101 sm urriði á veiðisvæði Ion við Þingvallavatn Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2015 14:28 Nils með urriðann sem er líklega sá stærsti úr vatninu í sumar Síðast þegar að var gáð voru að nálgast 800 skráðir urriðar á veiðisvæði Ion við Þingvallavatn og mest af því stórurriði. Það verður þó líklegast að teljast pottþétt að sá stærsti hafi komið á land í gær þegar hinn góðkunni Nils Folmer Jorgensen landaði 101 sm urriða á svæði 2 en eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta engin smá fiskur. Ummál urriðans var 63 sm og fiskurinn tók littla púpu í stærð 12#. Sama kvöld fékk hann einnig 90 sm og 95 sm fiska svo þetta hefur verið sannkallaður draumadagur hvers veiðimanns. Fleiri "minni" fiskar tóku einnig hjá honum en þeir voru í stærðum frá 50-80 sm eða svona hér um bil eins og meðalstærð laxa í flestum ám landsins. Það er alveg ljóst að hið góða friðunarstarf á urriðanum er að skila feikna árangri og eftir að veiðin á Ion svæðinu varð rekin með skipulögðum hætti, eingöngu fluguveiði og öllum fiski sleppt, er svæðið líklega eitt besta veiðisvæði fyrir stórurriðina í heiminum og hefur hróður þess þegar borist víða um heim. Erlendir veiðimenn eru hægt og rólega að uppgötva þetta svæði og þess er ekki langt að bíða þar til svæðið verður eitt það vinsælasta í heiminum. Veiðisvæðið er mjög vinsælt í dag og hefur það verið þétt bókað í allt sumar og það komast færri að en vilja. Stangveiði Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Sleppa hátt í 600.000 seiðum á næsta ári Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði
Síðast þegar að var gáð voru að nálgast 800 skráðir urriðar á veiðisvæði Ion við Þingvallavatn og mest af því stórurriði. Það verður þó líklegast að teljast pottþétt að sá stærsti hafi komið á land í gær þegar hinn góðkunni Nils Folmer Jorgensen landaði 101 sm urriða á svæði 2 en eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta engin smá fiskur. Ummál urriðans var 63 sm og fiskurinn tók littla púpu í stærð 12#. Sama kvöld fékk hann einnig 90 sm og 95 sm fiska svo þetta hefur verið sannkallaður draumadagur hvers veiðimanns. Fleiri "minni" fiskar tóku einnig hjá honum en þeir voru í stærðum frá 50-80 sm eða svona hér um bil eins og meðalstærð laxa í flestum ám landsins. Það er alveg ljóst að hið góða friðunarstarf á urriðanum er að skila feikna árangri og eftir að veiðin á Ion svæðinu varð rekin með skipulögðum hætti, eingöngu fluguveiði og öllum fiski sleppt, er svæðið líklega eitt besta veiðisvæði fyrir stórurriðina í heiminum og hefur hróður þess þegar borist víða um heim. Erlendir veiðimenn eru hægt og rólega að uppgötva þetta svæði og þess er ekki langt að bíða þar til svæðið verður eitt það vinsælasta í heiminum. Veiðisvæðið er mjög vinsælt í dag og hefur það verið þétt bókað í allt sumar og það komast færri að en vilja.
Stangveiði Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Sleppa hátt í 600.000 seiðum á næsta ári Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði