Kynlíf á túr sigga dögg skrifar 25. júlí 2015 09:00 Vísir/Getty Hver kannast ekki við að vera í miðjum klíðum í kelerí og þegar skipt er um stellingu má sjá djúprauða bletti í beinhvítu lakinu og jafnvel smá smyrju á bólfélaganum. Þrátt fyrir að þetta kallist hið mánaðarlega þá geta blessuðum blæðingunum skeikað um nokkra daga til eða frá og læðst upp að manni, nú eða niður úr manni. Konur segja allskyns sögur af því að hafa byrjað á blæðingum í kynlífi og hafa frásagnirnar verið allt frá því að kærastinn hafi brugðist ókvæða við og neitað að tala við þær, og yfir í að þeir kippi sér ekki upp við það, jafnvel bara glotta útí annað. Nýlega var New York Times með úttekt á mönnum sem elska að stunda kynlíf með konu á blæðingum. Karlarnir töluðu um að elska keiminn að tíðarblóðinu og fannst það bragbæta frekar en eitthvað annað. Lyktin truflaði þá ekki því þeir tengdu það við æsandi lykt píkunnar og fannst eitthvað náttúrulegt við þetta eða eins og einn maður á miðjum aldri sagði „þetta er náttúran í sinni fegurstu mynd og hún er líka svo blaut, þetta gerir mig ótrúlega graðann.“ Aðrir hafa greint frá því að það geti skipt máli hversu mikið blæðir og þá á hvaða degi tíðahrings ræðir. Enn aðrir segjast bara leysa þetta með því að fara saman í sturtu, annað hvort stunda kynlíf þar eða skola sig saman að fullnægingu lokinni.Sendu skilaboð með nærbuxunum Maður á fertugsaldri lýsti þessu svona „ þegar maður sér að hún er í ljótu nærbuxunum sínum þá veit maður að hún er á túr og þá er vissara að halda að sér höndum og vera tillitsamur.“ Staðreynd málsins er sú að konur er mishressar á blæðingum. Sumar bara dúllast í gegnum hið blóðrauða með dömubinda skiptingu á fjögurra stunda fresti á meðan aðrar þurfa poppa pillur og sitja yfir salerninu þegar straumurinn er sem mestur. Einn karlmaður benti á best sé að vera undirbúinn „það er erfitt að ná blettunum úr hvítum rúmfötum og því reyni ég alltaf að hafa bara handklæði undir.“ Svo er gott að muna að kynlíf er ekki bara kynlíf. Þegar konur voru spurðar þá sögðu þær að þeim fyndist munnmök ekki koma til greina, frekar halda þessu við samfarir. Ein kona á þrítugsaldri lýsti þessu svona „ég nota alltaf álfabikarinn þegar ég er á túr en ég meika ekki að hann fari niður á mig, ég fer bara að ímynda mér skrýtna lykt og ég meina, það er ekki góð lyktin af túrblóði, hvað þá bragð ímynda ég mér“. Önnur sagði að sér fyndist blóðið óaðlandi „ef hann notar bara smokk og smeygir honum af af samförum lokum þá finnst mér það snyrtilegra.“ Hormónalega séð þá er greddan í lágmarki blæðingum því hormónið estrógen og testósterón sem hafa áhrif á smurningu legganga og geta haft áhrif á kynlöngun tekur dýfu en fer svo aftur að rísa þegar nær dregur egglosi og nær hámarki um og eftir egglos. Sumar konur eru graðar á blæðingum og aðrar ekki, rétt eins og með alla kynlöngun þá er hún misjöfn eftir einstaklingum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir máli að stunda kynlíf þegar þér líður vel og ykkur báðum langar til þess. Tölfræðin bendir til þess að þetta trufli frekar þá sem blæðir frekar en bólfélagann svo eins og með allt kynlíf, talið saman um kynlíf, líka á blæðingum.Vísir/GettyTölfræði um upplifun karla af kynlífi á blæðingum 60% segjast hafa stundað kynlíf með konu á blæðingum 