Leystur undan samningi eftir fimmtu handtökuna Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 23:00 Aldon Smith hefur líklegast leikið sinn síðasta leik fyrir San Fransisco 49ers. Vísir/Getty Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári. NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Club Brugge - Aston Villa | Fer Villa aftur á toppinn? „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Sjá meira
Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar, Aldon Smith, var í dag leystur undan samningi hjá San Fransisco 49ers eftir að hafa komist í kast við lögin í fimmta sinn á síðustu þremur árum. Var hann gripinn við stýrið undir áhrifum áfengis en þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn undir áhrifum við stýrið. Smith sem valinn var með 7. valrétt í nýliðavalinu af San Fransisco 49ers árið 2011 sló í gegn á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu þegar hann var meðal annars valinn nýliði mánaðarins í október 2011 og besti varnar nýliðinn á tímabilinu. Fylgdi hann því eftir með enn betri frammistöðu á öðru tímabili sínu í deildinni en hann var meðal annars valinn 7. besti leikmaður deildarinnar eftir aðeins tvö tímabil. Stuttu seinna fór hann að rata í fjölmiðlana af röngum ástæðum. Sama ár og hann var valinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar komst hann tvisvar í kast við lögin. Í fyrra skiptið var hann tekinn við að keyra undir áhrifum áfengis en seinna var hann handtekinn eftir að gestur hlaut skotsár í gleðskap heima hjá Smith. Reyndist hann sjálfur vera með stungusár og var hann kærður fyrir geymslu vopna án leyfa. Ári seinna var hann gripinn undir stýri undir áhrifum marijúana sem leiddi til þess að hann skráði sig í meðferð. Hann lofaði félagi sínu að vitleysunni væri lokið að meðferðinni loknu en hálfu ári síðar var hann aftur handtekinn á flugvelli í Los Angeles þar sem hann var sakaður um að reyna að ferðast með sprengju. Smith missti alls af níu leikjum á síðasta tímabili en liðið stóð þétt við bakið á honum þar til hann var handtekinn í gær. Hann hefur neitað öllum sökum en ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir 49ers sem hafa þegar misst stjörnuleikmennina og varnarbuffin Patrick Willis, Chris Borland og Justin Smith á þessu ári.
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Club Brugge - Aston Villa | Fer Villa aftur á toppinn? „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Sjá meira