Íslenski boltinn

Gunnleifur skrifaði undir tveggja ára samning á fertugsafmælinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks en þess má geta að hann fagnar í dag fertugsafmæli sínu.

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að félagið hafi viljað umbuna honum fyrir góða frammistöðu í sumar.

„Hann er okkur einkar mikilvægur, bæði innan vallar sem utan. Hann verður í stóru hlutverki hjá okkur um ókomna tíð - bæði inni á vellinum og utan hans sem þjálfari ungra markvarða.“

Samningurinn gildir til loka tímabilsins 2017 en Gunnleifur verður þá orðinn 42 ára gamall. „Það er auðvitað óvenjulegt að semja við fertugan leikmann til tveggja ára en það er heldur ekkert óeðlilegt að menn skoði málin eftir hvert tímabil og ákveði framhaldið þá,“ sagði Eysteinn Pétur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×