Helgi fékk heimsmetið sitt loksins staðfest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2015 15:39 Helgi Sveinsson. Mynd/Íþróttasamband fatlaðra. Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni hefur nú fengið heimsmet sitt í flokki F42 af Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra og Kínverjinn Fu Yanlong á ekki metið lengur. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra. Helgi hafði þrisvar bætt heimsmet Fu Yanlong í sumar en Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra hafði hafnað tveimur þeirra. Í dag fékk Helgi loksins staðfestingu á því að þriðja og jafnframt lengsta kastið hans væri löglegt heimsmet. Ríkjandi heimsmet Helga er því 57,36 metrar kast hans á Coca Cola móti FH utanhúss sem fór fram þann 26. júní síðastliðinn. Á JJ móti Ármanns fyrr í sumar og á alþjóðlegu móti Norðmanna sem fram fór á dögunum hafði IPC athugasemdir við nokkur atriði svo þau heimsmetsköst Helga fengust ekki staðfest. Þeim voru að skapi öll gögn og öll tæknileg atriði frá Coca Cola móti FH svo metið hefur nú verið fært inn í heimsmetalista IPC. Með staðfestingunni á metinu er kast Helga upp á 57,36 metra sjötta lengsta kast fatlaðs manns í sögunni og eins og gefur að skilja lengsta kastið í hans fötlunarflokki sem er F42 (flokkur aflimaðra ofan hnés). Næsta stóra verkefni Helga er heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum sem fram er í Doha í Katar dagana 22.-31. október og þar mun Helgi keppa í sameiginlegum flokki F 42, 43 og 44. Eins og staðan er í dag hefur enginn í þessum flokkum kastað lengra en Helgi þetta árið. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi setti heimsmet Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni bætti í kvöld heimsmetið í spjótkasti í flokki F42 er hann keppti á JJ- móti Ármanns á Laugardalsvelli. 20. maí 2015 23:09 Ætla mér að vinna Ólympíugull Helgi Sveinsson setti nýtt heimsmet á dögunum en hann segir það gefa honum aukinn kraft við æfingar fyrir Ólympíuleikana í Brasilíu. 13. ágúst 2015 06:30 Helgi bætti í kvöld heimsmetið í annað skipti í sumar Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni ætlar heldur betur að eiga eftirminnilegt sumar en hann setti sitt annað heimsmet í ár á kastmóti FH í Krikanum í kvöld. 26. júní 2015 20:38 Kínverjinn fær í magann þegar hann sér þetta Helgi Sveinsson byrjaði tímabilið eins vel þegar hann setja heimsmet í spjótkasti í flokki F42 á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Helgi ætlar sér stóra hluti í sumar og hefur ekki áhyggjur af því að hann sé að toppa fimm mánuðum fyrir HM. 22. maí 2015 06:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni hefur nú fengið heimsmet sitt í flokki F42 af Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra og Kínverjinn Fu Yanlong á ekki metið lengur. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra. Helgi hafði þrisvar bætt heimsmet Fu Yanlong í sumar en Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra hafði hafnað tveimur þeirra. Í dag fékk Helgi loksins staðfestingu á því að þriðja og jafnframt lengsta kastið hans væri löglegt heimsmet. Ríkjandi heimsmet Helga er því 57,36 metrar kast hans á Coca Cola móti FH utanhúss sem fór fram þann 26. júní síðastliðinn. Á JJ móti Ármanns fyrr í sumar og á alþjóðlegu móti Norðmanna sem fram fór á dögunum hafði IPC athugasemdir við nokkur atriði svo þau heimsmetsköst Helga fengust ekki staðfest. Þeim voru að skapi öll gögn og öll tæknileg atriði frá Coca Cola móti FH svo metið hefur nú verið fært inn í heimsmetalista IPC. Með staðfestingunni á metinu er kast Helga upp á 57,36 metra sjötta lengsta kast fatlaðs manns í sögunni og eins og gefur að skilja lengsta kastið í hans fötlunarflokki sem er F42 (flokkur aflimaðra ofan hnés). Næsta stóra verkefni Helga er heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum sem fram er í Doha í Katar dagana 22.-31. október og þar mun Helgi keppa í sameiginlegum flokki F 42, 43 og 44. Eins og staðan er í dag hefur enginn í þessum flokkum kastað lengra en Helgi þetta árið.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi setti heimsmet Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni bætti í kvöld heimsmetið í spjótkasti í flokki F42 er hann keppti á JJ- móti Ármanns á Laugardalsvelli. 20. maí 2015 23:09 Ætla mér að vinna Ólympíugull Helgi Sveinsson setti nýtt heimsmet á dögunum en hann segir það gefa honum aukinn kraft við æfingar fyrir Ólympíuleikana í Brasilíu. 13. ágúst 2015 06:30 Helgi bætti í kvöld heimsmetið í annað skipti í sumar Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni ætlar heldur betur að eiga eftirminnilegt sumar en hann setti sitt annað heimsmet í ár á kastmóti FH í Krikanum í kvöld. 26. júní 2015 20:38 Kínverjinn fær í magann þegar hann sér þetta Helgi Sveinsson byrjaði tímabilið eins vel þegar hann setja heimsmet í spjótkasti í flokki F42 á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Helgi ætlar sér stóra hluti í sumar og hefur ekki áhyggjur af því að hann sé að toppa fimm mánuðum fyrir HM. 22. maí 2015 06:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Helgi setti heimsmet Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni bætti í kvöld heimsmetið í spjótkasti í flokki F42 er hann keppti á JJ- móti Ármanns á Laugardalsvelli. 20. maí 2015 23:09
Ætla mér að vinna Ólympíugull Helgi Sveinsson setti nýtt heimsmet á dögunum en hann segir það gefa honum aukinn kraft við æfingar fyrir Ólympíuleikana í Brasilíu. 13. ágúst 2015 06:30
Helgi bætti í kvöld heimsmetið í annað skipti í sumar Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni ætlar heldur betur að eiga eftirminnilegt sumar en hann setti sitt annað heimsmet í ár á kastmóti FH í Krikanum í kvöld. 26. júní 2015 20:38
Kínverjinn fær í magann þegar hann sér þetta Helgi Sveinsson byrjaði tímabilið eins vel þegar hann setja heimsmet í spjótkasti í flokki F42 á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Helgi ætlar sér stóra hluti í sumar og hefur ekki áhyggjur af því að hann sé að toppa fimm mánuðum fyrir HM. 22. maí 2015 06:00
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti