Annað tækifæri fyrir alla? Viktoría Hermannsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Ég held að við sem samfélag, okkur finnist erfitt að vita hvernig og hvort við viljum taka á móti þessum einstaklingum,“ sagði Anna Kristín Newton í Föstudagsviðtalinu síðast. Þar vísaði hún í hversu dæmdum afbrotamönnum tekst illa að fóta sig í samfélaginu eftir að hafa afplánað dóm sinn. Margir leiðast því miður aftur á braut afbrota eftir að út er komið. Vímuefnavandi fanga er mikill og margir þekkja ekki annan heim en þar sem undirheimalögmálin ráða ríkjum. Orð Önnu Kristínar eru umhugsunarverð. Í samfélagi okkar eru dæmdir menn litnir hornauga. Skiljanlega. Í mörgum tilvikum hafa þeir framið alvarlega glæpi sem þeir eru dæmdir fyrir og oft skaðað aðra. Við erum ekki endilega tilbúin til að taka á móti fólki sem hefur brotið gegn öðrum. Þar spilar kannski inn í lítil tiltrú okkar á réttarkerfinu. Mörgum þykja dómar oft of mildir. En hvað sem skoðunum okkar um réttarkerfið líður þá er það staðreynd að þegar fólk kemur aftur út eftir fangelsisvist þá hefur það afplánað sinn dóm. Eftir afplánun er hægara sagt en gert fyrir fólk að snúa aftur út í samfélagið. Það sýnir reynslan. Fyrrverandi föngum tekst illa að fóta sig. Samfélagið tekur illa á móti þeim. En af hverju ættum við að taka fyrrverandi föngum betur? Staðreyndin er sú að ef við útskúfum fólki er hættara við að það leiðist aftur á sömu braut. Er ekki eðlilegri nálgun að gefa fólki tækifæri á að sanna sig og verða virkir samfélagsþegnar? Það gagnast okkur allavega betur sem samfélagi og gerir okkur öruggari. Þurfum við ekki, eins og Anna Kristín bendir á, að taka þessa umræðu sem samfélag? Atvinnuveitendur þessa lands, hvernig hjálpum við fólki að komast aftur út í samfélagið? Er markmiðið með refsingunni ekki betrun? Erum við rög við að gefa fólki sem hefur leiðst af braut tækifæri? Til þess að betrun eigi sér stað þarf að veita fólki tækifæri til þess að verða betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Ég held að við sem samfélag, okkur finnist erfitt að vita hvernig og hvort við viljum taka á móti þessum einstaklingum,“ sagði Anna Kristín Newton í Föstudagsviðtalinu síðast. Þar vísaði hún í hversu dæmdum afbrotamönnum tekst illa að fóta sig í samfélaginu eftir að hafa afplánað dóm sinn. Margir leiðast því miður aftur á braut afbrota eftir að út er komið. Vímuefnavandi fanga er mikill og margir þekkja ekki annan heim en þar sem undirheimalögmálin ráða ríkjum. Orð Önnu Kristínar eru umhugsunarverð. Í samfélagi okkar eru dæmdir menn litnir hornauga. Skiljanlega. Í mörgum tilvikum hafa þeir framið alvarlega glæpi sem þeir eru dæmdir fyrir og oft skaðað aðra. Við erum ekki endilega tilbúin til að taka á móti fólki sem hefur brotið gegn öðrum. Þar spilar kannski inn í lítil tiltrú okkar á réttarkerfinu. Mörgum þykja dómar oft of mildir. En hvað sem skoðunum okkar um réttarkerfið líður þá er það staðreynd að þegar fólk kemur aftur út eftir fangelsisvist þá hefur það afplánað sinn dóm. Eftir afplánun er hægara sagt en gert fyrir fólk að snúa aftur út í samfélagið. Það sýnir reynslan. Fyrrverandi föngum tekst illa að fóta sig. Samfélagið tekur illa á móti þeim. En af hverju ættum við að taka fyrrverandi föngum betur? Staðreyndin er sú að ef við útskúfum fólki er hættara við að það leiðist aftur á sömu braut. Er ekki eðlilegri nálgun að gefa fólki tækifæri á að sanna sig og verða virkir samfélagsþegnar? Það gagnast okkur allavega betur sem samfélagi og gerir okkur öruggari. Þurfum við ekki, eins og Anna Kristín bendir á, að taka þessa umræðu sem samfélag? Atvinnuveitendur þessa lands, hvernig hjálpum við fólki að komast aftur út í samfélagið? Er markmiðið með refsingunni ekki betrun? Erum við rög við að gefa fólki sem hefur leiðst af braut tækifæri? Til þess að betrun eigi sér stað þarf að veita fólki tækifæri til þess að verða betra.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun