Bílskúrinn: Baráttan í Belgíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. ágúst 2015 22:45 Mercedes fagnar, Rosberg var farinn til að vera við hlið eiginkonu sinnar sem á að eiga þeirra fyrsta barn í vikunni. Vísir/Getty Lewis Hamilton er nú búinn að tryggja sér ráspólsbikar ársins. Óvæntir atburðir áttu sér stað í belgíska kappakstrinum.Sebastian Vettel var þriðji en svo sprakk, Romain Grosjean komst loks á verðlaunapall eftir bið sem eingungis almættið kunni tölu á. Þetta og ýmislegt fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Grosjean stekkur í fang Lotus liðsins sem hefur ekki smakkað kampavín ansi lengi.Vísir/GettyBjargaði Grosjean Lotus liðinu? Góður akstur Grosjean kann hugsanlega að bjarga Lotus liðinu. Það er töluvert auðverldara að safna auglýsingatekjum þegar þú stendur á verðlaunapallinum. Orðrómur var á kreiki fyrir keppnina um helgina að innheimutfulltrúar hefði fengið bíla liðsins kyrrsetta. Krafa fulltrúanna var, ef rétt reynist, sú að einhverjar skuldir yrði greiddar áður en liðið fengi að halda áfram för sinni um heiminn með Formúlu 1 sirkusnum. Það má því velta því fyrir sér hvort hugsanleg aukning auglýsingatekna vegna frammistöðu Grosjean verði jafnvel til þess að liðið kemst til Monza. Auðvitað væri hægt að teygja þetta enn lengra og segja að dekkið sem sprakk undir Ferrari bíl Vettel hafi bjargað Lotus. Getur verið að Pirelli hafi bjargað Lotus, með því hugsanlega að senda Ferrari gallað dekk? Það er langsótt og loðið.Jenson Button fannst vandræðalegt að aka hægt á Spa.Vísir/gettyStóðs nýja Honda vélin væntingar? Hér á Vísi birtist frétt í síðustu viku með fyrirsögninni: Honda setur markið á Ferrari. Uppfærslur á Honda vélinni fyrir Spa áttu að gera vélina jafn öfluga Ferrari vélinni. Hvernig fór það? Rafkerfið virkaði ekki sem skyldi. „Þegar þig vantar raforkuna ertu að verða af 160 til 180 hestöflum. Ég var eiginlega bara að einbeita mér að því að halda bílnum á brautinni,“ sagði Jenson Button, annar ökumanna McLaren-Honda. Breski ökumaðurinn sagðist alls ekki njóta þess að aka í Formúlu 1 keppnum sem þessari. Hann lýsti upplifun sinni af keppninni sem „vandræðalegri.“Fernando Alonso varð 13. á McLaren-Honda bíl sínum og Button 14. Í stuttu máli þá virðist vélin ekki á pari við Ferrari vélina. Hins vegar er erfitt að segja hveru miklar framfarirnar eru. En ef Ferrari var raunverulegt innanbúða markmið þá er svarið einfaldlega nei, vélin stóðst ekki væntingar.Christian Horner þarf að vanda orðavalið í talstöðvunum héðan í frá.Vísir/gettyHvað er bannað í talstöðvasamskiptum? Á leið frá þjónustusvæði að ráslínu eða aftur á þjónustusvæðið gilda eftirfarandi reglur: Það má ennþá segja ökumönnum frá bilunum bæði í þeirra eigin bíl og annarra. Það má segja ökumönnum að koma inn á þjónustusvæðið og frá upplýsingum um aðvaranir brautarstarfsmanna á borð við gul flögg eða að hætt hafi verið við ræsingu. Ræða má aðstæður brautar, bleytu eða jafnvel brot úr öðrum bílum. Það má ráðfæra ökumanni að auka hraðann ef tími hans er ekki nógu góður. Óheimilt er að segja ökumanni að aka í gegnum þjónustusvæðið, koma sér fyrir aftast á ráslínu eða að drepa á bílnum. Einnig er óheimilt að athuga hvort talstöðin virki eða hvernig jafnvægið í bílnum er. Þegar bíll er á þjónustusvæði gilda þessar reglur: Það má veita upplýsingar um næsta hring, minna ökumann á að framkvæma æfingaræsingu og ræða jafnvægi bílsins. Einnig má segja ökumanni að koma sér fyrir aftast á ráslínu, athuga, með einföldum hætti, hvort talstöðvar beggja aðila virki og segja ökumanni að koma aftur inn á þjónustusvæðið. Að lokum má gera ökumanni viðvart um öryggisatriði á þjónustusvæðinu, til dæmis að mikið sé af fólki þar. Þá mega liðin segja ökumanni hvað sem er á ráslínu þangað til ein mínúta er í að upphitunarhringur hefjist. Frá því að einnar mínútu bannið tekur gildi og þangað til keppnin hefst má einungis segja ökumanni frá alvarlegum vandræðum er varða bíl hans eða annars ökumanns. Þessar reglur eru alls ekki mjög skýrar og því er nokkuð víst að vafamál munu koma upp í framtíðinni. Áhugavert verður að sjá hvernig leyst verður úr þeim.Romain Grosjean ekur Lotus bílnum í óvænt en verðskuldað verðlaunasæti.Vísir/gettyÓvæntur endir Þvílíkur endasprettur, Vettel var með verðlaunasætið í höndum sér, Ferrari tókst það. Vettel komst frá áttunda sæti á ráslínu upp í þriðja og á pall. Alveg þangað til dekkið sprakk hjá honum. Grosjean kom á Lotus bílnum og skóflaði upp bikarnum fyrir þriðja sæti. Grosjean reyndi ekki að fela gleðina og tilfinningarnar, hann hágrét eftir að hann kom í endamark og var hinn kátasti á verðlaunapallinum. Þetta var gríðarlega mikilvægt sæti fyrir Lotus. Lotus hefur ekki náð til verðlauna síðan í Texas 2013 þegar Grosjean varð annar á eftir Vettel sem þá ók Red Bull bíl. Liðsfélagi Grosjean, Pastor Maldonado tókst ekki að klára keppnina, yfirskirftin hér á varla við um þessa staðreynd. Hann er farinn að gera það að vana sínum að detta úr keppni. Í 11 keppnum á tímabilinu hefur Maldonado einungis lokið fjórum og þar af aðeins tveimur í stigasæti. Maldonado gat sjálfum sér um kennt að mati liðsins, Alan Permane keppnisstjóri Lotus sagði brotthvarf hans úr belgíska kappakstrinum sjálfsskapað. Hann fór út af og steikti kúplinguna í leiðinni að sögn Permane.Vettel var allt annað en sáttur með endingu Pirelli dekkjanna eftir keppnina.Vísir/APPirelli undir pressu Mikið orðaskak hófst strax eftir keppnina á milli ökumanna og dekkjaframleiðandans Pirelli. Pirelli, fyrir þá sem ekki vita skaffar öllum Formúlu 1 liðum dekk. Í yfirlýsingu frá Pirelli segir meðal annars: „Varðandi það sem gerðist í dag í belgíska kappakstrinum vill Pirelli undirstrika að í nóvember 2013 óskaði Pirelli eftir því að regla um hámarksfjölda hringja á hverjum dekkjagangi yrði sett. Ásamt öðrum takmörkunum á notkun dekkjanna. Ekki var orðið við þessari beiðni. Þessi ósk fól í sér að hámarks vegalengd á hverjum dekkjagangi yrði helmingur keppnisvegalengdar fyrir harðari dekkin og um 30 prósent fyrir mýkri dekkin. Þessar reglur hefðu bannað meira en 22 hringja akstur á einum gangi millihörðu dekkjanna á Spa í dag.“ Vettel var á 28. hring dekkjagangsins þegar hægra afturdekkið sprakk. Hann átti ólokið tveimur hringjum. Ferrari kennir Pirelli um, Pirelli kennir Ferrari um spurningin er bara hvor byrjaði? Ökumenn ætla að hittast og funda um stöðu mála fyrir næstu keppni á Monza brautinni eftir tæpar tvær vikur. Formúla Tengdar fréttir Honda setur markið á Ferrari Honda ætlar að mæta með talsvert mikið uppfærða vél til Belgíu um helgina. Honda vonast til að hún jafnist nú á við Ferrari vélina. 