Lífið

Ekkert kynlíf á himnum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðmundur Kristinsson, 84 ára rithöfundur á Selfossi.
Guðmundur Kristinsson, 84 ára rithöfundur á Selfossi. Vísir/Magnús Hlynur
„Nei, það er ekkert kynlíf á himnum, engir peningar en mikið af grænmeti og harmonikkutónlist. Þar er sérstök Íslandsbyggð, við förum þangað í okkar eigin líkama þegar við deyjum,“ segir Guðmundur Kristinsson, rithöfundur á Selfossi og gestur þáttarins „Feðgar á ferð“ á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00.

Guðmundur mun skýra vandlega út hvað gerist þegar við deyjum en hann hefur á síðustu árum snúið sér að andlegu málunum og skrifað metsölubækur um það sem gerist uppi á himnum. Hann fer á miðilsfundi, verður vitni að því hvað þar gerist, tekur síðan viðtal við miðlana og skrifar texta sem gefin er út í bók.

Hann hefur gefið andlegu bækurnar sínar bæði á íslensku og ensku. Í þætti kvöldsins verður einnig farið á menningar- og fjölskylduhátíðina „Fjör í Flóa“ í Flóahreppi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×