58% stunda bara samfarir og ekki munnmök 42% segja þetta var tabú að tala um því túr þykir sóðalegt 34% segjast túrblóð ekki skipta sig máli í kynlífi og fara bara eftir því sem bólfélaga líður vel með 67% segist ekki sækjast eftir kynlífi á meðan á blæðingum stendur ef bólfélaga þykir það óþægilegt 32% sögðu að bólfélaga hafi þótt vandræðalegt að byrja í miðjum klíðumÞetta höfðu þátttakendur að segja um upplifunina„Okkur brá báðum þegar við sáum allt í einu blóðugt handarfar á koddanum en við kláruðum og skelltum okkur svo bara saman í sturtu“„Það er pínu ógeðslegt þegar maður lendir í því að fá blóð á typpið í fyrsta skiptið en svo kippir maður sér ekkert upp við það“„Ég tók ekki eftir því fyrr en eftir á, hún var smá vandræðaleg en ég bara skipti um á rúminu og við gátum svo hlegið að þessu saman“„Maður fer bara inn á klósett, þrífur dúddann og svo aftur inn að kúra, beisikk“ Glamour pennar Glamour Sigga Dögg Tengdar fréttir Kynlífsdagbók Jóns Gests og Natalíu Íslenskt par tekur sambandið í gegn og heldur dagbók á meðan. Sigga Dögg kynfræðingur heldur úti kynlífskafla Glamour. 25. mars 2015 16:00 Vantar ykkur krydd í kynlífið? Það er algengt að kynlíf para gangi í sveiflu en eitt par ákvað að gera eitthvað í því og fór í kynlífsæfingarbúðir. 14. apríl 2015 15:00 Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30 Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Að vera vansvefta Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour
Hver kannast ekki við að vera í miðjum klíðum í kelerí og þegar skipt er um stellingu má sjá djúprauða bletti í beinhvítu lakinu og jafnvel smá smyrju á bólfélaganum. Þrátt fyrir að þetta kallist hið mánaðarlega þá geta blessuðum blæðingunum skeikað um nokkra daga til eða frá og læðst upp að manni, nú eða niður úr manni. Konur segja allskyns sögur af því að hafa byrjað á blæðingum í kynlífi og hafa frásagnirnar verið allt frá því að kærastinn hafi brugðist ókvæða við og neitað að tala við þær, og yfir í að þeir kippi sér ekki upp við það, jafnvel bara glotta útí annað. Nýlega var New York Times með úttekt á mönnum sem elska að stunda kynlíf með konu á blæðingum. Karlarnir töluðu um að elska keiminn að tíðarblóðinu og fannst það bragbæta frekar en eitthvað annað. Lyktin truflaði þá ekki því þeir tengdu það við æsandi lykt píkunnar og fannst eitthvað náttúrulegt við þetta eða eins og einn maður á miðjum aldri sagði „þetta er náttúran í sinni fegurstu mynd og hún er líka svo blaut, þetta gerir mig ótrúlega graðann.“ Aðrir hafa greint frá því að það geti skipt máli hversu mikið blæðir og þá á hvaða degi tíðahrings ræðir. Enn aðrir segjast bara leysa þetta með því að fara saman í sturtu, annað hvort stunda kynlíf þar eða skola sig saman að fullnægingu lokinni.Sendu skilaboð með nærbuxunum Maður á fertugsaldri lýsti þessu svona „ þegar maður sér að hún er í ljótu nærbuxunum sínum þá veit maður að hún er á túr og þá er vissara að halda að sér höndum og vera tillitsamur.“ Staðreynd málsins er sú að konur er mishressar á blæðingum. Sumar bara dúllast í gegnum hið blóðrauða með dömubinda skiptingu á fjögurra stunda fresti á meðan aðrar þurfa poppa pillur og sitja yfir salerninu þegar straumurinn er sem mestur. Einn karlmaður benti á best sé að vera undirbúinn „það er erfitt að ná blettunum úr hvítum rúmfötum og því reyni ég alltaf að hafa bara handklæði undir.“ Svo er gott að muna að kynlíf er ekki bara kynlíf. Þegar konur voru spurðar þá sögðu þær að þeim fyndist munnmök ekki koma til greina, frekar halda þessu við samfarir. Ein kona á þrítugsaldri lýsti þessu svona „ég nota alltaf álfabikarinn þegar ég er á túr en ég meika ekki að hann fari niður á mig, ég fer bara að ímynda mér skrýtna lykt og ég meina, það er ekki góð lyktin af túrblóði, hvað þá bragð ímynda ég mér“. Önnur sagði að sér fyndist blóðið óaðlandi „ef hann notar bara smokk og smeygir honum af af samförum lokum þá finnst mér það snyrtilegra.“ Hormónalega séð þá er greddan í lágmarki blæðingum því hormónið estrógen og testósterón sem hafa áhrif á smurningu legganga og geta haft áhrif á kynlöngun tekur dýfu en fer svo aftur að rísa þegar nær dregur egglosi og nær hámarki um og eftir egglos. Sumar konur eru graðar á blæðingum og aðrar ekki, rétt eins og með alla kynlöngun þá er hún misjöfn eftir einstaklingum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir máli að stunda kynlíf þegar þér líður vel og ykkur báðum langar til þess. Tölfræðin bendir til þess að þetta trufli frekar þá sem blæðir frekar en bólfélagann svo eins og með allt kynlíf, talið saman um kynlíf, líka á blæðingum.Vísir/GettyTölfræði um upplifun karla af kynlífi á blæðingum 60% segjast hafa stundað kynlíf með konu á blæðingum 58% stunda bara samfarir og ekki munnmök 42% segja þetta var tabú að tala um því túr þykir sóðalegt 34% segjast túrblóð ekki skipta sig máli í kynlífi og fara bara eftir því sem bólfélaga líður vel með 67% segist ekki sækjast eftir kynlífi á meðan á blæðingum stendur ef bólfélaga þykir það óþægilegt 32% sögðu að bólfélaga hafi þótt vandræðalegt að byrja í miðjum klíðumÞetta höfðu þátttakendur að segja um upplifunina„Okkur brá báðum þegar við sáum allt í einu blóðugt handarfar á koddanum en við kláruðum og skelltum okkur svo bara saman í sturtu“„Það er pínu ógeðslegt þegar maður lendir í því að fá blóð á typpið í fyrsta skiptið en svo kippir maður sér ekkert upp við það“„Ég tók ekki eftir því fyrr en eftir á, hún var smá vandræðaleg en ég bara skipti um á rúminu og við gátum svo hlegið að þessu saman“„Maður fer bara inn á klósett, þrífur dúddann og svo aftur inn að kúra, beisikk“
Glamour pennar Glamour Sigga Dögg Tengdar fréttir Kynlífsdagbók Jóns Gests og Natalíu Íslenskt par tekur sambandið í gegn og heldur dagbók á meðan. Sigga Dögg kynfræðingur heldur úti kynlífskafla Glamour. 25. mars 2015 16:00 Vantar ykkur krydd í kynlífið? Það er algengt að kynlíf para gangi í sveiflu en eitt par ákvað að gera eitthvað í því og fór í kynlífsæfingarbúðir. 14. apríl 2015 15:00 Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30 Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Að vera vansvefta Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour
Kynlífsdagbók Jóns Gests og Natalíu Íslenskt par tekur sambandið í gegn og heldur dagbók á meðan. Sigga Dögg kynfræðingur heldur úti kynlífskafla Glamour. 25. mars 2015 16:00
Vantar ykkur krydd í kynlífið? Það er algengt að kynlíf para gangi í sveiflu en eitt par ákvað að gera eitthvað í því og fór í kynlífsæfingarbúðir. 14. apríl 2015 15:00
Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30