17. ágúst 2015 22:11 Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13 Rosberg: Ég klúðraði ræsingunni, sem var vesen Lewis Hamilton vann á Spa, hann missti forystuna á fyrsta hring og náði henni strax aftur. Hver sagði hvað eftir spennandi keppni? 23. ágúst 2015 15:15 Vettel: Óásættanlegt að dekkin springi Sebastian Vettel ökumaður Ferrari liðsins var æfur í garð dekkjaframleiðandans Pirelli eftir að dekk sprakk a bíl hans á rúmlega 300 km/klst á Spa brautinni í dag. 23. ágúst 2015 21:30 Rosberg: Það er nóg af tækifærum á morgun Lewis Hamilton verður á ráspól eftir spennandi tímatöku á Spa brautinni í Belgíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 22. ágúst 2015 14:30 Maldonado: Neikvæð umfjöllun angrar mig ekki Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins segir að neikvæð umfjöllun trufli sig ekki. Hann segir það hluta af starfinu að taka gagnrýni. 13. ágúst 2015 18:21 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton er nú búinn að tryggja sér ráspólsbikar ársins. Óvæntir atburðir áttu sér stað í belgíska kappakstrinum.Sebastian Vettel var þriðji en svo sprakk, Romain Grosjean komst loks á verðlaunapall eftir bið sem eingungis almættið kunni tölu á. Þetta og ýmislegt fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Grosjean stekkur í fang Lotus liðsins sem hefur ekki smakkað kampavín ansi lengi.Vísir/GettyBjargaði Grosjean Lotus liðinu? Góður akstur Grosjean kann hugsanlega að bjarga Lotus liðinu. Það er töluvert auðverldara að safna auglýsingatekjum þegar þú stendur á verðlaunapallinum. Orðrómur var á kreiki fyrir keppnina um helgina að innheimutfulltrúar hefði fengið bíla liðsins kyrrsetta. Krafa fulltrúanna var, ef rétt reynist, sú að einhverjar skuldir yrði greiddar áður en liðið fengi að halda áfram för sinni um heiminn með Formúlu 1 sirkusnum. Það má því velta því fyrir sér hvort hugsanleg aukning auglýsingatekna vegna frammistöðu Grosjean verði jafnvel til þess að liðið kemst til Monza. Auðvitað væri hægt að teygja þetta enn lengra og segja að dekkið sem sprakk undir Ferrari bíl Vettel hafi bjargað Lotus. Getur verið að Pirelli hafi bjargað Lotus, með því hugsanlega að senda Ferrari gallað dekk? Það er langsótt og loðið.Jenson Button fannst vandræðalegt að aka hægt á Spa.Vísir/gettyStóðs nýja Honda vélin væntingar? Hér á Vísi birtist frétt í síðustu viku með fyrirsögninni: Honda setur markið á Ferrari. Uppfærslur á Honda vélinni fyrir Spa áttu að gera vélina jafn öfluga Ferrari vélinni. Hvernig fór það? Rafkerfið virkaði ekki sem skyldi. „Þegar þig vantar raforkuna ertu að verða af 160 til 180 hestöflum. Ég var eiginlega bara að einbeita mér að því að halda bílnum á brautinni,“ sagði Jenson Button, annar ökumanna McLaren-Honda. Breski ökumaðurinn sagðist alls ekki njóta þess að aka í Formúlu 1 keppnum sem þessari. Hann lýsti upplifun sinni af keppninni sem „vandræðalegri.“Fernando Alonso varð 13. á McLaren-Honda bíl sínum og Button 14. Í stuttu máli þá virðist vélin ekki á pari við Ferrari vélina. Hins vegar er erfitt að segja hveru miklar framfarirnar eru. En ef Ferrari var raunverulegt innanbúða markmið þá er svarið einfaldlega nei, vélin stóðst ekki væntingar.Christian Horner þarf að vanda orðavalið í talstöðvunum héðan í frá.Vísir/gettyHvað er bannað í talstöðvasamskiptum? Á leið frá þjónustusvæði að ráslínu eða aftur á þjónustusvæðið gilda eftirfarandi reglur: Það má ennþá segja ökumönnum frá bilunum bæði í þeirra eigin bíl og annarra. Það má segja ökumönnum að koma inn á þjónustusvæðið og frá upplýsingum um aðvaranir brautarstarfsmanna á borð við gul flögg eða að hætt hafi verið við ræsingu. Ræða má aðstæður brautar, bleytu eða jafnvel brot úr öðrum bílum. Það má ráðfæra ökumanni að auka hraðann ef tími hans er ekki nógu góður. Óheimilt er að segja ökumanni að aka í gegnum þjónustusvæðið, koma sér fyrir aftast á ráslínu eða að drepa á bílnum. Einnig er óheimilt að athuga hvort talstöðin virki eða hvernig jafnvægið í bílnum er. Þegar bíll er á þjónustusvæði gilda þessar reglur: Það má veita upplýsingar um næsta hring, minna ökumann á að framkvæma æfingaræsingu og ræða jafnvægi bílsins. Einnig má segja ökumanni að koma sér fyrir aftast á ráslínu, athuga, með einföldum hætti, hvort talstöðvar beggja aðila virki og segja ökumanni að koma aftur inn á þjónustusvæðið. Að lokum má gera ökumanni viðvart um öryggisatriði á þjónustusvæðinu, til dæmis að mikið sé af fólki þar. Þá mega liðin segja ökumanni hvað sem er á ráslínu þangað til ein mínúta er í að upphitunarhringur hefjist. Frá því að einnar mínútu bannið tekur gildi og þangað til keppnin hefst má einungis segja ökumanni frá alvarlegum vandræðum er varða bíl hans eða annars ökumanns. Þessar reglur eru alls ekki mjög skýrar og því er nokkuð víst að vafamál munu koma upp í framtíðinni. Áhugavert verður að sjá hvernig leyst verður úr þeim.Romain Grosjean ekur Lotus bílnum í óvænt en verðskuldað verðlaunasæti.Vísir/gettyÓvæntur endir Þvílíkur endasprettur, Vettel var með verðlaunasætið í höndum sér, Ferrari tókst það. Vettel komst frá áttunda sæti á ráslínu upp í þriðja og á pall. Alveg þangað til dekkið sprakk hjá honum. Grosjean kom á Lotus bílnum og skóflaði upp bikarnum fyrir þriðja sæti. Grosjean reyndi ekki að fela gleðina og tilfinningarnar, hann hágrét eftir að hann kom í endamark og var hinn kátasti á verðlaunapallinum. Þetta var gríðarlega mikilvægt sæti fyrir Lotus. Lotus hefur ekki náð til verðlauna síðan í Texas 2013 þegar Grosjean varð annar á eftir Vettel sem þá ók Red Bull bíl. Liðsfélagi Grosjean, Pastor Maldonado tókst ekki að klára keppnina, yfirskirftin hér á varla við um þessa staðreynd. Hann er farinn að gera það að vana sínum að detta úr keppni. Í 11 keppnum á tímabilinu hefur Maldonado einungis lokið fjórum og þar af aðeins tveimur í stigasæti. Maldonado gat sjálfum sér um kennt að mati liðsins, Alan Permane keppnisstjóri Lotus sagði brotthvarf hans úr belgíska kappakstrinum sjálfsskapað. Hann fór út af og steikti kúplinguna í leiðinni að sögn Permane.Vettel var allt annað en sáttur með endingu Pirelli dekkjanna eftir keppnina.Vísir/APPirelli undir pressu Mikið orðaskak hófst strax eftir keppnina á milli ökumanna og dekkjaframleiðandans Pirelli. Pirelli, fyrir þá sem ekki vita skaffar öllum Formúlu 1 liðum dekk. Í yfirlýsingu frá Pirelli segir meðal annars: „Varðandi það sem gerðist í dag í belgíska kappakstrinum vill Pirelli undirstrika að í nóvember 2013 óskaði Pirelli eftir því að regla um hámarksfjölda hringja á hverjum dekkjagangi yrði sett. Ásamt öðrum takmörkunum á notkun dekkjanna. Ekki var orðið við þessari beiðni. Þessi ósk fól í sér að hámarks vegalengd á hverjum dekkjagangi yrði helmingur keppnisvegalengdar fyrir harðari dekkin og um 30 prósent fyrir mýkri dekkin. Þessar reglur hefðu bannað meira en 22 hringja akstur á einum gangi millihörðu dekkjanna á Spa í dag.“ Vettel var á 28. hring dekkjagangsins þegar hægra afturdekkið sprakk. Hann átti ólokið tveimur hringjum. Ferrari kennir Pirelli um, Pirelli kennir Ferrari um spurningin er bara hvor byrjaði? Ökumenn ætla að hittast og funda um stöðu mála fyrir næstu keppni á Monza brautinni eftir tæpar tvær vikur.
Formúla Tengdar fréttir Honda setur markið á Ferrari Honda ætlar að mæta með talsvert mikið uppfærða vél til Belgíu um helgina. Honda vonast til að hún jafnist nú á við Ferrari vélina. 17. ágúst 2015 22:11 Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13 Rosberg: Ég klúðraði ræsingunni, sem var vesen Lewis Hamilton vann á Spa, hann missti forystuna á fyrsta hring og náði henni strax aftur. Hver sagði hvað eftir spennandi keppni? 23. ágúst 2015 15:15 Vettel: Óásættanlegt að dekkin springi Sebastian Vettel ökumaður Ferrari liðsins var æfur í garð dekkjaframleiðandans Pirelli eftir að dekk sprakk a bíl hans á rúmlega 300 km/klst á Spa brautinni í dag. 23. ágúst 2015 21:30 Rosberg: Það er nóg af tækifærum á morgun Lewis Hamilton verður á ráspól eftir spennandi tímatöku á Spa brautinni í Belgíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 22. ágúst 2015 14:30 Maldonado: Neikvæð umfjöllun angrar mig ekki Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins segir að neikvæð umfjöllun trufli sig ekki. Hann segir það hluta af starfinu að taka gagnrýni. 13. ágúst 2015 18:21 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Honda setur markið á Ferrari Honda ætlar að mæta með talsvert mikið uppfærða vél til Belgíu um helgina. Honda vonast til að hún jafnist nú á við Ferrari vélina. 17. ágúst 2015 22:11
Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13
Rosberg: Ég klúðraði ræsingunni, sem var vesen Lewis Hamilton vann á Spa, hann missti forystuna á fyrsta hring og náði henni strax aftur. Hver sagði hvað eftir spennandi keppni? 23. ágúst 2015 15:15
Vettel: Óásættanlegt að dekkin springi Sebastian Vettel ökumaður Ferrari liðsins var æfur í garð dekkjaframleiðandans Pirelli eftir að dekk sprakk a bíl hans á rúmlega 300 km/klst á Spa brautinni í dag. 23. ágúst 2015 21:30
Rosberg: Það er nóg af tækifærum á morgun Lewis Hamilton verður á ráspól eftir spennandi tímatöku á Spa brautinni í Belgíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 22. ágúst 2015 14:30
Maldonado: Neikvæð umfjöllun angrar mig ekki Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins segir að neikvæð umfjöllun trufli sig ekki. Hann segir það hluta af starfinu að taka gagnrýni. 13. ágúst 2015 18:21