Hvað þarf kona raunverulega? sigga dögg skrifar 4. september 2015 11:30 Vísir/Getty Í hverri einustu viku, á hverjum einasta degi, verður á vegi mínum kona, hvort sem hún er náin mér eða ekki, eða jafnvel bara spegilmyndin mín. Konur eru alls staðar, það er staðreynd. Það er líka önnur staðreynd að unaður kvenna í kynlífi er skammarlega takmarkaður. Við erum svo feitar, ljótar, óeðlilegar og stundum bara ógeðslegar. Kannastu við þetta? Hvernig eigum við að geta notið unaðar af líkama okkar ef okkur býður svona við honum? Nú eða ef heimurinn og hugsanirnar ætla með okkur í endalausa hringavitleysu. Það er alveg sama hversu oft ég kenni á snípinn og útbýti sleipiefnum, ef við vinnum ekki með kynvitund kvenna í stærra samhengi þá gerist afskaplega takmarkað því það er heilinn sem stýrir snípnum. Ég fór að spá hvað væri hægt að gera og mér duttu nokkrir hlutir í hug.Er þetta þvottavélin? Við þurfum að byrja á því að fara inn á við þegar við ætlum að njóta. Við þurfum að vera meira en fellingar, misstórir barmar, bólur, útferð, grá hár, broddar og appelsínuhúð. Við þurfum að geta gleymt umhverfinu og aðskilið okkur frá því. Það þýðir líka að við þurfum að hætta að hlusta eftir pípinu í þvottavélinni, símanum, þurrkaranum, reykskynjaranum og uppþvottavélinni. Við þurfum að loka eyrunum. Mér datt eitt í hug í þessu samhengi. Ætli við ættum auðveldara með að loka ef við værum með heyrnartól þar sem kynþokkafull og valdeflandi rödd hrósaði okkur og jafnvel leiddi okkur áfram í smá hugleiðslu? Þetta er pottþétt þess virði að prófa, þó ekki nema væri í næstu sjálfsfróun (ekki láta mig byrja á að röfla yfir því, þú veist að þú hefur gott af henni, óháð aldri). Ef orðin trufla þig, kannski eru þá eyrnatappar svarið fyrir þig.Ertu stellingarlöt? Ég las nýverið í stelpublaði að þær sem lægju á bakinu væru stellingarlatar. Mig langaði að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. Hefurðu ekki annars heyrt um að liggja bara eins og skata? Samfarir eru ekki hannaðar fyrir unað píkunnar, þær eru hannaðar fyrir getnað. Kynlíf, og samfarir, snúa að því að tengja saman einstaklingana sem það stunda, ekki einn að rúnka sér á öðrum. Þetta á að vera sameiginleg gleðistund. Þar kemur hin sígilda trúboðastelling sér vel. Það er hægt að horfast í augu, kyssast, dást hvort að öðru, strjúka, rífa í hár, klóra í bak og bossa og finna fyrir líkamslykt og þunga elskhugans. Hvað er meira sexí en einmitt það? Svo er líka skítkalt á þessu landi og þarna er hægt að hafa sængina yfir ykkur svo enginn þarf að fá gæsahúð eða detta úr stuði vegna dragsúgs. Það að fleygja konu á hvolf og ætla þrykkja inn tekur ekki tillit til hugsana um eigið óöryggi gagnvart líkamanum, þarfarinnar fyrir nándina og lyktina af svitanum og holdinu. Þetta er virkjun á þessum frumkrafti, ekki neita okkur um hann því þetta er dæmd stelling sem leiðinleg og óspennandi. Svo er líka svo auðvelt fyrir okkur að renna hendi niður og strjúka snípinn.Lausnin er fundin! Eða kannski ekki. Eins og svo oft er þetta að bera kennsl á eigin hugsanir, langanir og geta tjáð þær við elskhugann sinn. En prófaðu. Fikraðu þig áfram í að finna hvað hentar þér og ykkar kynlífi. Leyfðu þér að njóta og umfram allt gerður kröfu um unað. Heilsa Tengdar fréttir Kremjum óléttutabúin Þungun er að drukkna í tabúum en nú verður sagt stopp. 24. júlí 2015 11:00 Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? Er raunverulega til pilla sem gerir konur graðar og ef svo er mun þær þá langa í kynlíf eða verður kynlífið betra? 28. ágúst 2015 14:00 Kýld af mömmu-samviskubiti Það getur verið snúið að vera foreldri, því verður ekki neitað 24. ágúst 2015 14:00 Hver frelsar fullnæginguna? Átt þú erfitt með að fá það? Lestu áfram, það gæti breytt lífi þínu til hins betra 25. ágúst 2015 11:00 Hamingjuhleðsla Ég skrifa mikið um kynlíf, það ætti að vera hverjum lesanda þessara pistla ljóst fyrir löngu. Ég fór samt að pæla í einu um daginn og það var hvað gerir einstakling aðlaðandi í augum annarra. 10. júlí 2015 11:00 Greddupilla fyrir konur? Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka? 26. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í hverri einustu viku, á hverjum einasta degi, verður á vegi mínum kona, hvort sem hún er náin mér eða ekki, eða jafnvel bara spegilmyndin mín. Konur eru alls staðar, það er staðreynd. Það er líka önnur staðreynd að unaður kvenna í kynlífi er skammarlega takmarkaður. Við erum svo feitar, ljótar, óeðlilegar og stundum bara ógeðslegar. Kannastu við þetta? Hvernig eigum við að geta notið unaðar af líkama okkar ef okkur býður svona við honum? Nú eða ef heimurinn og hugsanirnar ætla með okkur í endalausa hringavitleysu. Það er alveg sama hversu oft ég kenni á snípinn og útbýti sleipiefnum, ef við vinnum ekki með kynvitund kvenna í stærra samhengi þá gerist afskaplega takmarkað því það er heilinn sem stýrir snípnum. Ég fór að spá hvað væri hægt að gera og mér duttu nokkrir hlutir í hug.Er þetta þvottavélin? Við þurfum að byrja á því að fara inn á við þegar við ætlum að njóta. Við þurfum að vera meira en fellingar, misstórir barmar, bólur, útferð, grá hár, broddar og appelsínuhúð. Við þurfum að geta gleymt umhverfinu og aðskilið okkur frá því. Það þýðir líka að við þurfum að hætta að hlusta eftir pípinu í þvottavélinni, símanum, þurrkaranum, reykskynjaranum og uppþvottavélinni. Við þurfum að loka eyrunum. Mér datt eitt í hug í þessu samhengi. Ætli við ættum auðveldara með að loka ef við værum með heyrnartól þar sem kynþokkafull og valdeflandi rödd hrósaði okkur og jafnvel leiddi okkur áfram í smá hugleiðslu? Þetta er pottþétt þess virði að prófa, þó ekki nema væri í næstu sjálfsfróun (ekki láta mig byrja á að röfla yfir því, þú veist að þú hefur gott af henni, óháð aldri). Ef orðin trufla þig, kannski eru þá eyrnatappar svarið fyrir þig.Ertu stellingarlöt? Ég las nýverið í stelpublaði að þær sem lægju á bakinu væru stellingarlatar. Mig langaði að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. Hefurðu ekki annars heyrt um að liggja bara eins og skata? Samfarir eru ekki hannaðar fyrir unað píkunnar, þær eru hannaðar fyrir getnað. Kynlíf, og samfarir, snúa að því að tengja saman einstaklingana sem það stunda, ekki einn að rúnka sér á öðrum. Þetta á að vera sameiginleg gleðistund. Þar kemur hin sígilda trúboðastelling sér vel. Það er hægt að horfast í augu, kyssast, dást hvort að öðru, strjúka, rífa í hár, klóra í bak og bossa og finna fyrir líkamslykt og þunga elskhugans. Hvað er meira sexí en einmitt það? Svo er líka skítkalt á þessu landi og þarna er hægt að hafa sængina yfir ykkur svo enginn þarf að fá gæsahúð eða detta úr stuði vegna dragsúgs. Það að fleygja konu á hvolf og ætla þrykkja inn tekur ekki tillit til hugsana um eigið óöryggi gagnvart líkamanum, þarfarinnar fyrir nándina og lyktina af svitanum og holdinu. Þetta er virkjun á þessum frumkrafti, ekki neita okkur um hann því þetta er dæmd stelling sem leiðinleg og óspennandi. Svo er líka svo auðvelt fyrir okkur að renna hendi niður og strjúka snípinn.Lausnin er fundin! Eða kannski ekki. Eins og svo oft er þetta að bera kennsl á eigin hugsanir, langanir og geta tjáð þær við elskhugann sinn. En prófaðu. Fikraðu þig áfram í að finna hvað hentar þér og ykkar kynlífi. Leyfðu þér að njóta og umfram allt gerður kröfu um unað.
Heilsa Tengdar fréttir Kremjum óléttutabúin Þungun er að drukkna í tabúum en nú verður sagt stopp. 24. júlí 2015 11:00 Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? Er raunverulega til pilla sem gerir konur graðar og ef svo er mun þær þá langa í kynlíf eða verður kynlífið betra? 28. ágúst 2015 14:00 Kýld af mömmu-samviskubiti Það getur verið snúið að vera foreldri, því verður ekki neitað 24. ágúst 2015 14:00 Hver frelsar fullnæginguna? Átt þú erfitt með að fá það? Lestu áfram, það gæti breytt lífi þínu til hins betra 25. ágúst 2015 11:00 Hamingjuhleðsla Ég skrifa mikið um kynlíf, það ætti að vera hverjum lesanda þessara pistla ljóst fyrir löngu. Ég fór samt að pæla í einu um daginn og það var hvað gerir einstakling aðlaðandi í augum annarra. 10. júlí 2015 11:00 Greddupilla fyrir konur? Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka? 26. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? Er raunverulega til pilla sem gerir konur graðar og ef svo er mun þær þá langa í kynlíf eða verður kynlífið betra? 28. ágúst 2015 14:00
Kýld af mömmu-samviskubiti Það getur verið snúið að vera foreldri, því verður ekki neitað 24. ágúst 2015 14:00
Hver frelsar fullnæginguna? Átt þú erfitt með að fá það? Lestu áfram, það gæti breytt lífi þínu til hins betra 25. ágúst 2015 11:00
Hamingjuhleðsla Ég skrifa mikið um kynlíf, það ætti að vera hverjum lesanda þessara pistla ljóst fyrir löngu. Ég fór samt að pæla í einu um daginn og það var hvað gerir einstakling aðlaðandi í augum annarra. 10. júlí 2015 11:00
Greddupilla fyrir konur? Fyrst var það blá pillan fyrir typpin að rísa en nú er það bleika pillann fyrir...snípinn að stækka? 26. ágúst 2015 11:00