Ekki með neina stæla Gunar Leó Pálsson skrifar 4. september 2015 08:00 Strákarnir í Diktu eru spenntir fyrir því að nýjasta platan þeirra komi út. „Við erum sjúklega stoltir af nýju plötunni, það liggur við að vera vandræðalegt hvað við erum stoltir af þessu,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanóleikari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu sem sendir í dag frá sér nýja plötu sem ber nafnið Easy Street. Platan er fimmta breiðskífa sveitarinnar, sem hefur unnið að henni síðastliðin tvö ár. „Þetta tók tvö ár í vinnslu og við vorum meðvitaðir strax í byrjun um að við ætluðum að gera þetta svona. Við fórum tvær ferðir til Þýskalands til að vinna með upptökustjóranum Sky van Hoff og þegar við fórum í seinni Þýskalandsferðina héldum að við værum langt komnir en þá var mikið eftir. Upptökustjórinn kom til Íslands og var hér í rúman mánuð með okkur þótt hann hafi bara ætlað að vera í tvær vikur með okkur,“ útskýrir Haukur Heiðar spurður út í vinnuna á bak við plötuna. Hún er jafnframt fyrsta plata Diktu sem kemur út á vínyl. Platan er að miklu leyti rökrétt framhald af fyrri plötum sveitarinnar en þeir settu sér þó það markmið í byrjun að búa fyrst og fremst til góða popp/rokkplötu. „Við ætluðum að búa til góða popp/rokkplötu og ekki vera með neina stæla,“ segir Haukur Heiðar en hann spilar þó sérlega lítið á gítar á þessari plötu. „Ég spila rosa mikið á píanó, það er alveg hægt að telja nóturnar sem ég spila á gítarinn á þessari plötu,“ bætir Haukur Heiðar við og hlær. Eins og titillinn gefur til kynna eru textar plötunnar á ensku. „Ég lagði mikla vinnu í textana, eyddi miklu púðri og þeir eru sumir ansi persónulegir. Það er að finna ást og söknuð í textunum og það má segja að þeir fjalli um lífið í heild sinni og um að við eigum að njóta lífsins.“ Liðsmenn Diktu ætla að fagna nýju plötunni með tónleikum í Hörpu þann 9. september næstkomandi og á Græna hattinum á Akureyri þann 19. september. „Það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem við höldum sjálfir tónleika í Hörpu,“ bætir Haukur Heiðar við. Á tónleikunum verður nýja platan leikin í heild og þá verða einnig vinsælustu lög sveitarinnar leikin. Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum sjúklega stoltir af nýju plötunni, það liggur við að vera vandræðalegt hvað við erum stoltir af þessu,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari, píanóleikari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Diktu sem sendir í dag frá sér nýja plötu sem ber nafnið Easy Street. Platan er fimmta breiðskífa sveitarinnar, sem hefur unnið að henni síðastliðin tvö ár. „Þetta tók tvö ár í vinnslu og við vorum meðvitaðir strax í byrjun um að við ætluðum að gera þetta svona. Við fórum tvær ferðir til Þýskalands til að vinna með upptökustjóranum Sky van Hoff og þegar við fórum í seinni Þýskalandsferðina héldum að við værum langt komnir en þá var mikið eftir. Upptökustjórinn kom til Íslands og var hér í rúman mánuð með okkur þótt hann hafi bara ætlað að vera í tvær vikur með okkur,“ útskýrir Haukur Heiðar spurður út í vinnuna á bak við plötuna. Hún er jafnframt fyrsta plata Diktu sem kemur út á vínyl. Platan er að miklu leyti rökrétt framhald af fyrri plötum sveitarinnar en þeir settu sér þó það markmið í byrjun að búa fyrst og fremst til góða popp/rokkplötu. „Við ætluðum að búa til góða popp/rokkplötu og ekki vera með neina stæla,“ segir Haukur Heiðar en hann spilar þó sérlega lítið á gítar á þessari plötu. „Ég spila rosa mikið á píanó, það er alveg hægt að telja nóturnar sem ég spila á gítarinn á þessari plötu,“ bætir Haukur Heiðar við og hlær. Eins og titillinn gefur til kynna eru textar plötunnar á ensku. „Ég lagði mikla vinnu í textana, eyddi miklu púðri og þeir eru sumir ansi persónulegir. Það er að finna ást og söknuð í textunum og það má segja að þeir fjalli um lífið í heild sinni og um að við eigum að njóta lífsins.“ Liðsmenn Diktu ætla að fagna nýju plötunni með tónleikum í Hörpu þann 9. september næstkomandi og á Græna hattinum á Akureyri þann 19. september. „Það er líka gaman að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem við höldum sjálfir tónleika í Hörpu,“ bætir Haukur Heiðar við. Á tónleikunum verður nýja platan leikin í heild og þá verða einnig vinsælustu lög sveitarinnar leikin.
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp