Lífið

Sjáðu myndirnar: Stuð, Bubbi og Dimma á Eistnaflugi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi skemmtu sér vel á tónleikum Bubba og Dimmu í Egilsbúð í gærkvöldi.
Þessi skemmtu sér vel á tónleikum Bubba og Dimmu í Egilsbúð í gærkvöldi. Vísir/Freyja Gylfadóttir
Stemningin var afar góð í Egilsbúð í gærkvöldi þegar Bubbi og Dimma sameinuðu krafta sína og trylltu lýðinn fyrir gesti Eistnaflugs. Um svokallaða Off Venue tónleika var að ræða en töluvert er um slíka viðburði á hátíðinni sem vex fiskur um hrygg árlega.

Ellefta Eistnaflugið hófst á miðvikudaginn með tónleikum fyrir alla aldurshópa ásamt því að The Vintage Caravan flutti plötuna Lifun eftir Trúbrot í heild sinni og Sólstafir rokkuðu fyrir gesti.

Liðsmenn Muck klárir í slaginn á leið í síðdegisflug á Reykjavíkurflugvelli í gær.Vísir/Freyja Gylfadóttir
Í gær hófust svo tónleikar í íþróttahúsinu á Neskaupsstað klukkan 14:30 og stóðu fram eftir en aftur voru það Sólstafir sem lokuðu kvöldinu. Á sama tíma spiluðu Bubbi og Dimma í Egilsbúð auk þess sem ljóðaupplestur og aðrir tónleikar fóru fram í Blúskjallaranum stóran hluta dags í gær.

Ljósmyndarinn Freyja Gylfadóttir er mætt á hátíðina fyrir hönd Vísis og náði flottum myndum af stemningunni í gær allt frá því hún lagði í hann á Reykjavíkurflugvelli síðdegis þar til Bubbi og Dimma stigu á svið. Myndirnar frá gærdeginum og svo tónleikunum má sjá hér að neðan og svo í myndaalbúminu neðst í fréttinni.

Dagskrána má svo sjá hér.

Strákarnir í Muck á leiðinni í vélina.Vísir/Freyja Gylfadóttir
Hugleikur Dagsson er mættur á Eistnaflug og kemur fram í Egilsbúð á sunnudaginn.Vísir/Freyja Gylfadóttir
Stefán Jakobsson í Dimmu mættru á Norðfjörð.Vísir/Freyja Gylfadóttir
Bubbi í banastuði í Egilsbúð.Vísir/Freyja Gylfadóttir
Dr. Gunni var meðal þeirra sem spiluðu í gær. Hér eru þau Hanna Björk Birgisdóttir í góðum gír.Vísir/Freyja Gylfadóttir
Tónleikagestir skemmtu sér vel.Vísir/Freyja Gylfadóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.