Lífið

Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi.

„Mér finnst myndin mjög góð og verulega raunveruleg. Ég þekki aðstæður á Everest náttúrulega vel, líka eftir að það koma upp stórslys. Ég varð bara orðlaus þegar ég horfði á myndina, því þeir ná þessu svo vel. Umhverfið er bara eins og það er í alvörunni.Ég þekki auðvitað ágætlega til og fylgdist með tökum á meðan ég var á Everest. Ég þekki marga sem voru í myndinni og hef upplifað ýmislegt með þessu fólki. Myndin var stórkostleg og situr í mér.“

Hér má lesa nánar um för Vilborgar á Evrest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×