Lundabúðir Jón Gnarr skrifar 5. september 2015 10:54 Reglulega skýtur upp kollinum umræða um svokallaðar lundabúðir. Mörgum þykir ansi mikið af þeim. Verslun í miðborginni er að breytast. Ferðamönnum fjölgar og fleiri verslanir miða framboð sitt við óskir þeirra. Fólk hefur á þessu ýmsar skoðanir. Oft litast umræðan meira af fordómum og alhæfingum en þekkingu og raunveruleika. Þessi og hin búðin er „lundabúð“ á meðan aðrar eru á einhvern hátt merkilegri. Það er alið á ótta, tortryggni og fordómum. Nokkrir kaupmenn hafa stofnað samtök til að berjast gegn þessari þróun. Framarlega í flokki eru Bolli Kristinsson, kenndur við 17 og fulltrúar og aðstandendur verslana eins og Herrafataverslun Vinnufatabúðarinnar, Herrafataverslun Guðsteins og járnvöruverslun Brynju. En hver er þessi þróun?Lundadúkkur hafa orðið tákngervingar Oft er látið að því liggja að hefðbundin Íslensk verslun sé á undanhaldi í miðborginni og víki fyrir búðum sem selji fjöldaframleitt drasl frá útlöndum. Lundadúkkur hafa orðið tákngervingur þessa enda margir að selja svona dúkkur. Á góðviðrisdögum er jafnvel risastórum dúkkum stillt upp fyrir utan búðina. Fulltrúar nokkurra gamalgróinna verslana hafa haft sig í frammi við að mótmæla þróuninni og vara við henni. Þeir hinir sömu hafa líka staðið í vegi fyrir tilraunum til að opna aðgengi gangandi vegfarenda á Laugavegi en takmarka bílaumferð. Flestar þessara verslana hafa verið á sama staðnum í langan tíma. Fulltrúar þeirra telja sig standa fyrir gömul og góð gildi og vara við þessu, tala gjarnan í niðrandi tóni um þessa nýju verslunarmenningu og segja sínar góðu og Íslensku verslanir vera að tapa fyrir lundabúðunum. Þær tröllríði öllu og gefið í skyn að þar sé hálfgerð úrkynjun á ferð. Það er fjarri lagi.Lyktar af kvenfyrirlitningu Þegar vöruúrvalið er skoðað hjá þessum gamalgrónu versl¬unum kemst maður að því að þar er yfirleitt lítið framboð af Íslenskum vörum. Flestar vörurnar eru innfluttar og margt jafnvel saumað í sömu verksmiðjunni í Asíu og saumar lundana. Engin þessara verslana virðist standa fyrir metn-aðarfulla innlenda framleiðslu og bjóða nær eingöngu uppá erlend vörumerki. Það er vandamálið í hnotskurn. Vissulega eru nokkrar túristabúðir reknar með svipuðu sniði og bjóða uppá innflutt drasl með veglegri álagningu. En það er undantekning. Uppistaðan í þessari nýju verslun er íslensk hönnun og framleiðsla, fatahönnun, listmunir, bækur og annar iðnaður. Lundabúðir eru sjaldnast neinar lundabúðir. Þetta hugtak er að mestu leyti einungis skammaryrði sem búið er til og haldið á lofti af öfundsjúkum keppinautum sem einfaldlega bjóða ekki uppá jafn áhugaverðar vörur. Mér finnst þetta lykta af kvenfyrirlitningu. Íslensk hönnun og handverk er jú að mestu leyti unnin og sköpuð af konum. Það er ótrúleg gróska og líf og skemmtileg sköpun í gangi. Íslenskt handverk og hönnun er ekki bara tómstundagaman heldur merkileg verðmæti. Að tala um allan þennan iðnað og verslun með hann sem lundabúðir finnst mér niðurlægjandi. Að einhverjum skuli detta í hug að kalla verslun Thorvaldsensfélagsins lundabúð gerir mig reiðan. Ég veit um fjölda kvenna sem prjóna peysur, sokka og húfur og aðra ullarvöru sem ferðamenn kaupa í ýmsum búðum. Það er nefnilega mikil eftirspurn eftir handunnum Íslenskum vörum. Margar kvennanna hafa verið að prjóna meira og minna ókeypis fyrir fólk alla tíð. Mér finnst þetta bara mjög gott mál. Ég vona að þessi iðnaður eigi eftir að vaxa og dafna og ungir jafnt sem gamlir fái aukin tækifæri til að koma skemmtilegum hugmyndum sínum á framfæri og ferðamenn og aðrir gestir fái að eignast eitthvað einstakt. Þetta eru heilbrigð viðskipti. Lögmálið um framboð og eftirspurn skilja flestir, sérstaklega þeir sem starfa við verslun. Miðborg Reykjavíkur er uppfull af erlendum gestum. Þeir vilja kaupa ekta íslenskar og handunnar vörur sem þeir fá ekki annars staðar. Þeir eru ekki að leita að vönduðum dönskum karlmannsnærbuxum. Áfram íslensk hönnun og handverk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Reglulega skýtur upp kollinum umræða um svokallaðar lundabúðir. Mörgum þykir ansi mikið af þeim. Verslun í miðborginni er að breytast. Ferðamönnum fjölgar og fleiri verslanir miða framboð sitt við óskir þeirra. Fólk hefur á þessu ýmsar skoðanir. Oft litast umræðan meira af fordómum og alhæfingum en þekkingu og raunveruleika. Þessi og hin búðin er „lundabúð“ á meðan aðrar eru á einhvern hátt merkilegri. Það er alið á ótta, tortryggni og fordómum. Nokkrir kaupmenn hafa stofnað samtök til að berjast gegn þessari þróun. Framarlega í flokki eru Bolli Kristinsson, kenndur við 17 og fulltrúar og aðstandendur verslana eins og Herrafataverslun Vinnufatabúðarinnar, Herrafataverslun Guðsteins og járnvöruverslun Brynju. En hver er þessi þróun?Lundadúkkur hafa orðið tákngervingar Oft er látið að því liggja að hefðbundin Íslensk verslun sé á undanhaldi í miðborginni og víki fyrir búðum sem selji fjöldaframleitt drasl frá útlöndum. Lundadúkkur hafa orðið tákngervingur þessa enda margir að selja svona dúkkur. Á góðviðrisdögum er jafnvel risastórum dúkkum stillt upp fyrir utan búðina. Fulltrúar nokkurra gamalgróinna verslana hafa haft sig í frammi við að mótmæla þróuninni og vara við henni. Þeir hinir sömu hafa líka staðið í vegi fyrir tilraunum til að opna aðgengi gangandi vegfarenda á Laugavegi en takmarka bílaumferð. Flestar þessara verslana hafa verið á sama staðnum í langan tíma. Fulltrúar þeirra telja sig standa fyrir gömul og góð gildi og vara við þessu, tala gjarnan í niðrandi tóni um þessa nýju verslunarmenningu og segja sínar góðu og Íslensku verslanir vera að tapa fyrir lundabúðunum. Þær tröllríði öllu og gefið í skyn að þar sé hálfgerð úrkynjun á ferð. Það er fjarri lagi.Lyktar af kvenfyrirlitningu Þegar vöruúrvalið er skoðað hjá þessum gamalgrónu versl¬unum kemst maður að því að þar er yfirleitt lítið framboð af Íslenskum vörum. Flestar vörurnar eru innfluttar og margt jafnvel saumað í sömu verksmiðjunni í Asíu og saumar lundana. Engin þessara verslana virðist standa fyrir metn-aðarfulla innlenda framleiðslu og bjóða nær eingöngu uppá erlend vörumerki. Það er vandamálið í hnotskurn. Vissulega eru nokkrar túristabúðir reknar með svipuðu sniði og bjóða uppá innflutt drasl með veglegri álagningu. En það er undantekning. Uppistaðan í þessari nýju verslun er íslensk hönnun og framleiðsla, fatahönnun, listmunir, bækur og annar iðnaður. Lundabúðir eru sjaldnast neinar lundabúðir. Þetta hugtak er að mestu leyti einungis skammaryrði sem búið er til og haldið á lofti af öfundsjúkum keppinautum sem einfaldlega bjóða ekki uppá jafn áhugaverðar vörur. Mér finnst þetta lykta af kvenfyrirlitningu. Íslensk hönnun og handverk er jú að mestu leyti unnin og sköpuð af konum. Það er ótrúleg gróska og líf og skemmtileg sköpun í gangi. Íslenskt handverk og hönnun er ekki bara tómstundagaman heldur merkileg verðmæti. Að tala um allan þennan iðnað og verslun með hann sem lundabúðir finnst mér niðurlægjandi. Að einhverjum skuli detta í hug að kalla verslun Thorvaldsensfélagsins lundabúð gerir mig reiðan. Ég veit um fjölda kvenna sem prjóna peysur, sokka og húfur og aðra ullarvöru sem ferðamenn kaupa í ýmsum búðum. Það er nefnilega mikil eftirspurn eftir handunnum Íslenskum vörum. Margar kvennanna hafa verið að prjóna meira og minna ókeypis fyrir fólk alla tíð. Mér finnst þetta bara mjög gott mál. Ég vona að þessi iðnaður eigi eftir að vaxa og dafna og ungir jafnt sem gamlir fái aukin tækifæri til að koma skemmtilegum hugmyndum sínum á framfæri og ferðamenn og aðrir gestir fái að eignast eitthvað einstakt. Þetta eru heilbrigð viðskipti. Lögmálið um framboð og eftirspurn skilja flestir, sérstaklega þeir sem starfa við verslun. Miðborg Reykjavíkur er uppfull af erlendum gestum. Þeir vilja kaupa ekta íslenskar og handunnar vörur sem þeir fá ekki annars staðar. Þeir eru ekki að leita að vönduðum dönskum karlmannsnærbuxum. Áfram íslensk hönnun og handverk!