Jógamottan er spegill sjálfsmyndar rikka skrifar 28. ágúst 2015 14:15 Vísir/Einkamyndir María Dalberg fæddist í Danmörku og ólst þar upp til sex ára aldurs en þá flutti hún á Seltjarnarnes þar sem hún sleit barnsskónum. Að grunnskóla loknum lá leið hennar í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist. Snemma sótti hugur hennar að listinni og sem barn fékk hún að velja sér hljóðfæri til að læra á. „Þegar ég var sex ára þá fannst mér fiðlan vera flottasta hljóðfæri í heimi og lærði ég á hana meðfram grunnskóla og fram í menntaskóla. Ég var komin á sjöunda stig og átti stutt eftir í lokaprófið þegar annað í lífinu tók við. Ég spila þó á fiðluna mína við og við en væri til í að gefa mér meiri tíma í það,“ segir María. Að menntaskóla loknum fór María í dönsku í Háskólanum og lauk þaðan BA-prófi. „Ætli það hafi ekki verið áhugi minn á tungumálum og bókmenntum sem dreif mig í námið. Ég var líka með ágætisgrunn í dönsku eftir að hafa búið þar sem barn.“ Leiklistarbakterían var þó aldrei langt undan þrátt fyrir að María reyndi ítrekað að losa sig við hana. „Ég tók þátt í leikfélaginu bæði í menntaskóla sem og í Háskólanum en þorði kannski aldrei fyllilega að hella mér út í hana. Það kom þó að því að ég lét undan og hélt utan til náms.“ María uppfyllti ævintýraþrána og hélt utan til London þar sem hún sótti um og komst inn í hinn virta leiklistarskóla Drama Centre London en hann er hluti af Central St. Martins College, hönnunar- og listaskólanum þekkta. „Ég var orðin tuttugu og sex ára þegar ég loksins lét verða af því að hefja nám í leiklist, ætli það teljist ekki frekar í eldri kantinum í þessum geira,“ segir María og hlær. Nokkuð margir þekktir leikarar hafa lokið námi frá þessum skóla og má þar helst nefna Colin Firth, James Bond sjálfan Pierce Brosnan og Emiliu Clarke leikkonuna úr Game of Thrones. „Nokkrir þekktir Íslendingar hafa einnig sótt skólann en ég veit til þess að Steinunn Ólína útskrifaðist þaðan sem og Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri og Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona.“ Það er enginn leikur að vera í leiklistarnámi og krefst námið mikils af nemendum sem það sækja. „Ég nánast bjó í skólanum á þessum tíma enda mikil vinna á bak við hvert verkefni ef vel átti að vera.“ Eftir útskrift fékk María umboðsmann og tækifæri til þess að prófa sig áfram í leiklistarheiminum. Hún fékk tækifæri til að leika í leikhúsum og hennar stærsta hlutverk var aðalhlutverk í leikverki eftir Strindberg með sjálfstæðum leikhópi í Soho leikhúsinu. Heimþráin fór þó að gera vart við sig og leitaði María sífellt í fleiri verkefni hér heima. Það kom svo að því að þráin eftir heimahögunum varð erlenda ævintýrinu yfirsterkari og María flutti alfarið heim til Íslands fyrir rúmum tveimur árum. „Ég var búin að vera að vinna með Braga Ólafssyni rithöfundi að leikgerð fyrir leikhús upp úr skáldsögunni hans Gæludýrin. Sú vinna er enn í gangi, það verður gaman að sjá verkið lifna við á sviðinu einn góðan veðurdag,“ segir María.Vísir/EinkasafnJóga varð lífsstíll Leiklistin krefst mikils af líkama og sál. Í náminu úti í London kynnist María jóga og stundaði það stíft meðfram náminu. „Mér fannst jógaæfingarnar skila sér vel í því sem ég var að fást við enda leikarar mikið að vinna með líkamann og nauðsynlegt að vera í góðu líkamlega og andlegu formi. Eftir námið sökkti ég mér af alvöru í jóga og þá sérstaklega Ashtanga jóga. Ég fann að þarna var ég komin á rétta hillu ásamt leiklistinni.“ Eftir að María sneri aftur heim til Íslands hélt hún áfram jógaiðkun og ákvað svo í kjölfarið að læra að kenna öðrum þessa dásamlegu list að iðka jóga. „Eftir að ég kom heim iðkaði ég Ashtanga jóga áfram í Yoga Shala, hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur. Það vildi svo vel til að hún var einmitt að fara af stað með jógakennaranám og bauð mér að vera með. Á þessu tímabili hugsaði ég með mér að ég hefði gott af þessu þó að ég færi ekki endilega að kenna jóga.“ Námið stóð í ár og að því loknu fór hún strax að kenna og jók við sig í jógafræðunum í Bandaríkjunum. „Ég fann að eftir námið þá þyrsti mig í meira og fór í þrjá mánuði til New York og var í læri hjá Ashtanga jógagúru sem heitir Eddie Stern og er með jógastúdíó í Soho á Manhattan. Þar var ég að æfa með frægum einstaklingum eins og William Dafoe Hollywood-leikara og rapparanum Mike D úr Beastie Boys, sem var mjög áhugavert. Þetta var eitt af því allra besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig.” María hefur sérhæft sig í Ashtanga jóga og Vinyasa jóga og kennir núna í glænýrri jógastöð sem heitir Sólir og er úti á Granda í Vesturbænum. „Fyrir mér er jóga lífsstíll og jafnmikilvægt og að borða og sofa. Ég byrja daginn á því að gera jóga og kenni tíma klukkan hálfsjö á morgnana fjóra daga vikunnar,“ segir Maríu og bætir svo við að jóga sé eitthvað sem flestir ættu að tileinka sér því það sé í rauninni svo margbrotið og styrki bæði líkamann og hugann. „Fyrir utan jógaæfingarnar þá er jóga svo miklu meira og eftir því sem þú stundar það oftar þá opnast nýr heimur sem styrkir andlegu hliðina. Jóga hefur kennt mér að þekkja sjálfa mig betur, ég líki oft jógamottunni við spegil því á henni geturðu lesið í líkamlegt og andlegt ástand.“María ásamt Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonuVísir/EinkasafnFyrsta stóra hlutverkið Þessa dagana vinnur María að undirbúningi á sýningunni „Sími látins manns“ eftir bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl, sem frumsýnt verður á vordögum á þessu leikári. „Þetta er bráðfyndið leikrit um nándina sem við öll þráum en eigum ekki alltaf auðvelt með. Tæki eins og snjallsími, með öllum sínum upplýsingum og tengimöguleikum, getur virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og búið til þrúgandi tómarúm.“ segir María. Sjálf leikur hún aðalpersónuna Nínu sem finnur síma látins manns og reynir eftir bestu getu að búa til nánd á milli fjölskyldu og vina mannsins í gegnum símann. Þessar tilraunir Nínu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar sem í senn eru hennar glötun og björgun, því hún kynnist líka stóru ástinni. „Við erum með frábæra íslenska staðfæringu, leikritið gerist í okkar nútíma í okkar nærumhverfi og allir ættu að geta speglað sig á einhvern hátt í persónunum. Þetta verður fyndið og óbærilega siðferðislega rangt og á vel við í íslensku samfélagi eins og það er í dag,“ segir María. Leikstjóri verksins er ekki af verri endanum, en leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir hefur tekið það að sér. „Þetta er fyrsta stóra leikstjórnarverkefnið hennar Brynhildar í atvinnuleikhúsi. En Brynhildur hefur verið mikil fyrirmynd Maríu í leikhúsinu og segir hún það mikinn heiður að vinna með henni. „Ég sökkti mér í verkin hennar Sarah Ruhl þegar ég bjó í New York og kolféll fyrir þessu verki, Sími látins manns. Það vill svo skemmtilega til að Sarah Ruhl var einn af kennurum Brynhildar þegar hún var að læra leikritaskrif við Yale háskóla. Við erum báðar miklir aðdáendur hennar og því spenntar að túlka þetta verk á okkar hátt.“ María Dalberg er svo sannarlega fjölhæf og hæfileikarík manneskja sem sífellt leitar að nýju ævintýrum og upplifunum sem svo skila sér aftur á svið og út til okkar sem horfa, það verður gaman að fylgjast með því sem hún tekur upp á í framtíðinni. Game of Thrones Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
María Dalberg fæddist í Danmörku og ólst þar upp til sex ára aldurs en þá flutti hún á Seltjarnarnes þar sem hún sleit barnsskónum. Að grunnskóla loknum lá leið hennar í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist. Snemma sótti hugur hennar að listinni og sem barn fékk hún að velja sér hljóðfæri til að læra á. „Þegar ég var sex ára þá fannst mér fiðlan vera flottasta hljóðfæri í heimi og lærði ég á hana meðfram grunnskóla og fram í menntaskóla. Ég var komin á sjöunda stig og átti stutt eftir í lokaprófið þegar annað í lífinu tók við. Ég spila þó á fiðluna mína við og við en væri til í að gefa mér meiri tíma í það,“ segir María. Að menntaskóla loknum fór María í dönsku í Háskólanum og lauk þaðan BA-prófi. „Ætli það hafi ekki verið áhugi minn á tungumálum og bókmenntum sem dreif mig í námið. Ég var líka með ágætisgrunn í dönsku eftir að hafa búið þar sem barn.“ Leiklistarbakterían var þó aldrei langt undan þrátt fyrir að María reyndi ítrekað að losa sig við hana. „Ég tók þátt í leikfélaginu bæði í menntaskóla sem og í Háskólanum en þorði kannski aldrei fyllilega að hella mér út í hana. Það kom þó að því að ég lét undan og hélt utan til náms.“ María uppfyllti ævintýraþrána og hélt utan til London þar sem hún sótti um og komst inn í hinn virta leiklistarskóla Drama Centre London en hann er hluti af Central St. Martins College, hönnunar- og listaskólanum þekkta. „Ég var orðin tuttugu og sex ára þegar ég loksins lét verða af því að hefja nám í leiklist, ætli það teljist ekki frekar í eldri kantinum í þessum geira,“ segir María og hlær. Nokkuð margir þekktir leikarar hafa lokið námi frá þessum skóla og má þar helst nefna Colin Firth, James Bond sjálfan Pierce Brosnan og Emiliu Clarke leikkonuna úr Game of Thrones. „Nokkrir þekktir Íslendingar hafa einnig sótt skólann en ég veit til þess að Steinunn Ólína útskrifaðist þaðan sem og Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri og Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona.“ Það er enginn leikur að vera í leiklistarnámi og krefst námið mikils af nemendum sem það sækja. „Ég nánast bjó í skólanum á þessum tíma enda mikil vinna á bak við hvert verkefni ef vel átti að vera.“ Eftir útskrift fékk María umboðsmann og tækifæri til þess að prófa sig áfram í leiklistarheiminum. Hún fékk tækifæri til að leika í leikhúsum og hennar stærsta hlutverk var aðalhlutverk í leikverki eftir Strindberg með sjálfstæðum leikhópi í Soho leikhúsinu. Heimþráin fór þó að gera vart við sig og leitaði María sífellt í fleiri verkefni hér heima. Það kom svo að því að þráin eftir heimahögunum varð erlenda ævintýrinu yfirsterkari og María flutti alfarið heim til Íslands fyrir rúmum tveimur árum. „Ég var búin að vera að vinna með Braga Ólafssyni rithöfundi að leikgerð fyrir leikhús upp úr skáldsögunni hans Gæludýrin. Sú vinna er enn í gangi, það verður gaman að sjá verkið lifna við á sviðinu einn góðan veðurdag,“ segir María.Vísir/EinkasafnJóga varð lífsstíll Leiklistin krefst mikils af líkama og sál. Í náminu úti í London kynnist María jóga og stundaði það stíft meðfram náminu. „Mér fannst jógaæfingarnar skila sér vel í því sem ég var að fást við enda leikarar mikið að vinna með líkamann og nauðsynlegt að vera í góðu líkamlega og andlegu formi. Eftir námið sökkti ég mér af alvöru í jóga og þá sérstaklega Ashtanga jóga. Ég fann að þarna var ég komin á rétta hillu ásamt leiklistinni.“ Eftir að María sneri aftur heim til Íslands hélt hún áfram jógaiðkun og ákvað svo í kjölfarið að læra að kenna öðrum þessa dásamlegu list að iðka jóga. „Eftir að ég kom heim iðkaði ég Ashtanga jóga áfram í Yoga Shala, hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur. Það vildi svo vel til að hún var einmitt að fara af stað með jógakennaranám og bauð mér að vera með. Á þessu tímabili hugsaði ég með mér að ég hefði gott af þessu þó að ég færi ekki endilega að kenna jóga.“ Námið stóð í ár og að því loknu fór hún strax að kenna og jók við sig í jógafræðunum í Bandaríkjunum. „Ég fann að eftir námið þá þyrsti mig í meira og fór í þrjá mánuði til New York og var í læri hjá Ashtanga jógagúru sem heitir Eddie Stern og er með jógastúdíó í Soho á Manhattan. Þar var ég að æfa með frægum einstaklingum eins og William Dafoe Hollywood-leikara og rapparanum Mike D úr Beastie Boys, sem var mjög áhugavert. Þetta var eitt af því allra besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig.” María hefur sérhæft sig í Ashtanga jóga og Vinyasa jóga og kennir núna í glænýrri jógastöð sem heitir Sólir og er úti á Granda í Vesturbænum. „Fyrir mér er jóga lífsstíll og jafnmikilvægt og að borða og sofa. Ég byrja daginn á því að gera jóga og kenni tíma klukkan hálfsjö á morgnana fjóra daga vikunnar,“ segir Maríu og bætir svo við að jóga sé eitthvað sem flestir ættu að tileinka sér því það sé í rauninni svo margbrotið og styrki bæði líkamann og hugann. „Fyrir utan jógaæfingarnar þá er jóga svo miklu meira og eftir því sem þú stundar það oftar þá opnast nýr heimur sem styrkir andlegu hliðina. Jóga hefur kennt mér að þekkja sjálfa mig betur, ég líki oft jógamottunni við spegil því á henni geturðu lesið í líkamlegt og andlegt ástand.“María ásamt Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonuVísir/EinkasafnFyrsta stóra hlutverkið Þessa dagana vinnur María að undirbúningi á sýningunni „Sími látins manns“ eftir bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl, sem frumsýnt verður á vordögum á þessu leikári. „Þetta er bráðfyndið leikrit um nándina sem við öll þráum en eigum ekki alltaf auðvelt með. Tæki eins og snjallsími, með öllum sínum upplýsingum og tengimöguleikum, getur virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og búið til þrúgandi tómarúm.“ segir María. Sjálf leikur hún aðalpersónuna Nínu sem finnur síma látins manns og reynir eftir bestu getu að búa til nánd á milli fjölskyldu og vina mannsins í gegnum símann. Þessar tilraunir Nínu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar sem í senn eru hennar glötun og björgun, því hún kynnist líka stóru ástinni. „Við erum með frábæra íslenska staðfæringu, leikritið gerist í okkar nútíma í okkar nærumhverfi og allir ættu að geta speglað sig á einhvern hátt í persónunum. Þetta verður fyndið og óbærilega siðferðislega rangt og á vel við í íslensku samfélagi eins og það er í dag,“ segir María. Leikstjóri verksins er ekki af verri endanum, en leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir hefur tekið það að sér. „Þetta er fyrsta stóra leikstjórnarverkefnið hennar Brynhildar í atvinnuleikhúsi. En Brynhildur hefur verið mikil fyrirmynd Maríu í leikhúsinu og segir hún það mikinn heiður að vinna með henni. „Ég sökkti mér í verkin hennar Sarah Ruhl þegar ég bjó í New York og kolféll fyrir þessu verki, Sími látins manns. Það vill svo skemmtilega til að Sarah Ruhl var einn af kennurum Brynhildar þegar hún var að læra leikritaskrif við Yale háskóla. Við erum báðar miklir aðdáendur hennar og því spenntar að túlka þetta verk á okkar hátt.“ María Dalberg er svo sannarlega fjölhæf og hæfileikarík manneskja sem sífellt leitar að nýju ævintýrum og upplifunum sem svo skila sér aftur á svið og út til okkar sem horfa, það verður gaman að fylgjast með því sem hún tekur upp á í framtíðinni.
Game of Thrones Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira