Litla Ísland minnir á sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2015 19:52 Það kryddar óneitanlega tilveruna þegar fulltrúar Íslands slá í gegn á alþjóðlegum vettvangi. Ekki líða margir dagar á milli þess sem maður fyllist stolti vegna árangurs samlanda. Tökum bara síðustu tvær vikur sem dæmi. Sunddrottningarnar Eygló Ósk Gústavsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fóru á kostum á HM í Rússlandi. Sögulegur árangur, Íslandsmet og Norðurlandamet - já bara metaregn. Í gær var Anítu Hinriksdóttur boðið á HM í frjálsum í Kína þökk sé glæsilegum árangri undanfarin misseri. Ásdís Hjálmsdóttir verður einnig á meðal keppenda í spjótkasti þar sem hún hefur verið fastagestur undanfarin ár. Krossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er sú hraustasta í heimi og ekki langt undan eru Björgvin Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir. Fanney Hauksdóttir heldur áfram að gera fólk orðlaust, nú með Evrópumeistaratitli í bekkpressu - hennar fyrsta alþjóðlega móti í fullorðinsflokki. Haraldur Franklín spilaði svo frábært golf á EM áhugamanna í Slóvakíu. Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea stríddu Chelsea um helgina, Alfreð Finnbogason skoraði sínum fyrsta leik í Grikklandi og Aron Jóhannsson, víst Íslendingur, samdi við eitt stærsta félag í Þýskalandi. Aron Pálmarsson vann sinn fyrsta titil með Veszprém og Aronar framtíðarinnar í 19 ára landsliði karla hafa unnið alla þrjá leikina á HM í Rússlandi. Þá hafa íslenskir knapar sópað að sér verðlaunum á HM íslenska hestsins í Herning. Framundan eru stór augnablik í íslenskri íþróttasögu. Karlalandsliðið í fótbolta getur stigið risaskref í átt að sínu fyrsta stórmóti með góðum úrslitum í leikjum sínum gegn Hollandi og Kasakstan Strákarnir í körfuboltalandsliðinu halda svo til Berlínar í september og mæta þeim bestu í Evrópu á EM í fyrsta skipti. Þar ætla ég að vera og kæmi mér mjög á óvart ef ég sneri ekki heim rosalega stoltur af strákunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun
Það kryddar óneitanlega tilveruna þegar fulltrúar Íslands slá í gegn á alþjóðlegum vettvangi. Ekki líða margir dagar á milli þess sem maður fyllist stolti vegna árangurs samlanda. Tökum bara síðustu tvær vikur sem dæmi. Sunddrottningarnar Eygló Ósk Gústavsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fóru á kostum á HM í Rússlandi. Sögulegur árangur, Íslandsmet og Norðurlandamet - já bara metaregn. Í gær var Anítu Hinriksdóttur boðið á HM í frjálsum í Kína þökk sé glæsilegum árangri undanfarin misseri. Ásdís Hjálmsdóttir verður einnig á meðal keppenda í spjótkasti þar sem hún hefur verið fastagestur undanfarin ár. Krossfitdrottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er sú hraustasta í heimi og ekki langt undan eru Björgvin Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir. Fanney Hauksdóttir heldur áfram að gera fólk orðlaust, nú með Evrópumeistaratitli í bekkpressu - hennar fyrsta alþjóðlega móti í fullorðinsflokki. Haraldur Franklín spilaði svo frábært golf á EM áhugamanna í Slóvakíu. Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea stríddu Chelsea um helgina, Alfreð Finnbogason skoraði sínum fyrsta leik í Grikklandi og Aron Jóhannsson, víst Íslendingur, samdi við eitt stærsta félag í Þýskalandi. Aron Pálmarsson vann sinn fyrsta titil með Veszprém og Aronar framtíðarinnar í 19 ára landsliði karla hafa unnið alla þrjá leikina á HM í Rússlandi. Þá hafa íslenskir knapar sópað að sér verðlaunum á HM íslenska hestsins í Herning. Framundan eru stór augnablik í íslenskri íþróttasögu. Karlalandsliðið í fótbolta getur stigið risaskref í átt að sínu fyrsta stórmóti með góðum úrslitum í leikjum sínum gegn Hollandi og Kasakstan Strákarnir í körfuboltalandsliðinu halda svo til Berlínar í september og mæta þeim bestu í Evrópu á EM í fyrsta skipti. Þar ætla ég að vera og kæmi mér mjög á óvart ef ég sneri ekki heim rosalega stoltur af strákunum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun