Lífið

Sumarlífið: Brjálaðir Selfyssingar stálu skóm og snjallsíma

Tinni Sveinsson skrifar
Það er ekkert grín að lenda í Selfyssingum í ham eins og strákarnir í Sumarlífinu komust að á N1 mótinu á Akureyri um síðustu helgi.

Þátttakendur á mótinu hafa aldrei verið fleiri, eða um 1800 drengir í 5. flokki, og var stemningin á KA-svæðinu því allsvakaleg.

Davíð og Arnar í Sumarlífinu fylgdust með mótinu alla helgina. Til að byrja með tóku þeir nokkra hressa stráka frá Selfossi tali en áður en varði voru strákarnir búnir að taka yfir þáttinn og strípa Davíð af m.a. skónum og snjallsímanum.

Hann þurfti því að drífa þá í sjoppuna og splæsa ís til að endurheimta eigur sínar og jafnframt stjórnina á þættinum.

Hjúkrunarfræðingarnir gáfu Davíð "meðal".
Sumarlífið kíkti einnig á Pollamót Þórs sem var haldið sömu daga á Þórsvellinum.

Þar var stemningin aðeins öðruvísi en samt rífandi stuð.

Davíð var fljótur að finna sitt uppáhaldslið sem var sett saman af hressum hjúkrunarfræðingum sem voru ekki lengi að skutla í hann „meðali“ þegar hann óskaði eftir því.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.