Kjötvinnsla kærleikans Jón Gnarr skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Ég var svo heppinn að vera í Houston þegar hið árlega Ródeó fór þar fram. Svona Ródeó eru alþjóðlegt fyrirbæri. Þar eru sýningar og skemmtiatriði en líka verslanir og sölubásar og kynningar á landbúnaði og húsdýrum og iðnaði þeim tengdum. Ródeóið í Houston er hið stærsta í heimi. Það er á Ródeóinu þar sem ofurhugar ríða ótemjum og mannígum nautum. Hátíðin dregur að sér margar milljónir gesta. Það má eiginlega segja að hún leggi borgina undir sig. Fólk dregur fram köflóttu skyrturnar sínar og kúrekastígvélin og setur kántrítónlistina í botn. Barir og veitingastaðir sýna beinar útsendingar frá hátíðinni og kúreka-andinn svífur yfir vötnum. Ég fór á opnunarhátíðina sem haldin var á risastórum íþróttaleikvangi. Ég var í blaðamannastúkunni þannig að ég hafði góða yfirsýn yfir allt saman. Hápunktur var þegar unglingsstúlka steig framá sviðið og hóf að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna. Fólk reis úr sætum og lagði hönd á hjartastað. Gamli maðurinn sem sat við hliðina á mér gekk skrefinu lengra, lagði vinstri höndina yfir brjóstið og heilsaði að hermannasið með hinni. Á 10.000 tommu sjónvarpsskjá fyrir aftan sviðið blakti Bandaríski fáninn í draumkenndu slómói. Þetta var tilfinningarík stund. Af hugrökkum hetjumMér skilst að þarna hafi um 70.000 manns verið samankomnir. Sumir muldruðu í hljóði á meðan aðrir tóku hraustlega undir í söngnum. Sumir hreinlega grétu. Undurfögur rödd söngkonunnar hóf mann upptil skýjanna og gældi við hverja taug og hverja tilfinningu líkamans. Ég fann fyrir sorg og auðmýkt. En líka stolti og samtengingu. Ég fann til smæðar minnar og varð einmana en um leið fann ég fyrir örygginu og hamingjunni af að vera hluti af heild. Tilfinningalostinn náði svo algjöru hámarki í lokalínunum og fólk hreinlega engdist um í tilfinningalegri fullnægingu. Ég var þar engin utantekning. Ég fékk tár í augun Þetta var múgsefjun einsog hún gerist best og ég var hrifinn með. Mér var skítsama þótt þetta væri allt fjármagnað af olíufélögum. Mér var sléttsama um aðstæður dýranna sem þetta byggði allt á. Mér fannst ég vera hluti af einhverju sem skipti meira máli og hafði einhvern æðri tilgang og markmið. Þegar lagið endaði, í hápunktinum, brast á með flugeldasýningu. Fólk tók andköf af hrifningu og margir féllust í faðma. Allar deilur voru úr sögunni og allar syndir fyrirgefnar. Ég hef aldrei á ævinni óskað þess jafn heitt að ég væri Bandaríkjamaður. Þetta var í fyrsta og eins skipti sem ég hef verið þáttakandi í svona viðburði. Ég hef heyrt fólk lýsa svipuðum upplifunum af því að fara á fótboltaleiki í Englandi þar sem jafnvel harðsvífustu fótboltabullur brotna saman hágrátandi í fanginu hver á öðrum. Af grenjandi guðhræddum aumingjumÞessi upplifun vakti mig ennogaftur til umhugsunar um Íslenska þjóðsönginn. Mér finnst hann slæmur. Andúð mín á honum er eiginlega þrýþætt. Mér finnst ljóðið lélegt, lagið alltof flókið og svo finnst mér aðeins of mikil guðhræðsla og barlómur í boðskapnum. Mér hefur aldrei fundist við íslendingar vera þessir grenjandi guðhræddu aumingjar sem sungið er um. Þvert á móti. Mér finnst ekkert sérstaklega mikil upphafning eða hvatning í því að tilbiðja guð sinn og deyja. Mér finnst vanta meira pepp. Það er það sem hugurinn stendur jú yfirleitt til á þeim stundum þegar þjóðsöngur er sunginn. Þar sýnir fólk í verki að það sé tilbúið að standa saman og sjái og átti sig á kostum þess og tilgangi. Ég mundi því vilja þjóðsöng sem dásamaði náttúru Íslands og þrautseigju íslensku þjóðarinnar á erfiðum tímum. Ég vil eitthvað sem er upplífgandi og hvetur mann til dáða. Við þurfum eitthvað svoleiðis því ekki er guð eða veðrið að gera það. Ég vil eitthvað sem sameinar okkur og minnir okkur á að hvort sem við erum sægreifar á Sauðárkróki, innflytjendur í Breiðholti eða myndlistarmenn á Mýrargötu þá erum við í þessu saman, erum bundin hvert öðru og háð hvert öðru og okkur gengur alltaf best þegar við stöndum saman og vinnum saman. Ég veit ekki alveg hvaða lag þetta á að vera. Það þarf að vera texti sem allir geta lært og lag sem venjulegt fólk getur sungið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun
Ég var svo heppinn að vera í Houston þegar hið árlega Ródeó fór þar fram. Svona Ródeó eru alþjóðlegt fyrirbæri. Þar eru sýningar og skemmtiatriði en líka verslanir og sölubásar og kynningar á landbúnaði og húsdýrum og iðnaði þeim tengdum. Ródeóið í Houston er hið stærsta í heimi. Það er á Ródeóinu þar sem ofurhugar ríða ótemjum og mannígum nautum. Hátíðin dregur að sér margar milljónir gesta. Það má eiginlega segja að hún leggi borgina undir sig. Fólk dregur fram köflóttu skyrturnar sínar og kúrekastígvélin og setur kántrítónlistina í botn. Barir og veitingastaðir sýna beinar útsendingar frá hátíðinni og kúreka-andinn svífur yfir vötnum. Ég fór á opnunarhátíðina sem haldin var á risastórum íþróttaleikvangi. Ég var í blaðamannastúkunni þannig að ég hafði góða yfirsýn yfir allt saman. Hápunktur var þegar unglingsstúlka steig framá sviðið og hóf að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna. Fólk reis úr sætum og lagði hönd á hjartastað. Gamli maðurinn sem sat við hliðina á mér gekk skrefinu lengra, lagði vinstri höndina yfir brjóstið og heilsaði að hermannasið með hinni. Á 10.000 tommu sjónvarpsskjá fyrir aftan sviðið blakti Bandaríski fáninn í draumkenndu slómói. Þetta var tilfinningarík stund. Af hugrökkum hetjumMér skilst að þarna hafi um 70.000 manns verið samankomnir. Sumir muldruðu í hljóði á meðan aðrir tóku hraustlega undir í söngnum. Sumir hreinlega grétu. Undurfögur rödd söngkonunnar hóf mann upptil skýjanna og gældi við hverja taug og hverja tilfinningu líkamans. Ég fann fyrir sorg og auðmýkt. En líka stolti og samtengingu. Ég fann til smæðar minnar og varð einmana en um leið fann ég fyrir örygginu og hamingjunni af að vera hluti af heild. Tilfinningalostinn náði svo algjöru hámarki í lokalínunum og fólk hreinlega engdist um í tilfinningalegri fullnægingu. Ég var þar engin utantekning. Ég fékk tár í augun Þetta var múgsefjun einsog hún gerist best og ég var hrifinn með. Mér var skítsama þótt þetta væri allt fjármagnað af olíufélögum. Mér var sléttsama um aðstæður dýranna sem þetta byggði allt á. Mér fannst ég vera hluti af einhverju sem skipti meira máli og hafði einhvern æðri tilgang og markmið. Þegar lagið endaði, í hápunktinum, brast á með flugeldasýningu. Fólk tók andköf af hrifningu og margir féllust í faðma. Allar deilur voru úr sögunni og allar syndir fyrirgefnar. Ég hef aldrei á ævinni óskað þess jafn heitt að ég væri Bandaríkjamaður. Þetta var í fyrsta og eins skipti sem ég hef verið þáttakandi í svona viðburði. Ég hef heyrt fólk lýsa svipuðum upplifunum af því að fara á fótboltaleiki í Englandi þar sem jafnvel harðsvífustu fótboltabullur brotna saman hágrátandi í fanginu hver á öðrum. Af grenjandi guðhræddum aumingjumÞessi upplifun vakti mig ennogaftur til umhugsunar um Íslenska þjóðsönginn. Mér finnst hann slæmur. Andúð mín á honum er eiginlega þrýþætt. Mér finnst ljóðið lélegt, lagið alltof flókið og svo finnst mér aðeins of mikil guðhræðsla og barlómur í boðskapnum. Mér hefur aldrei fundist við íslendingar vera þessir grenjandi guðhræddu aumingjar sem sungið er um. Þvert á móti. Mér finnst ekkert sérstaklega mikil upphafning eða hvatning í því að tilbiðja guð sinn og deyja. Mér finnst vanta meira pepp. Það er það sem hugurinn stendur jú yfirleitt til á þeim stundum þegar þjóðsöngur er sunginn. Þar sýnir fólk í verki að það sé tilbúið að standa saman og sjái og átti sig á kostum þess og tilgangi. Ég mundi því vilja þjóðsöng sem dásamaði náttúru Íslands og þrautseigju íslensku þjóðarinnar á erfiðum tímum. Ég vil eitthvað sem er upplífgandi og hvetur mann til dáða. Við þurfum eitthvað svoleiðis því ekki er guð eða veðrið að gera það. Ég vil eitthvað sem sameinar okkur og minnir okkur á að hvort sem við erum sægreifar á Sauðárkróki, innflytjendur í Breiðholti eða myndlistarmenn á Mýrargötu þá erum við í þessu saman, erum bundin hvert öðru og háð hvert öðru og okkur gengur alltaf best þegar við stöndum saman og vinnum saman. Ég veit ekki alveg hvaða lag þetta á að vera. Það þarf að vera texti sem allir geta lært og lag sem venjulegt fólk getur sungið.