Íslenski boltinn

FH og Doumbia harma þau orð sem látin voru falla

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kassim Doumbia gæti átt yfir höfði sér refsingu.
Kassim Doumbia gæti átt yfir höfði sér refsingu. vísir/andri marinó
„Knattspyrnudeild FH og Kassim Doumbia harma þau orð sem látin voru falla undir lok leiks FH og Breiðabliks síðastliðinn sunnudag. Orðin voru látin falla í hita leiksins á augnabliki þar sem tilfinningarnar tóku völdin.“

Þetta segir í stuttri fréttatilkynningu FH vegna atviksins sem upp í toppslagnum gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið þar sem Kassim Doumbia, miðvörður FH, öskraði „fuck off“ í myndavél Stöðvar 2 Sports í beinni útsendingu.



Knattspyrnudeild FH og Doumbia skrifa undir fréttatilkynninguna sem send var á fjölmiðla nú undir hálf sex í kvöld.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á enn eftir að gefa út hvort hún vísi málinu til aganefndar sambandsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×