Fótbolti

Birkir Bjarnason og félagar komust ekki í Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvaro Negredo skoraði mikilvægt mark fyrir Valencia í kvöld.
Alvaro Negredo skoraði mikilvægt mark fyrir Valencia í kvöld. Vísir/Getty
Birkir Bjarnason og félagar hans í svissneska liðinu Basel eru úr leik í Meistaradeildinni eftir að liðið náði bara 1-1 jafntefli á útivelli á móti ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv.

Basel datt þar með úr leik á færri mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leikurinn í Sviss endaði með 2-2 jafntefli.

Basel komst í 1-0 strax á 12. mínútu með frábæru marki Luca Zuffi beint úr aukaspyrnu en Eran Zahavi jafnaði tólf mínútum síðar og þannig urðu lokatölurnar.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel en hann var tekinn af elli á 68. mínútu leiksins.

Maccabi Tel Aviv var eitt af fimm liðum sem komust í riðlakeppnina í kvöld en hin voru Malmö frá Svíþjóð, Dinamo Zagreb frá Króatíu, Valencia frá Spáni og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu.



Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:

Malmö - Celtic 2-0 (4-3 samanlagt)

1-0 Markus Rosenberg (23.), 2-0 Sjálfsmark (54.)

Dinamo Zagreb - Skënderbeu Korcë 4-1 (6-2 samanlagt)

1-0 El Arbi Soudani (9.), 1-1 Esquerdinha (10.), 2-1 Armin Hod?ic (15.), 3-1 Jérémy Taravel (55.), 4-1  El Arbi Soudani (80.)

Maccabi Tel Aviv - Basel 1-1 (3-3 samanlagt)

0-1 Luca Zuffi (12.), 1-1 Eran Zahavi (24.)

Monakó - Valencia 2-1 (3-4 samanlagt)

0-1 Álvaro Negredo (4.), 1-1 Andrea Raggi (18.), 2-1 Guido Carrillo (75.)

Shakhtar Donetsk - Rapid Vín 2-2 (3-2 samanlagt).

1-0 Marlos (10.), 1-1 Louis Schaub (13.), 1-2 Steffen Hofmann (22.), 2-2 Oleksandr Hladkyi (27.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×