Að drepa tímann Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 19. september 2015 07:00 Úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í Tennis fóru fram um síðustu helgi. Það var gríðarleg spenna fyrir viðureignina í karlaflokki því þar mættust þeir allra stærstu: Novak Djokovic og Roger Federer. Það jók einnig á spennuna að úrslitaleikurinn frestaðist um 3,5 klst. vegna rigningar. Sky Sport hélt uppi útsendingu gegnum alla biðina. Þar á bæ voru menn hreinlega að ærast úr spennu þó að þeir hefðu ekki úr miklu að moða. Myndbrot af Federer að mæta á æfingasvæðið var endursýnt í sífellu. Federer var ekki með reimarnar á skóm sínum hnýttar og það fór óralangur tími í að ræða það “atvik” og hvaða áhrif það gæti haft á leikinn. Umræðan varð ítarleg og langdregin. Sumir gerðu því skóna að Federer væri með óreimaða skó því hann væri stökkbólginn og meiddur. Aðrir mótmæltu og sögðu hann virka meiddan vegna þess að hann væri með óreimaða skó og því væri göngulagið kjagandi. Þessi umræða var stórkostlega heimskuleg. Á meðan menn ræddu skóreimarnar og meint meiðsli í þaula sást Federer hlaupa um völlinn í upphituninni. En eitthvað verða menn að segja til að fylla upp í 3,5 klst. af bið. Þessi umræða fór fram frammi fyrir alþjóð, líklega voru milljónir að fylgjast með. Það sem er enn athyglisverðara er að þátttakendur umræðunnar eru ekki heimskt fólk. Þetta er líklega mestanpart fólk með háskólagráður og mikinn metnað fyrir starfi sínu. Það var spennan, biðin og aðstaðan sem skóp heimskuna. Ég er stundum gáttaður á meintri heimsku fólks hér og þar og pæli mikið í “vondum skoðunum” og rugli sem sett er fram. En kannski ætti ég frekar að beina athyglinni að aðstæðunum sem við sköpum okkur. Á meðan ekkert er í gangi eru skoðanirnar heitastar, oftúlkanirnar brenglaðastar o.s.frv. Einmitt þegar ekkert skiptir máli þá fellur mesta froðan. Kannski erum við bara eins og Sky Sport-fólkið, endalaust að rýna í tilgangslaus “atvik”, bíðandi í rigningunni eftir að leikurinn hefjist með nógan tíma fyrir höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Úrslitin á Opna bandaríska meistaramótinu í Tennis fóru fram um síðustu helgi. Það var gríðarleg spenna fyrir viðureignina í karlaflokki því þar mættust þeir allra stærstu: Novak Djokovic og Roger Federer. Það jók einnig á spennuna að úrslitaleikurinn frestaðist um 3,5 klst. vegna rigningar. Sky Sport hélt uppi útsendingu gegnum alla biðina. Þar á bæ voru menn hreinlega að ærast úr spennu þó að þeir hefðu ekki úr miklu að moða. Myndbrot af Federer að mæta á æfingasvæðið var endursýnt í sífellu. Federer var ekki með reimarnar á skóm sínum hnýttar og það fór óralangur tími í að ræða það “atvik” og hvaða áhrif það gæti haft á leikinn. Umræðan varð ítarleg og langdregin. Sumir gerðu því skóna að Federer væri með óreimaða skó því hann væri stökkbólginn og meiddur. Aðrir mótmæltu og sögðu hann virka meiddan vegna þess að hann væri með óreimaða skó og því væri göngulagið kjagandi. Þessi umræða var stórkostlega heimskuleg. Á meðan menn ræddu skóreimarnar og meint meiðsli í þaula sást Federer hlaupa um völlinn í upphituninni. En eitthvað verða menn að segja til að fylla upp í 3,5 klst. af bið. Þessi umræða fór fram frammi fyrir alþjóð, líklega voru milljónir að fylgjast með. Það sem er enn athyglisverðara er að þátttakendur umræðunnar eru ekki heimskt fólk. Þetta er líklega mestanpart fólk með háskólagráður og mikinn metnað fyrir starfi sínu. Það var spennan, biðin og aðstaðan sem skóp heimskuna. Ég er stundum gáttaður á meintri heimsku fólks hér og þar og pæli mikið í “vondum skoðunum” og rugli sem sett er fram. En kannski ætti ég frekar að beina athyglinni að aðstæðunum sem við sköpum okkur. Á meðan ekkert er í gangi eru skoðanirnar heitastar, oftúlkanirnar brenglaðastar o.s.frv. Einmitt þegar ekkert skiptir máli þá fellur mesta froðan. Kannski erum við bara eins og Sky Sport-fólkið, endalaust að rýna í tilgangslaus “atvik”, bíðandi í rigningunni eftir að leikurinn hefjist með nógan tíma fyrir höndum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun