Hlutverk landsliðsmannana á Eurobasket í Berlín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 07:00 Hlynur Bæringsson er algjör lykilmaður í íslenska liðinu. Vísir/Stefán Tólf íslenskir körfuboltaleikmenn endurskrifa íslensku körfuboltasöguna í Berlín á laugardaginn þegar Ísland spilar sinn fyrsta leik á stórmóti í körfubolta. Mótherjarnir eru heimamenn í Þýskalandi og leikurinn er ekki bara fyrsti leikur Íslands heldur einnig opunarleikur B-riðilsins Evrópumótsins sem er allur spilaður í Berlín. Það efast fáir um mikilvægi landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar og enginn er reynslumeiri á stóra sviðinu en stórstjarna liðsins Jón Arnór Stefánsson. Þeir gera þetta þó ekki einir og treysta á góða hjálp frá öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Fréttablaðið skoðaði nánar íslenska leikmannahópinn og setti sig inn í það hvaða hlutverkum strákarnir eiga skila í þessum fimm leikjum á sex dögum í Mercedes-Benz höllinni í Berlín.„Hjarta liðsins“ Hlynur Bæringsson 33 ára og 200 sm miðherji 90 landsleikir fyrir Ísland 928 stig fyrir Ísland 32 Evrópulandsleikir Mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins stendur vaktina fyrir framan körfuna á móti þungum og risastórum stjörnuleikmönnum mótherjanna. Hreysti og hugarfar Hlyns er engu líkt og menn þurfa vissulega mjög marga sentimetra og mörg kíló á hann til að koma landsliðsfyrirliðanum úr jafnvægi inn í teig. Hlynur er ómissandi í vörninni en hann er líka gríðarlega mikilvægur í sóknarleiknum þar sem hann dregur meðal annars stóru menn mótherjanna frá körfunni með þriggja stiga skotum sínum. Hlynur er einnig öflugur sendingamaður og fáir betri í að halda sóknum á lífi með því að taka hvert sóknarfrákastið á fætur öðruJón Arnór fagnar hér eftir að sætið á Eurobasket var tryggt.Vísir/Daníel„Stórstjarnan“ Jón Arnór Stefánsson 33 ára og 196 sm bakvörður 77 landsleikir fyrir Ísland 1030 stig fyrir Ísland 40 Evrópulandsleikir Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsliðsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann er leiðtogi íslenska liðsins og það kemur aldrei betur í ljós en þegar liðið er komið á stóra sviðið. Jón Arnór hefur spilað í bestu deildum Evrópu síðustu árin og reynsla hans verður ómetanleg á EM. Liðið mun leita til hans á erfiðum tímapunktum á Evrópumótinu og heilsa og orka hans mun spila stóra rullu í gengi liðsins. Jón Arnór er fyrst og fremst góður liðsmaður og frábær varnarmaður með sínunm félagsliðum í Evrópuboltanum en þegar hann er kominn í landsliðsbúninginn þá veit hann að liðið treystir á hann að taka af skarið.Haukur Helgi Pálsson.Vísir/Daníel„Lykilmaðurinn“ Haukur Helgi Pálsson 23 ára og 198 sm framherji 35 landsleikir fyrir Ísland 393 stig fyrir Ísland 18 Evrópulandsleikir Haukur Helgi er algjör lykilmaður í íslenska liðinu hvort sem litið er á varnarleikinn eða sóknarleikinn. Haukur hefur bætt líkamlegan styrk í sumar og er að mestu búinn að vera laus við villuvandræði í undirbúningnum sem eru góðar fréttir enda hafa villuvandræði verið daglegt brauð hjá honum síðustu ár. Haukur þarf að dekka stóra og hreyfanlega leikmenn og gerir það oftast vel. Íslenska liðið tapar sjaldan þegar Haukur er að spila vel sem er gott dæmi um mikilvægi kappans. Haukur er frábær hraðaupphlaupsmaður, keyrir manna best á körfuna og hefur bætt skotið sitt fyrir utan.Mynd/KKí/Kristinn Geir„Rússinn okkar“ Pavel Ermolinskij 28 ára og 202 sm bakvörður 50 landsleikir fyrir Ísland 306 stig fyrir Ísland 20 Evrópulandsleikir Pavel er af rússneskum ættum og það fer ekkert á milli mála þegar kemur að leik hans. Ískaldur að taka skotin á mikilvægum tímapunktum, góður undir pressu og virðist hreinlega aldrei fara á taugum. Pavel leitar uppi félaga sína og er aldrei betri en þegar leikmenn liðsins eru að hitta vel í kringum hann. Pavel er líklega eini leikmaður íslenska liðsins sem mun lenda reglulega í því á EM að vera dekkaður af lávaxnari leikmanni.Hörður Axel VilhjálmssonMynd/KKí/Kristinn Geir„Orkuboltinn“ Hörður Axel Vilhjálmsson 26 ára og 194 sm bakvörður 43 landsleikir fyrir Ísland 241 stig fyrir Ísland 12 Evrópulandsleikir Hörður Axel þekkir bara einn gír og hann verður í túrbó-gírnum allar mínútur hans á gólfinu í Berlín. Hörður er frábær varnarmaður sem gefur bestu bakvörðum mótherjanna engin grið og gefur um leið tóninn í agressívum varnarleik íslenska liðsins. Hörður Axel hefur verið að ná meiri stöðuleika í sókninni en skotið hafði oft týnst á undanförnum árum. Nú setur hann hinsvegar þristana reglulega niður.Mynd/KKÍ/Kristinn Geir„Vonarstjarnan“ Martin Hermannsson 20 ára og 193 sm bakvörður 30 landsleikir fyrir Ísland 161 stig fyrir Ísland 8 Evrópulandsleikir Martin er yngsti leikmaður íslenska liðsins og þótt að hann sé ekki mikið yngri en Haukur þá munu reynsla hans á EM nýtast honum vel í næstu stóru kynslóðarskiptum innan íslenska liðsins. Martin er úrræðagóður sóknarmaður og kemur með nýjar víddir inn í sóknina þegar hann kemur inn af bekknum. Getur hreinlega tekið yfir leiki þegar hann kemst í stuð eins og við sáum meðal annars í sigrinum mikilvæga á móti Bretum í Laugardalshöllinni. Getur klárað í kringum körfuna og flot-skotin hans eru jafnan fyrsta flokks.Natvélin.Mynd/KKÍ/Kristinn Geir„Stóri strákurinn“ Ragnar Nathanaelsson 24 ára og 218 sm miðherji 30 landsleikir fyrir Ísland 71 stig fyrir Ísland 8 Evrópulandsleikir Ragnar er langstærsti leikmaður íslenska liðsins, sextán sentimetrum hærri en sá næsthæsti sem er Pavel. Ragnar er ekki bara hávaxinn því hann er líka risastór karakter innan hópsins sem skemmtir sér og liðsfélögunum með léttleika og ljúfmennsku. Landsliðsþjálfararnir hafa lítið notað hann í undirbúningnum en nú er von á því að íslenska liðið mæti fleiri leikmönnum af hans stærð á EM.Mynd/KKÍ/Kristinn Geir„Sá skynsami“ Jakob Örn Sigurðarson 33 ára og 190 sm bakvörður 80 landsleikir fyrir Ísland 877 stig fyrir Ísland 29 Evrópulandsleikir Jakob er kominn aftur inn í liðið eftir ársfrí og hefur þegar fengið mikilvægt hlutverk þótt að hann verði líklega ekki í byrjunarliðinu á EM. Jakob mun koma með yfirvegun og skynsemi inn af bekknum sem getur dottið í stuð eins og fleiri leikmenn í bakvarðarsveit íslenska liðsins. Jakob hefur verið einn allra traustasti leikmaður íslenska liðsins undanfarin ár og reynsla hans mun nýtast vel á mótinu. Hann er mjög góð skytta og mjög öruggur með boltann. Fáir eru skynsamari með boltann.Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson.Mynd/KKÍ/Kristinn Geir„Skyttan“ Logi Gunnarsson 33 ára og 190 sm bakvörður 116 landsleikir fyrir Ísland 1300 stig fyrir Ísland 46 Evrópulandsleikir Leikjahæstur í hópnum og sá sem hefur skorað flest stig fyrir íslenska landsliðið á þessari öld. Logi er frábær skotmaður sem má ekki fá opið skot innan sem utan þriggja stiga línuna. Logi hefur oftar en ekki fundið miðið í landsleikjum og þá fara hin ótrúlegustu skot rétta leið. Logi hefur mikla reynslu af því að koma inn til að breyta leikjum en framfarir hans í varnarleiknum eiga líka mikið hrós skilið. Það er hægt að treysta því að Logi mæti óhræddur inn á gólfið, með einbeitingu í vörninni og tilbúinn að taka fyrsta opna skotið.„Svissneski hnífurinn“ Helgi Már Magnússon 33 ára og 197 sm framherji 90 landsleikir fyrir Ísland 506 stig fyrir Ísland 33 Evrópulandsleikir Helgi Már hjálpar íslenska liðinu mikið með fjölhæfni sinni í vörn og sókn. Hann er fín skytta, heilt yfir úrræðagóður í sókninni og í vörninni getur hann hjálpað til á mörgum stöðum. Frábær liðsmaður sem flestum þykir mjög gott að spila með enda maður sem fórnar sínum leik fyrir liðið. Klókindi hans í vörninni koma sóknarmönnum mótherjanna oft í opna skjöldu og þá les hann einnig mjög vel hvar færin leynast í sóknarleiknum, bæði inn í teig og fyrir utan.„Bóndinn“ Axel Kárason 32 ára og 192 sm framherji 44 landsleikir fyrir Ísland 44 stig fyrir Ísland 18 Evrópulandsleikir Axel hefur verið hluti af liðinu í langan tíma og er jafnan að skila hlutverki tólfta mannsins með glans. Frábær liðsmaður og fínasta þriggja stiga skytta. Axel spilar ekki mikið en hann getur leyst mörg vandamál sem koma upp og þá einkum í vörninni. Líkt gengur og gerist hjá íslenska bóndanum þá gengur Axel í öll verk og gerir það af dug og áhuga. Er líka stundum kallaður litli Hlynur meðal góðra manna enda sá sem kemur örugglega til með að leysa af landsliðsfyrirliðann í Berlín.„Varamótorinn“ Ægir Þór Steinarsson 24 ára og 182 sm bakvörður 27 landsleikir fyrir Ísland 121 stig fyrir Ísland 10 Evrópulandsleikir Ægir Þór er langminnsti leikmaður íslenska liðsins og er því í hættu að lenda ítrekað í því að dekka miklu hærri leikmenn. Eitt er víst að Ægir gefur allt sitt í þær mínútur sem hann spilar, hann er mótorleikmaður sem mun koma með jákvæða orku inn í varnarleik íslenska liðsins þær mínútur sem hann spilar. Það er hinsvegar nóg af bakvörðum í íslenska liðinu og því mun Ægir eflaust ekki spila mikið á EM. Mikilvægi hans sem góðs og jákvæðs liðsmanns telur því líka fyrir hópinn. EM 2015 í Berlín Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Tólf íslenskir körfuboltaleikmenn endurskrifa íslensku körfuboltasöguna í Berlín á laugardaginn þegar Ísland spilar sinn fyrsta leik á stórmóti í körfubolta. Mótherjarnir eru heimamenn í Þýskalandi og leikurinn er ekki bara fyrsti leikur Íslands heldur einnig opunarleikur B-riðilsins Evrópumótsins sem er allur spilaður í Berlín. Það efast fáir um mikilvægi landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar og enginn er reynslumeiri á stóra sviðinu en stórstjarna liðsins Jón Arnór Stefánsson. Þeir gera þetta þó ekki einir og treysta á góða hjálp frá öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Fréttablaðið skoðaði nánar íslenska leikmannahópinn og setti sig inn í það hvaða hlutverkum strákarnir eiga skila í þessum fimm leikjum á sex dögum í Mercedes-Benz höllinni í Berlín.„Hjarta liðsins“ Hlynur Bæringsson 33 ára og 200 sm miðherji 90 landsleikir fyrir Ísland 928 stig fyrir Ísland 32 Evrópulandsleikir Mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins stendur vaktina fyrir framan körfuna á móti þungum og risastórum stjörnuleikmönnum mótherjanna. Hreysti og hugarfar Hlyns er engu líkt og menn þurfa vissulega mjög marga sentimetra og mörg kíló á hann til að koma landsliðsfyrirliðanum úr jafnvægi inn í teig. Hlynur er ómissandi í vörninni en hann er líka gríðarlega mikilvægur í sóknarleiknum þar sem hann dregur meðal annars stóru menn mótherjanna frá körfunni með þriggja stiga skotum sínum. Hlynur er einnig öflugur sendingamaður og fáir betri í að halda sóknum á lífi með því að taka hvert sóknarfrákastið á fætur öðruJón Arnór fagnar hér eftir að sætið á Eurobasket var tryggt.Vísir/Daníel„Stórstjarnan“ Jón Arnór Stefánsson 33 ára og 196 sm bakvörður 77 landsleikir fyrir Ísland 1030 stig fyrir Ísland 40 Evrópulandsleikir Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsliðsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann er leiðtogi íslenska liðsins og það kemur aldrei betur í ljós en þegar liðið er komið á stóra sviðið. Jón Arnór hefur spilað í bestu deildum Evrópu síðustu árin og reynsla hans verður ómetanleg á EM. Liðið mun leita til hans á erfiðum tímapunktum á Evrópumótinu og heilsa og orka hans mun spila stóra rullu í gengi liðsins. Jón Arnór er fyrst og fremst góður liðsmaður og frábær varnarmaður með sínunm félagsliðum í Evrópuboltanum en þegar hann er kominn í landsliðsbúninginn þá veit hann að liðið treystir á hann að taka af skarið.Haukur Helgi Pálsson.Vísir/Daníel„Lykilmaðurinn“ Haukur Helgi Pálsson 23 ára og 198 sm framherji 35 landsleikir fyrir Ísland 393 stig fyrir Ísland 18 Evrópulandsleikir Haukur Helgi er algjör lykilmaður í íslenska liðinu hvort sem litið er á varnarleikinn eða sóknarleikinn. Haukur hefur bætt líkamlegan styrk í sumar og er að mestu búinn að vera laus við villuvandræði í undirbúningnum sem eru góðar fréttir enda hafa villuvandræði verið daglegt brauð hjá honum síðustu ár. Haukur þarf að dekka stóra og hreyfanlega leikmenn og gerir það oftast vel. Íslenska liðið tapar sjaldan þegar Haukur er að spila vel sem er gott dæmi um mikilvægi kappans. Haukur er frábær hraðaupphlaupsmaður, keyrir manna best á körfuna og hefur bætt skotið sitt fyrir utan.Mynd/KKí/Kristinn Geir„Rússinn okkar“ Pavel Ermolinskij 28 ára og 202 sm bakvörður 50 landsleikir fyrir Ísland 306 stig fyrir Ísland 20 Evrópulandsleikir Pavel er af rússneskum ættum og það fer ekkert á milli mála þegar kemur að leik hans. Ískaldur að taka skotin á mikilvægum tímapunktum, góður undir pressu og virðist hreinlega aldrei fara á taugum. Pavel leitar uppi félaga sína og er aldrei betri en þegar leikmenn liðsins eru að hitta vel í kringum hann. Pavel er líklega eini leikmaður íslenska liðsins sem mun lenda reglulega í því á EM að vera dekkaður af lávaxnari leikmanni.Hörður Axel VilhjálmssonMynd/KKí/Kristinn Geir„Orkuboltinn“ Hörður Axel Vilhjálmsson 26 ára og 194 sm bakvörður 43 landsleikir fyrir Ísland 241 stig fyrir Ísland 12 Evrópulandsleikir Hörður Axel þekkir bara einn gír og hann verður í túrbó-gírnum allar mínútur hans á gólfinu í Berlín. Hörður er frábær varnarmaður sem gefur bestu bakvörðum mótherjanna engin grið og gefur um leið tóninn í agressívum varnarleik íslenska liðsins. Hörður Axel hefur verið að ná meiri stöðuleika í sókninni en skotið hafði oft týnst á undanförnum árum. Nú setur hann hinsvegar þristana reglulega niður.Mynd/KKÍ/Kristinn Geir„Vonarstjarnan“ Martin Hermannsson 20 ára og 193 sm bakvörður 30 landsleikir fyrir Ísland 161 stig fyrir Ísland 8 Evrópulandsleikir Martin er yngsti leikmaður íslenska liðsins og þótt að hann sé ekki mikið yngri en Haukur þá munu reynsla hans á EM nýtast honum vel í næstu stóru kynslóðarskiptum innan íslenska liðsins. Martin er úrræðagóður sóknarmaður og kemur með nýjar víddir inn í sóknina þegar hann kemur inn af bekknum. Getur hreinlega tekið yfir leiki þegar hann kemst í stuð eins og við sáum meðal annars í sigrinum mikilvæga á móti Bretum í Laugardalshöllinni. Getur klárað í kringum körfuna og flot-skotin hans eru jafnan fyrsta flokks.Natvélin.Mynd/KKÍ/Kristinn Geir„Stóri strákurinn“ Ragnar Nathanaelsson 24 ára og 218 sm miðherji 30 landsleikir fyrir Ísland 71 stig fyrir Ísland 8 Evrópulandsleikir Ragnar er langstærsti leikmaður íslenska liðsins, sextán sentimetrum hærri en sá næsthæsti sem er Pavel. Ragnar er ekki bara hávaxinn því hann er líka risastór karakter innan hópsins sem skemmtir sér og liðsfélögunum með léttleika og ljúfmennsku. Landsliðsþjálfararnir hafa lítið notað hann í undirbúningnum en nú er von á því að íslenska liðið mæti fleiri leikmönnum af hans stærð á EM.Mynd/KKÍ/Kristinn Geir„Sá skynsami“ Jakob Örn Sigurðarson 33 ára og 190 sm bakvörður 80 landsleikir fyrir Ísland 877 stig fyrir Ísland 29 Evrópulandsleikir Jakob er kominn aftur inn í liðið eftir ársfrí og hefur þegar fengið mikilvægt hlutverk þótt að hann verði líklega ekki í byrjunarliðinu á EM. Jakob mun koma með yfirvegun og skynsemi inn af bekknum sem getur dottið í stuð eins og fleiri leikmenn í bakvarðarsveit íslenska liðsins. Jakob hefur verið einn allra traustasti leikmaður íslenska liðsins undanfarin ár og reynsla hans mun nýtast vel á mótinu. Hann er mjög góð skytta og mjög öruggur með boltann. Fáir eru skynsamari með boltann.Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson.Mynd/KKÍ/Kristinn Geir„Skyttan“ Logi Gunnarsson 33 ára og 190 sm bakvörður 116 landsleikir fyrir Ísland 1300 stig fyrir Ísland 46 Evrópulandsleikir Leikjahæstur í hópnum og sá sem hefur skorað flest stig fyrir íslenska landsliðið á þessari öld. Logi er frábær skotmaður sem má ekki fá opið skot innan sem utan þriggja stiga línuna. Logi hefur oftar en ekki fundið miðið í landsleikjum og þá fara hin ótrúlegustu skot rétta leið. Logi hefur mikla reynslu af því að koma inn til að breyta leikjum en framfarir hans í varnarleiknum eiga líka mikið hrós skilið. Það er hægt að treysta því að Logi mæti óhræddur inn á gólfið, með einbeitingu í vörninni og tilbúinn að taka fyrsta opna skotið.„Svissneski hnífurinn“ Helgi Már Magnússon 33 ára og 197 sm framherji 90 landsleikir fyrir Ísland 506 stig fyrir Ísland 33 Evrópulandsleikir Helgi Már hjálpar íslenska liðinu mikið með fjölhæfni sinni í vörn og sókn. Hann er fín skytta, heilt yfir úrræðagóður í sókninni og í vörninni getur hann hjálpað til á mörgum stöðum. Frábær liðsmaður sem flestum þykir mjög gott að spila með enda maður sem fórnar sínum leik fyrir liðið. Klókindi hans í vörninni koma sóknarmönnum mótherjanna oft í opna skjöldu og þá les hann einnig mjög vel hvar færin leynast í sóknarleiknum, bæði inn í teig og fyrir utan.„Bóndinn“ Axel Kárason 32 ára og 192 sm framherji 44 landsleikir fyrir Ísland 44 stig fyrir Ísland 18 Evrópulandsleikir Axel hefur verið hluti af liðinu í langan tíma og er jafnan að skila hlutverki tólfta mannsins með glans. Frábær liðsmaður og fínasta þriggja stiga skytta. Axel spilar ekki mikið en hann getur leyst mörg vandamál sem koma upp og þá einkum í vörninni. Líkt gengur og gerist hjá íslenska bóndanum þá gengur Axel í öll verk og gerir það af dug og áhuga. Er líka stundum kallaður litli Hlynur meðal góðra manna enda sá sem kemur örugglega til með að leysa af landsliðsfyrirliðann í Berlín.„Varamótorinn“ Ægir Þór Steinarsson 24 ára og 182 sm bakvörður 27 landsleikir fyrir Ísland 121 stig fyrir Ísland 10 Evrópulandsleikir Ægir Þór er langminnsti leikmaður íslenska liðsins og er því í hættu að lenda ítrekað í því að dekka miklu hærri leikmenn. Eitt er víst að Ægir gefur allt sitt í þær mínútur sem hann spilar, hann er mótorleikmaður sem mun koma með jákvæða orku inn í varnarleik íslenska liðsins þær mínútur sem hann spilar. Það er hinsvegar nóg af bakvörðum í íslenska liðinu og því mun Ægir eflaust ekki spila mikið á EM. Mikilvægi hans sem góðs og jákvæðs liðsmanns telur því líka fyrir hópinn.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira