Þegar þjóðlönd skilja Þorvaldur Gylfason skrifar 17. september 2015 07:00 Lífríkið er þeirrar náttúru að plöntum og dýrategundum fer eftir atvikum ýmist fjölgandi eða fækkandi. Tegundir deyja út og aðrar vaxa fram. Sama lögmál gildir um þjóðtungur og þjóðmyntir. Nú fer gjaldmiðlum heimsins fækkandi þar eð hagkvæmt þykir að þjóðir sameinist um gjaldmiðla frekar en að hver og ein haldi úti sínum miðli. Þess vegna eru myntirnar nú orðnar miklu færri en löndin. Með upptöku evrunnar um 2000 hefur gjaldmiðlum Evrópulanda fækkað smám saman um sextán. Eins háttar um þjóðlöndin. Þeim ýmist fjölgar eða fækkar. Við fall Sovétríkjanna 1991 fjölgaði sjálfstæðum þjóðríkjum um fjórtán á einu bretti. Hér vaknar spurning. Hvað á okkur að finnast um fjölgun þjóðríkja? Hvað á okkur t.d. að finnast um sjálfstæðisbaráttu Skota og Katalóna? Eigum við að taka umhugsunarlausa afstöðu með þeim sem vilja varðveita einingu ríkja? Varla. Flest okkar fögnuðu upplausn Sovétríkjanna og stofnun eða endurreisn fimmtán sjálfstæðra ríkja upp úr rjúkandi rústunum. Svarið við spurningunni ræðst m.ö.o. af samhenginu.Bandaríkin 1861-1865 Í Bandaríkjunum gerðist það 1861 að ellefu suðurríki sögðu sig úr lögum við norðurríkin og stofnuðu sjálfstætt ríki. Uppspretta klofningsins var annars vegar ótti suðurríkjanna við að norðurríkin hygðust neyða suðurríkin með lagasetningu til að láta af þrælahaldi og hins vegar ótti norðurríkjanna við að vesturríkin sem fór fjölgandi myndu heimila þrælahald að fyrirmynd suðurríkjanna svo að andstæðingar þrælahalds í norðurríkjunum gætu hafnað í minni hluta í landinu. Af þessu spratt borgarastyrjöld sem stóð í fjögur ár og kostaði 600 þúsund mannslíf. Bandaríkjastjórn undir forustu Abrahams Lincoln forseta vildi fyrir alla muni varðveita einingu ríkisins. En stríðið var í reyndinni þrælastríð. Lincoln gerði rétt í að halda landinu saman vegna þess að það var eina færa leiðin til að útrýma þrælahaldi. Ef þrælahald er ekki rangt, sagði Lincoln, þá er ekkert rangt. Eining Bandaríkjanna var ekki takmark í sjálfri sér, þótt Lincoln og hans menn segðu svo vera, heldur var hún tæki til að útrýma þrælahaldi.Sovétríkin, Bretland, Spánn Engin hliðstæð velferðarrök mæltu með því að varðveita einingu Sovétríkjanna á sínum tíma, þvert á móti. Upplausn Sovétríkjanna var liður í nauðsynlegu hruni kommúnismans. Landaskilnaðir í Evrópu hafa jafnan farið fram í góðri sátt, t.d. skilnaður Noregs og Svíþjóðar 1905, Íslands og Danmerkur 1944 og Tékklands og Slóvakíu 1993. Blóðugur skilnaður Írlands og Bretlands 1922 er undantekningin sem sannar regluna. Balkanskaginn er kapítuli út af fyrir sig. Hvað um einingu Bretlands og Spánar? Ber að varðveita hana óháð vilja Skota og Katalóna? Í hvorugu landinu er einingar þörf til að uppræta djúpstætt ranglæti, þvert á móti. Skotar líta til Norðurlanda sem fyrirmyndar og telja ranglátt að þeir þurfi að lúta stjórn Englendinga sem taka heldur Bandaríkin sér til fyrirmyndar. Það væri því beggja hagur, segja margir Skotar, að löndin tvö skilji að skiptum. Þá getum við byggt norrænt velferðarríki í Skotlandi, segja þeir, og enska íhaldið fær að vera í friði fyrir okkur. Skotar fengu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið 2014. Sjálfstæðissinnar lentu þá í minni hluta, en þeir hafa síðan sótt í sig veðrið m.a. með því að vinna 56 af 59 sætum Skotlands í brezka þinginu fyrr í ár. Katalónar hafa aðra sögu að segja. Þeir eru sjöttungur af mannfjölda Spánar og telja sig vanræktan minni hluta í landinu. Katalónska er sjálfstæð tunga, ólík spænsku, en er ekki kennd í spænskum skólum. Katalónum finnst mörgum jafnsjálfsagt nú að stofna sjálfstætt ríki með Barselónu sem höfuðborg eins og okkur öllum finnst það sjálfsagt að Portúgal sé sjálfstætt ríki við hlið Spánar. Stuðningur við sjálfstæði Katalóníu hefur aukizt að undanförnu. Heimamenn segja að þar muni mest um gamla fólkið sem man borgarastríðið 1936-1939 og einræðisstjórn Francos fram til ársins 1976 og áræðir nú fyrst að kasta af sér hlekkjunum. Fjórði hver Katalóni – allt að 2 milljónir manns af 7,5 milljónum – þusti út á götur Barselónu um síðustu helgi til að lýsa stuðningi við stofnun sjálfstæðs ríkis í Katalóníu. Spænska ríkisstjórnin tekur það þó ekki í mál og leyfir Katalónum ekki að útkljá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Englendingar leyfðu Skotum að gera í fyrra. Stjórn Francos flutti Spánverja í stórum stíl til Katalóniu til að veikja viðnámsþrótt þeirra líkt og Stalín flutti Rússa til Eystrasaltsríkjanna, en það dugði ekki til. Stjórnin í Madríd skýlir sér m.a. á bak við ákvæði í stjórnarskrá landsins frá 1978 sem kveður á um að eining Spánar sé órjúfanleg. Katalónar kunna að eiga svar við þessu. Þeir geta sett sér sína eigin stjórnarskrá og lýst því yfir að spænsk lög gildi því aðeins í Katalóníu að þau brjóti ekki gegn þeirri stjórnarskrá sem Katalónar hafa sjálfir sett sér. Þannig skákuðu Litháar Sovétríkjunum 1990 og höfðu frækilegan sigur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Lífríkið er þeirrar náttúru að plöntum og dýrategundum fer eftir atvikum ýmist fjölgandi eða fækkandi. Tegundir deyja út og aðrar vaxa fram. Sama lögmál gildir um þjóðtungur og þjóðmyntir. Nú fer gjaldmiðlum heimsins fækkandi þar eð hagkvæmt þykir að þjóðir sameinist um gjaldmiðla frekar en að hver og ein haldi úti sínum miðli. Þess vegna eru myntirnar nú orðnar miklu færri en löndin. Með upptöku evrunnar um 2000 hefur gjaldmiðlum Evrópulanda fækkað smám saman um sextán. Eins háttar um þjóðlöndin. Þeim ýmist fjölgar eða fækkar. Við fall Sovétríkjanna 1991 fjölgaði sjálfstæðum þjóðríkjum um fjórtán á einu bretti. Hér vaknar spurning. Hvað á okkur að finnast um fjölgun þjóðríkja? Hvað á okkur t.d. að finnast um sjálfstæðisbaráttu Skota og Katalóna? Eigum við að taka umhugsunarlausa afstöðu með þeim sem vilja varðveita einingu ríkja? Varla. Flest okkar fögnuðu upplausn Sovétríkjanna og stofnun eða endurreisn fimmtán sjálfstæðra ríkja upp úr rjúkandi rústunum. Svarið við spurningunni ræðst m.ö.o. af samhenginu.Bandaríkin 1861-1865 Í Bandaríkjunum gerðist það 1861 að ellefu suðurríki sögðu sig úr lögum við norðurríkin og stofnuðu sjálfstætt ríki. Uppspretta klofningsins var annars vegar ótti suðurríkjanna við að norðurríkin hygðust neyða suðurríkin með lagasetningu til að láta af þrælahaldi og hins vegar ótti norðurríkjanna við að vesturríkin sem fór fjölgandi myndu heimila þrælahald að fyrirmynd suðurríkjanna svo að andstæðingar þrælahalds í norðurríkjunum gætu hafnað í minni hluta í landinu. Af þessu spratt borgarastyrjöld sem stóð í fjögur ár og kostaði 600 þúsund mannslíf. Bandaríkjastjórn undir forustu Abrahams Lincoln forseta vildi fyrir alla muni varðveita einingu ríkisins. En stríðið var í reyndinni þrælastríð. Lincoln gerði rétt í að halda landinu saman vegna þess að það var eina færa leiðin til að útrýma þrælahaldi. Ef þrælahald er ekki rangt, sagði Lincoln, þá er ekkert rangt. Eining Bandaríkjanna var ekki takmark í sjálfri sér, þótt Lincoln og hans menn segðu svo vera, heldur var hún tæki til að útrýma þrælahaldi.Sovétríkin, Bretland, Spánn Engin hliðstæð velferðarrök mæltu með því að varðveita einingu Sovétríkjanna á sínum tíma, þvert á móti. Upplausn Sovétríkjanna var liður í nauðsynlegu hruni kommúnismans. Landaskilnaðir í Evrópu hafa jafnan farið fram í góðri sátt, t.d. skilnaður Noregs og Svíþjóðar 1905, Íslands og Danmerkur 1944 og Tékklands og Slóvakíu 1993. Blóðugur skilnaður Írlands og Bretlands 1922 er undantekningin sem sannar regluna. Balkanskaginn er kapítuli út af fyrir sig. Hvað um einingu Bretlands og Spánar? Ber að varðveita hana óháð vilja Skota og Katalóna? Í hvorugu landinu er einingar þörf til að uppræta djúpstætt ranglæti, þvert á móti. Skotar líta til Norðurlanda sem fyrirmyndar og telja ranglátt að þeir þurfi að lúta stjórn Englendinga sem taka heldur Bandaríkin sér til fyrirmyndar. Það væri því beggja hagur, segja margir Skotar, að löndin tvö skilji að skiptum. Þá getum við byggt norrænt velferðarríki í Skotlandi, segja þeir, og enska íhaldið fær að vera í friði fyrir okkur. Skotar fengu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið 2014. Sjálfstæðissinnar lentu þá í minni hluta, en þeir hafa síðan sótt í sig veðrið m.a. með því að vinna 56 af 59 sætum Skotlands í brezka þinginu fyrr í ár. Katalónar hafa aðra sögu að segja. Þeir eru sjöttungur af mannfjölda Spánar og telja sig vanræktan minni hluta í landinu. Katalónska er sjálfstæð tunga, ólík spænsku, en er ekki kennd í spænskum skólum. Katalónum finnst mörgum jafnsjálfsagt nú að stofna sjálfstætt ríki með Barselónu sem höfuðborg eins og okkur öllum finnst það sjálfsagt að Portúgal sé sjálfstætt ríki við hlið Spánar. Stuðningur við sjálfstæði Katalóníu hefur aukizt að undanförnu. Heimamenn segja að þar muni mest um gamla fólkið sem man borgarastríðið 1936-1939 og einræðisstjórn Francos fram til ársins 1976 og áræðir nú fyrst að kasta af sér hlekkjunum. Fjórði hver Katalóni – allt að 2 milljónir manns af 7,5 milljónum – þusti út á götur Barselónu um síðustu helgi til að lýsa stuðningi við stofnun sjálfstæðs ríkis í Katalóníu. Spænska ríkisstjórnin tekur það þó ekki í mál og leyfir Katalónum ekki að útkljá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Englendingar leyfðu Skotum að gera í fyrra. Stjórn Francos flutti Spánverja í stórum stíl til Katalóniu til að veikja viðnámsþrótt þeirra líkt og Stalín flutti Rússa til Eystrasaltsríkjanna, en það dugði ekki til. Stjórnin í Madríd skýlir sér m.a. á bak við ákvæði í stjórnarskrá landsins frá 1978 sem kveður á um að eining Spánar sé órjúfanleg. Katalónar kunna að eiga svar við þessu. Þeir geta sett sér sína eigin stjórnarskrá og lýst því yfir að spænsk lög gildi því aðeins í Katalóníu að þau brjóti ekki gegn þeirri stjórnarskrá sem Katalónar hafa sjálfir sett sér. Þannig skákuðu Litháar Sovétríkjunum 1990 og höfðu frækilegan sigur.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun