The Vintage Caravan í tónleikaferð með Europe Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. ágúst 2015 08:00 Hljómsveitin Vintage Caravan fer í sína fyrstu tónleikaferð erlendis sem aðalnúmerið. mynd/nicholas þór peter helgason Hljómsveitin The Vintage Caravan er á leið í tónleikaferð með sænsku rokkhljómsveitinni Europe, sem er líklega þekktust fyrir að hafa sent frá sér ofursmellinn The Final Countdown árið 1986. „Þeir höfðu samband við bókunarskrifstofuna okkar og bókarinn okkar lagði fram að við ættum að taka þennan túr með þeim. Það er erfitt að hafa ekki heyrt eitthvað af lögunum þeirra og ég veit að þetta verður rosalega gaman,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, fullur tilhlökkunar. Hljómsveitirnar verða saman á tónleikaferð í tæpar þrjár vikur og ferðast um Skandinavíu, Eistland, Lettland, Litháen og víðar. Europe birti á Facebook síðu sinni færslu þar sem sveitin fer fögrum orðum um íslensku rokkarana og líkir þeim meðal annars við merkar hljómsveitir á borð við Black Sabbath og Rush. Íslensku rokkararnir í The Vintage Caravan gera út frá Sønderborg í Danmörku en sveitin flutti þangað á síðasta ári. „Við vorum allt seinasta ár hérna úti en komum heim til að taka upp nýju plötuna og vorum heima í 4-5 mánuði. Lífið er er rosa næs hérna úti og gerir okkur kleift að spila meira í Evrópu,“ segir Óskar Logi, en sveitin spilaði jafnframt á um hundrað tónleikum erlendis í fyrra. Þann 19. september hefst svo fyrsta tónleikaferð sveitarinnar á erlendri grundu þar sem hún er aðalnúmerið. „Við erum að fara að taka fyrsta headline-túrinn okkar í Bretlandi í september. Við verðum í rúma viku þar og svo erum við að spila nokkuð þétt út árið.“ Sveitin kom fram á Sonic Blast-tónlistarhátíðinni á afmælisdegi Óskars Loga fyrir skömmu og sungu áhorfendur afmælissönginn fyrir hann. „Þetta var skemmtilegt, það voru um tvö þúsund manns sem sungu fyrir mig,“ bætir Óskar Logi við. The Vintage Caravan hefur í hyggju að kom koma aftur til Íslands í október og halda útgáfutónleika en sveitin gaf út plötuna Arrival fyrr á þessu ári sem hefur fengið prýðis gagnrýni. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin The Vintage Caravan er á leið í tónleikaferð með sænsku rokkhljómsveitinni Europe, sem er líklega þekktust fyrir að hafa sent frá sér ofursmellinn The Final Countdown árið 1986. „Þeir höfðu samband við bókunarskrifstofuna okkar og bókarinn okkar lagði fram að við ættum að taka þennan túr með þeim. Það er erfitt að hafa ekki heyrt eitthvað af lögunum þeirra og ég veit að þetta verður rosalega gaman,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, fullur tilhlökkunar. Hljómsveitirnar verða saman á tónleikaferð í tæpar þrjár vikur og ferðast um Skandinavíu, Eistland, Lettland, Litháen og víðar. Europe birti á Facebook síðu sinni færslu þar sem sveitin fer fögrum orðum um íslensku rokkarana og líkir þeim meðal annars við merkar hljómsveitir á borð við Black Sabbath og Rush. Íslensku rokkararnir í The Vintage Caravan gera út frá Sønderborg í Danmörku en sveitin flutti þangað á síðasta ári. „Við vorum allt seinasta ár hérna úti en komum heim til að taka upp nýju plötuna og vorum heima í 4-5 mánuði. Lífið er er rosa næs hérna úti og gerir okkur kleift að spila meira í Evrópu,“ segir Óskar Logi, en sveitin spilaði jafnframt á um hundrað tónleikum erlendis í fyrra. Þann 19. september hefst svo fyrsta tónleikaferð sveitarinnar á erlendri grundu þar sem hún er aðalnúmerið. „Við erum að fara að taka fyrsta headline-túrinn okkar í Bretlandi í september. Við verðum í rúma viku þar og svo erum við að spila nokkuð þétt út árið.“ Sveitin kom fram á Sonic Blast-tónlistarhátíðinni á afmælisdegi Óskars Loga fyrir skömmu og sungu áhorfendur afmælissönginn fyrir hann. „Þetta var skemmtilegt, það voru um tvö þúsund manns sem sungu fyrir mig,“ bætir Óskar Logi við. The Vintage Caravan hefur í hyggju að kom koma aftur til Íslands í október og halda útgáfutónleika en sveitin gaf út plötuna Arrival fyrr á þessu ári sem hefur fengið prýðis gagnrýni.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira