og áhugaverða dýpt, þó að kynja- og kynferðispólitíkin sé stundum skrýtin. Einnig hika Gísli og Selma ekki við að vísa í þekktar frásagnarhefðir og kvikmyndaatriði með fantafínum árangri, þó er einn frasi í lok verksins orðinn ansi þreyttur. Þýðing Garðars er ágæt en öðru hverju er textinn þunglamalegur og gamaldags. Leikhópurinn samanstendur af reynsluboltum, tiltölulega nýútskrifuðum leikurum og einstaklingum í óreyndari kantinum. Útkoman verður virkilega smellin. Lára Jóhanna tók sér tímabundna pásu frá sviðinu en snýr nú aftur í burðarhlutverki og stendur sig prýðilega í krefjandi hlutverki. Það tekur Þóri aðeins lengri tíma að finna taktinn í hlutverki hins spígsporandi Hróa en hann nær flugi eftir hlé, samleikur þeirra tveggja er oft fallegur. En einn maður gerir sér lítið fyrir og stelur sýningunni: Guðjón Davíð Karlsson. Gólarinn Pierre syngur, dansar, gantast og geiflar sig af mikilli list. Stundum er hrein unun að fylgjast með honum spila með áhorfendur. Persóna Hróa er kannski á siðferðilega gráu svæði, sérstaklega í byrjun, en engin spurning er hvar Jóhann prins lendir á skalanum. Fagurklædda og tilætlunarsama frekjudollan er í höndum Sigurðar Þórs sem er virkilega góður, sumir taktarnir eru óborganlegir og raddbeitingin kostuleg. Katrín Halldóra er nýútskrifuð og hendist inn á sviðið í hlutverki Henríettu. Hún er fantagóð kómísk leikkona og verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni. Stefán Karl fer í allra kvikinda líki á þessari kvöldstund og vekur nær undantekningalaust mikla kæti meðal áhorfenda. Hann er rændur, kaffærður og drepinn til skiptis en virðist njóta sín í botn þrátt fyrir hremmingarnar. Senur hans og Eddu eru líka bráðfyndnar og glaðværu glæpamennirnir, félagar Hróa, flottir í sínum töffaraskap þó húmorinn sé aldrei langt undan. Börkur Jónsson hannar metnaðarfulla og spennandi leikmyndina. Brekkan á miðju sviðinu er frábærlega notuð, býr til spennu og gefur verkinu ævintýralegan blæ. Búningar Emmu Ryott eru stílhreinir og fallegir líkt og lýsingin. Bardagasenurnar eru fjölbreyttar og frumlega leystar þó stærri hópsenurnar eiga eftir að slípast aðeins betur til. Gullfallega lokaatriðið á eftir að lifa lengi í minningunni. Leikstjórarnir geta verið stoltir af sinni vinnu, því framsetningin og sviðslausnirnar eru afar snjallar. Tónlistarfólkið stendur á sviðinu nær allan tímann en ljóðrænu söngtextarnir sem Salka Sól skrifar og syngur, þó að fleiri taki líka lagið, tvinnast laglega við sýninguna. Lagatextinn hverfur stundum í ringulreiðina á sviðinu en þátttaka og spilamennska þeirra er vel af hendi leyst, flæðandi og tilfinningarík. Í hjarta Hróa hattar er fjölskyldusýning en erfiðara er að meta hversu ungir leikhúsgestirnir geta verið. Einstaka atriði eru frekar myrk, þá sérstaklega viðskipti hrottans Gilberts og Arthúrs Makepeace, og eru ekki fyrir viðkvæmar litlar sálir. Hnökrar sýningarinnar breyta ekki þeirri staðreynd að Í hjarta Hróa hattar er stórskemmtileg sýning fyrir ævintýragjarna áhorfendur.Niðurstaða:Ærslafull sýning sem hittir beint í mark. Leikhús Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Líf og fjör í Skírisskógi - Í hjarta Hróa hattar eftir David Farr VesturportLeikstjórn: Gísli Örn Garðarsson og Selma BjörnsdóttirLeikarar: Þórir Sæmundsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Sigurður Þór Óskarsson, Oddur Júlíusson, Baltasar Breki Samper, Björn Dan Karlsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Stefán Hallur Stefánsson, Jóhannes Níels Sigurðsson, Stefán Karl Stefánsson, Edda Arnljótsdóttir, Ágúst Örn Börgesson Wigum, Emil Adrian Devaney, Gabriel Bergman Guðmundsson, Agla Bríet Gísladóttir, Rakel María Gísladóttir og Selma Rún RúnarsdóttirLeikmynd: Börkur JónssonBúningar: Emma RyottLýsing: Ken Billington og Ed McCarthyBardagaatriði: Joe BostickÞýðing: Garðar GíslasonTónlist og hljómsveit: Salka Sól Eyfeld, Sigurður Ingi Einarsson, Aron Steinn Ásbjarnarson, Örn Ýmir Arason, Tómas JónssonÍ hjarta Hróa hattar er þriðja frumsýning Þjóðleikhússins á stuttum tíma og ekki annað hægt að segja en að þeirra leikár sé keyrt hressilega af stað en á laugardaginn var stóra svið hússins í sviðsljósinu. Goðsögnina um Hróa hött þekkja flestir en í sýningu Vesturports eru áherslurnar færðar frá honum til hefðarmeyjarinnar Maríönnu. Á meðan hertoginn af Jórvík berst í heilögu stríði í fjarlægum löndum híma dætur hans tvær, Maríanna og Henrietta, heima. Samkvæmt hefðum er þeirra hlutverk að finna sér eiginmann hið fyrsta en Maríanna hefur aðrar hugmyndir og flýr til að ganga í útlagahóp Hróa hattar sem í fyrstu rekur hana á brott en hægt og rólega fer hið kalda hjarta Hróa að bráðna. David Farr vísar oft í verk Williams Shakespeare, þar á meðal konur sem þykjast vera karlmenn, yngri systurina sem má ekki giftast fyrr en sú eldri finnur sér eiginmann og blikk í áttina til Draums á Jónsmessunótt. Handritið öðlast þannig óvænta og áhugaverða dýpt, þó að kynja- og kynferðispólitíkin sé stundum skrýtin. Einnig hika Gísli og Selma ekki við að vísa í þekktar frásagnarhefðir og kvikmyndaatriði með fantafínum árangri, þó er einn frasi í lok verksins orðinn ansi þreyttur. Þýðing Garðars er ágæt en öðru hverju er textinn þunglamalegur og gamaldags. Leikhópurinn samanstendur af reynsluboltum, tiltölulega nýútskrifuðum leikurum og einstaklingum í óreyndari kantinum. Útkoman verður virkilega smellin. Lára Jóhanna tók sér tímabundna pásu frá sviðinu en snýr nú aftur í burðarhlutverki og stendur sig prýðilega í krefjandi hlutverki. Það tekur Þóri aðeins lengri tíma að finna taktinn í hlutverki hins spígsporandi Hróa en hann nær flugi eftir hlé, samleikur þeirra tveggja er oft fallegur. En einn maður gerir sér lítið fyrir og stelur sýningunni: Guðjón Davíð Karlsson. Gólarinn Pierre syngur, dansar, gantast og geiflar sig af mikilli list. Stundum er hrein unun að fylgjast með honum spila með áhorfendur. Persóna Hróa er kannski á siðferðilega gráu svæði, sérstaklega í byrjun, en engin spurning er hvar Jóhann prins lendir á skalanum. Fagurklædda og tilætlunarsama frekjudollan er í höndum Sigurðar Þórs sem er virkilega góður, sumir taktarnir eru óborganlegir og raddbeitingin kostuleg. Katrín Halldóra er nýútskrifuð og hendist inn á sviðið í hlutverki Henríettu. Hún er fantagóð kómísk leikkona og verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni. Stefán Karl fer í allra kvikinda líki á þessari kvöldstund og vekur nær undantekningalaust mikla kæti meðal áhorfenda. Hann er rændur, kaffærður og drepinn til skiptis en virðist njóta sín í botn þrátt fyrir hremmingarnar. Senur hans og Eddu eru líka bráðfyndnar og glaðværu glæpamennirnir, félagar Hróa, flottir í sínum töffaraskap þó húmorinn sé aldrei langt undan. Börkur Jónsson hannar metnaðarfulla og spennandi leikmyndina. Brekkan á miðju sviðinu er frábærlega notuð, býr til spennu og gefur verkinu ævintýralegan blæ. Búningar Emmu Ryott eru stílhreinir og fallegir líkt og lýsingin. Bardagasenurnar eru fjölbreyttar og frumlega leystar þó stærri hópsenurnar eiga eftir að slípast aðeins betur til. Gullfallega lokaatriðið á eftir að lifa lengi í minningunni. Leikstjórarnir geta verið stoltir af sinni vinnu, því framsetningin og sviðslausnirnar eru afar snjallar. Tónlistarfólkið stendur á sviðinu nær allan tímann en ljóðrænu söngtextarnir sem Salka Sól skrifar og syngur, þó að fleiri taki líka lagið, tvinnast laglega við sýninguna. Lagatextinn hverfur stundum í ringulreiðina á sviðinu en þátttaka og spilamennska þeirra er vel af hendi leyst, flæðandi og tilfinningarík. Í hjarta Hróa hattar er fjölskyldusýning en erfiðara er að meta hversu ungir leikhúsgestirnir geta verið. Einstaka atriði eru frekar myrk, þá sérstaklega viðskipti hrottans Gilberts og Arthúrs Makepeace, og eru ekki fyrir viðkvæmar litlar sálir. Hnökrar sýningarinnar breyta ekki þeirri staðreynd að Í hjarta Hróa hattar er stórskemmtileg sýning fyrir ævintýragjarna áhorfendur.Niðurstaða:Ærslafull sýning sem hittir beint í mark.
Leikhús Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira